Olíufélögin mætt minni eftirspurn með því að halda verðinu uppi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2020 12:08 Lækkun heimsmarkaðsverð ætti að skila sér í auknum mæi til neytenda að mati framkvæmdastjóra FÍB. Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Álagning olíufélaganna sé að jafnaði um 16 krónum meiri í dag en hún var í upphafi árs, með teknu tilliti til veikingar krónunnar, og hefur olíuverðslækkunin verið um tvöfalt meiri í Danmörku á síðustu vikum en hér á landi - þó svo að hærri skattar séu innheimtir þar af eldsneyti. Það sé „sjálfsögð krafa“ að Íslendingar lifi við sömu markaðslögmál og nágrannalöndin. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra í ein 18 ár. Eftirspurn eftir olíu hefur hrunið, bæði vegna ferðatakmarkana, samkomu- og útgöngubanns sem mörg ríki hafa beitt til að hefta útbreiðslu veirunnar og efnahagslegra áhrif aðgerðanna. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að þessi staða hafi skilað sér í verðlækkunum á eldsneyti um allan heim - Íslandi þar með töldu. Þannig hafi lítrinn lækkað hjá íslensku olíufélögunum um 18 krónu í marsmánuði. Þessi lækkun ætti þó að vera meiri að mati Runólfs. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þannig hafi álagning íslenskra olíufélaga aukist á síðustu mánuðum, nánar tiltekið um 16 krónur á lítra frá upphafi árs með teknu tilliti til veikingar krónunnar á sama tíma. „Það er skýrt dæmi um það hvernig menn eru á bremsunni við að skila verðlækkuninni til neytenda,“ segir Runólfur. Hann áætlar að tregða við verðlækkunin skýrist af því óvissuástandi sem nú er uppi í efnahagsmálum. Þá hefur akstur á Íslandi dregist saman um fimmtung frá því að samkomubanni var komið á um miðjan mars. Runólfi þykir hins vegar öfugsnúið að olíufélögin skuli ekki lækka verðið þegar eftirspurnin minnkar - það sé það sem aðrir kaupmenn hafi þurft að gera nú þegar kreppir að. „Hvernig eru að kaupmenn að bregðast við samdrætti? Þeir eru með tilboð,“ segir Runólfur og bætir við að olíufélögin virðist hins vegar ætla að fara þveröfuga leið: Halda uppi hærra verði vegna minnkandi sölu. Sjá einnig: Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Runólfur segir þannig að olíuverðið hafi lækkað að jafnaði um 36 krónur í Danmörku, á sama tíma og það hafi lækkað um 18 krónur hér. Engu að síður séu skattar á eldsneyti hærri í Danmörku en á Íslandi. Aðspurður um hvað hann telji að eðlilegt eldsneytisverð á Íslandi ætti að vera bendir Runólfur á bensínstöðvarnar sem næstar eru Costco í Kauptúni. Þar kosti lítrinn af bensíni og dísel að jafnaði um 188 krónur og segir Runólfur fátt því til fyrirstöðu að bjóða megi það verð um land allt. Íslendingar greiði nú þegar flutningsjöfnunargjald, skatt sem ætlað er að jafna vöruverð um land allt. Víða kosti lítrinn hins vegar 218 krónur, sem er um 30 krónum meira en á stöðvunum sem næstar eru Costco. Fyrir fjölskyldur sem kaupa um 2000 lítra af eldsneyti á ári þýði það 60 þúsund króna aukakostnaður. Eldsneytisverð smitar jafnframt út frá sér í aðra anga íslensk þjóðlífs, hefur áhrif á verðbólgu og því ættu Íslendingar að vera vakandi fyrir því að ekki sé okrað á þessari „nauðsynjavöru“ að sögn Runólfs. Spjall hans við Bítið má nálgast í heild sinni hér. Bensín og olía Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslensku olíufélögin standa á bremsunni þegar kemur að því að skila lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu til neytenda að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Álagning olíufélaganna sé að jafnaði um 16 krónum meiri í dag en hún var í upphafi árs, með teknu tilliti til veikingar krónunnar, og hefur olíuverðslækkunin verið um tvöfalt meiri í Danmörku á síðustu vikum en hér á landi - þó svo að hærri skattar séu innheimtir þar af eldsneyti. Það sé „sjálfsögð krafa“ að Íslendingar lifi við sömu markaðslögmál og nágrannalöndin. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra í ein 18 ár. Eftirspurn eftir olíu hefur hrunið, bæði vegna ferðatakmarkana, samkomu- og útgöngubanns sem mörg ríki hafa beitt til að hefta útbreiðslu veirunnar og efnahagslegra áhrif aðgerðanna. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að þessi staða hafi skilað sér í verðlækkunum á eldsneyti um allan heim - Íslandi þar með töldu. Þannig hafi lítrinn lækkað hjá íslensku olíufélögunum um 18 krónu í marsmánuði. Þessi lækkun ætti þó að vera meiri að mati Runólfs. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur Þannig hafi álagning íslenskra olíufélaga aukist á síðustu mánuðum, nánar tiltekið um 16 krónur á lítra frá upphafi árs með teknu tilliti til veikingar krónunnar á sama tíma. „Það er skýrt dæmi um það hvernig menn eru á bremsunni við að skila verðlækkuninni til neytenda,“ segir Runólfur. Hann áætlar að tregða við verðlækkunin skýrist af því óvissuástandi sem nú er uppi í efnahagsmálum. Þá hefur akstur á Íslandi dregist saman um fimmtung frá því að samkomubanni var komið á um miðjan mars. Runólfi þykir hins vegar öfugsnúið að olíufélögin skuli ekki lækka verðið þegar eftirspurnin minnkar - það sé það sem aðrir kaupmenn hafi þurft að gera nú þegar kreppir að. „Hvernig eru að kaupmenn að bregðast við samdrætti? Þeir eru með tilboð,“ segir Runólfur og bætir við að olíufélögin virðist hins vegar ætla að fara þveröfuga leið: Halda uppi hærra verði vegna minnkandi sölu. Sjá einnig: Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Runólfur segir þannig að olíuverðið hafi lækkað að jafnaði um 36 krónur í Danmörku, á sama tíma og það hafi lækkað um 18 krónur hér. Engu að síður séu skattar á eldsneyti hærri í Danmörku en á Íslandi. Aðspurður um hvað hann telji að eðlilegt eldsneytisverð á Íslandi ætti að vera bendir Runólfur á bensínstöðvarnar sem næstar eru Costco í Kauptúni. Þar kosti lítrinn af bensíni og dísel að jafnaði um 188 krónur og segir Runólfur fátt því til fyrirstöðu að bjóða megi það verð um land allt. Íslendingar greiði nú þegar flutningsjöfnunargjald, skatt sem ætlað er að jafna vöruverð um land allt. Víða kosti lítrinn hins vegar 218 krónur, sem er um 30 krónum meira en á stöðvunum sem næstar eru Costco. Fyrir fjölskyldur sem kaupa um 2000 lítra af eldsneyti á ári þýði það 60 þúsund króna aukakostnaður. Eldsneytisverð smitar jafnframt út frá sér í aðra anga íslensk þjóðlífs, hefur áhrif á verðbólgu og því ættu Íslendingar að vera vakandi fyrir því að ekki sé okrað á þessari „nauðsynjavöru“ að sögn Runólfs. Spjall hans við Bítið má nálgast í heild sinni hér.
Bensín og olía Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg. 2. apríl 2020 11:14