Seinni bylgjan: „Enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og Steinunn í íslenskum handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2020 15:00 Besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Steinunn Björnsdóttir. vísir/daníel Steinunn Björnsdóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi Seinni bylgjunnar. Hún var valin besti leikmaður Olís-deildar kvenna, besti varnarmaðurinn og var í liði ársins. Þar voru tveir aðrir Framarar; Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þá var Stefán Arnarson valinn besti þjálfarinn en hann gerði Fram að deildar- og bikarmeisturum. Steinunn og Stefán mættu í spjall til Henrys Birgis Gunnarssonar í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Þar sló Stefán Steinunni gullhamra. „Ég talaði um að sumir leikmenn í kvennadeildinni væru jafn góðir og karlaleikmenn. Ef þú horfir á báðar deildirnar er enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og hún í íslenskum handbolta,“ sagði Stefán. Hann segir að Steinunn sé mjög metnaðarfull og gefi aldrei neitt eftir. „Hún gefur sig alltaf hundrað prósent í verkefnið. Hún er mjög hörð á sjálfa sig og ef hún gerir mistök vill hún bæta fyrir þau. Hún er frábær varnar- og línumaður, fyrst fram og fyrst aftur. Svo er hún yfirleitt brosandi.“ Sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað Steinunn hefur allan sinn feril leikið með Fram. Hún segist efast um að hún fari út í atvinnumennsku. „Mér líður vel hér, er í flottri vinnu og með fjölskyldu. Það hafa komið tækifæri til að fara út en ekkert mörg. En ég er Framari, bý við hliðina á Fram-heimilinu og sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað,“ sagði Steinunn. „Ég tek bara eitt ár í einu. Maður útilokar ekki að fara út en ég held að það sé fjarlægur draumur.“ Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn hlaðin verðlaunum Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Steinunn Björnsdóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi Seinni bylgjunnar. Hún var valin besti leikmaður Olís-deildar kvenna, besti varnarmaðurinn og var í liði ársins. Þar voru tveir aðrir Framarar; Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þá var Stefán Arnarson valinn besti þjálfarinn en hann gerði Fram að deildar- og bikarmeisturum. Steinunn og Stefán mættu í spjall til Henrys Birgis Gunnarssonar í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Þar sló Stefán Steinunni gullhamra. „Ég talaði um að sumir leikmenn í kvennadeildinni væru jafn góðir og karlaleikmenn. Ef þú horfir á báðar deildirnar er enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og hún í íslenskum handbolta,“ sagði Stefán. Hann segir að Steinunn sé mjög metnaðarfull og gefi aldrei neitt eftir. „Hún gefur sig alltaf hundrað prósent í verkefnið. Hún er mjög hörð á sjálfa sig og ef hún gerir mistök vill hún bæta fyrir þau. Hún er frábær varnar- og línumaður, fyrst fram og fyrst aftur. Svo er hún yfirleitt brosandi.“ Sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað Steinunn hefur allan sinn feril leikið með Fram. Hún segist efast um að hún fari út í atvinnumennsku. „Mér líður vel hér, er í flottri vinnu og með fjölskyldu. Það hafa komið tækifæri til að fara út en ekkert mörg. En ég er Framari, bý við hliðina á Fram-heimilinu og sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað,“ sagði Steinunn. „Ég tek bara eitt ár í einu. Maður útilokar ekki að fara út en ég held að það sé fjarlægur draumur.“ Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn hlaðin verðlaunum Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira