Sorgir sameignar Svanur Guðmundsson skrifar 29. apríl 2020 12:00 Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins og hvernig þeim er ráðstafað. Um það höfum við sett lög, “Lög um stjórn fiskveiða”, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með takmörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arðsemi. Bandaríski hagfræðingurinn Elinor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar: „Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mótaðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yfirsýn, þá munu mikilvægar ákvarðanir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.“ Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyðileggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiskistofnarnir eru sjálfbærir og enginn hefur farist á sjó við veiðarnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá. Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lögin sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom syndandi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lögsögu okkar. Í fyrstu voru það aðeins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta samkvæmt lögum. Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sanngirni með sínu pólitíska nefi en bókstafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann framkvæmdi úthlutunina, enda eftir honum haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi! Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Alþingis og að endingu í Hæstarétti. Ráðherrar, jafnvel þeir með „réttlátt“ pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær valdheimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borgarinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bankana hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrirtækið. Málsókn á hendur stjórnvöldum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lagfæra þessi mistök. Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt „réttláta“ pólitíska nef betra en lögin. Við meigum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeitingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hrákasmíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin „réttláta“ pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hagsýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins. Það er auðvitað skrítið að útgerðir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auðlind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórnvald að koma með reglur um nýtinguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabætur. Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur. Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómon dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki einungis að við Íslendingar veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Það er áhugavert hvað sameignir geta valdið miklum deilum og vandamálum, hvort heldur þær eru í húsfélagi eða synda í hafinu umhverfis landið. Það sem okkur hér á landi skiptir mestu er umgengnin um auðlindir hafsins og hvernig þeim er ráðstafað. Um það höfum við sett lög, “Lög um stjórn fiskveiða”, og hafa þau frá fyrsta degi valdið miklum deilum. Fáir innan sjávarútvegsins vildu þessi lög á sínum tíma en menn voru sammála um að eitthvað yrði til bragðs að taka. Fyrst þegar lögin voru sett, voru menn innan sjávarútvegsins ósáttir með takmörkunina og skiptinguna sín á milli en núna birtist óánægjan meira meðal almennings. Það var þó ekki fyrr en lögin fóru að virka einsog til stóð og árangurinn fór að birtast í betri rekstri og meiri arðsemi. Bandaríski hagfræðingurinn Elinor Ostrom fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, fyrst kvenna, árið 2009. Hún sagði eitthvað á þessa leið, í endursögn höfundar: „Meðan fyrirtæki með eigin skipulag og stjórn hafa ekki mótaðan og viðurkenndan fræðilegan grunn, byggðan á bestu manna yfirsýn, þá munu mikilvægar ákvarðanir um stefnu áfram verða teknar undir því fororði að einstaklingar geti ekki skipulagt sig sjálfir heldur verði utanaðkomandi stjórnvald að skipuleggja þá.“ Hinn fræðilegi grunnur, byggður á bestu manna yfirsýn, sem Elinor Ostrom talar um, er háður stöðugri vísindalegri endurskoðun sem ekki er á færi einstakra fyrirtækja í sjávarútvegi. Megintilgangur laga um stjórn fiskveiða var að stöðva ofveiði sem var við það að eyðileggja okkar mikilvægu fiskstofna. Það var ekki einungis að við veiddum of mikið úr okkar stofnum, við vorum líka að tapa mannslífum og fjármunum við þær veiðar. Bátar voru of margir við veiðarnar og kostnaður við þær of hár. Núna hagnast útgerðir, fiskistofnarnir eru sjálfbærir og enginn hefur farist á sjó við veiðarnar síðastliðin þrjú ár. Þetta samhengi eiga sumir erfitt með að sjá. Núna erum við í þeirri klaufalegu stöðu að ráðherra braut lögin sem hann átti að fara eftir. Honum má þó telja til vorkunnar að hingað kom syndandi fiskistofn sem ekki hafði verið hér áður. Stofn sem aðrar þjóðir nýttu og við gátum farið að nýta í kjölfar þess að hann kom inn í lögsögu okkar. Í fyrstu voru það aðeins stærstu skipin sem höfðu tök á að veiða úr þessum stofni og aflað þeirrar veiðireynslu sem var að grundvelli úthlutunar kvóta samkvæmt lögum. Þegar makrílstofninn kom nær landi og fleiri höfðu aðstöðu til að nýta hann var nauðsynlegt að setja útgerðum kvóta, en margir töldu þá veiðireynsluna ekki byggjast á sanngirni. Þar á meðal var þáverandi sjávarútvegsráðherra, sem taldi sig hafa lagaheimild til þess að úthluta kvótanum af meiri sanngirni með sínu pólitíska nefi en bókstafurinn og aflatölurnar sögðu til um. Dómstólar voru honum ekki sammála. Reyndar voru nær allir ósammála honum þegar hann framkvæmdi úthlutunina, enda eftir honum haft að fyrst allir væru ósáttir þá hlyti þetta að vera í lagi! Skipulag ráðherra var dæmt ólögmætt, fyrst af umboðsmanni Alþingis og að endingu í Hæstarétti. Ráðherrar, jafnvel þeir með „réttlátt“ pólitískt nef, hafa ekki leyfi til að fara út fyrir þær valdheimildir sem bókstafur laganna kveður á um. Þá vernd hefur borgarinn gegn misnotkun valds þeirra. Stjórnendur fyrirtækja skulu gæta hagsmuna fyrirtækisins að viðlagðri ábyrgð eins og nýlegir dómar á hendur bankastjórum föllnu bankana hafa sýnt. Í þessu tilfelli ber þeim að sækja bætur hafi ólöglegar ákvarðanir ráðherra skaðað fyrirtækið. Málsókn á hendur stjórnvöldum er eina leiðin sem þeim er fær að lögum eða þá hitt, að gera ekki neitt og benda á mistökin, og finna sameiginlega leið til að lagfæra þessi mistök. Stjórnvöld eiga að viðurkenna mistökin við gjörnings ráðherrann sem taldi sitt „réttláta“ pólitíska nef betra en lögin. Við meigum ekki gleyma því að þetta snýst líka um verndun þegnanna gegn misbeitingu valds stjórnvalda. Menn geta býsnast yfir ráðherra eða hrákasmíði á lögum, en vilji þeir af þessu tilefni býsnast yfir kvótakerfinu er þeirra eigin „réttláta“ pólitíska nef að leiða þá á villigötur. Kvótakerfið er gott og hefur reynst frábærlega við að koma á skynsamri og hagsýnni stjórnun veiða en núna eru bæði einstök fyrirtæki og stjórnvöld að skaða heildarhagsmuni landsins. Það er auðvitað skrítið að útgerðir geti sótt bætur til ríkisins fyrir að hafa ekki fengið afhenta eign frá ríkinu þó svo að lögin kveði á um slíkt. En lögin eru mannanna verk eins og annað og sameiginleg auðlind er afhent útgerðum til nýtingar þannig að heildarhagsmunum sé sem best borgið. Einstaka útgerðir hugsa eðlilega um eigin hag og þess vegna þarf utanaðkomandi stjórnvald að koma með reglur um nýtinguna einsog áður sagði. Þannig færir ríkið útgerðum verðmæti en ekki rétt til skaðabóta ef þeir fá ekki veiðiréttinn. En svo er hitt ef ríkið veldur fyrirtækjum skaða þá eðlilega á það að greiða skaðabætur. Þetta mál þarf að leysa með sátt og það áður en dómstólar þurfa að dæma í málinu aftur. Það er ekki lausn að hluta barnið í tvo hluta með Salómon dómi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar