Guðmundur um Guðjón Val: „Einn merkasti íþróttamaður Íslendinga frá upphafi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 11:45 Guðmundur og Guðjón Valur störfuðu lengi saman hjá landsliðinu sem og Rhein-Neckar Löwen. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn merkasti íþróttamaður sögunnar hér á landi. Hann segir að það „sé svo margt gott hægt að segja um þennan mann.“ Guðjón Valur tilkynnti það í gær að skórnir væru komnir upp í hillu en eftir það hafa margir af fremstu handboltamönnum óskað Guðjóni til hamingju með glæsilegan feril. Guðmundur var gestur í Sportinu í dag í gær þar sem að sjálfsögðu var til umræðu ákvörðun Guðjóns. „Hann er einn merkasti íþróttamaður Íslendinga frá upphafi að mínu mati. Það dugar að fara og skoða ferilinn hans. Hvar hann hefur verið, hvað hann hefur unnið og hann er búinn að spila með bestu félagsliðum heims,“ sagði Guðmundur og hélt áfram: „Hann hefur orðið meistari með bestu félagsliðum heims. Löwen er eitt af þeim liðum, Barcelona, Kiel, AG Köbenhavn og svo þessi frábæri landsliðsferilinn sem spanar sirka tuttugu ár. Það er ekkert smá dæmi. Hann er búinn að vera fyrirliði landsliðsins, spila lykilhlutverk í landsliðinu áratugum saman. Þetta er stórkostlegur íþróttamaður og gríðarleg fyrirmynd.“ Guðmundur segir einnig að sú gríðarlega elja sem Guðjón hefur sýnt sé það sem situr eftir. „Það er líka það sem situr í manni. Hann var ósérhlífinn. Hann var fyrstur á æfingar og seinastur af æfingu. Hann var sjálf gagnrýninn og þessi færni og geta og leiðtogahlutverk. Það er svo margt gott hægt að segja um þennan mann,“ sagði Guðmundur. Hluta af umræðunni um Guðjón Val má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Gummi um Guðjón Val Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Handbolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn merkasti íþróttamaður sögunnar hér á landi. Hann segir að það „sé svo margt gott hægt að segja um þennan mann.“ Guðjón Valur tilkynnti það í gær að skórnir væru komnir upp í hillu en eftir það hafa margir af fremstu handboltamönnum óskað Guðjóni til hamingju með glæsilegan feril. Guðmundur var gestur í Sportinu í dag í gær þar sem að sjálfsögðu var til umræðu ákvörðun Guðjóns. „Hann er einn merkasti íþróttamaður Íslendinga frá upphafi að mínu mati. Það dugar að fara og skoða ferilinn hans. Hvar hann hefur verið, hvað hann hefur unnið og hann er búinn að spila með bestu félagsliðum heims,“ sagði Guðmundur og hélt áfram: „Hann hefur orðið meistari með bestu félagsliðum heims. Löwen er eitt af þeim liðum, Barcelona, Kiel, AG Köbenhavn og svo þessi frábæri landsliðsferilinn sem spanar sirka tuttugu ár. Það er ekkert smá dæmi. Hann er búinn að vera fyrirliði landsliðsins, spila lykilhlutverk í landsliðinu áratugum saman. Þetta er stórkostlegur íþróttamaður og gríðarleg fyrirmynd.“ Guðmundur segir einnig að sú gríðarlega elja sem Guðjón hefur sýnt sé það sem situr eftir. „Það er líka það sem situr í manni. Hann var ósérhlífinn. Hann var fyrstur á æfingar og seinastur af æfingu. Hann var sjálf gagnrýninn og þessi færni og geta og leiðtogahlutverk. Það er svo margt gott hægt að segja um þennan mann,“ sagði Guðmundur. Hluta af umræðunni um Guðjón Val má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Gummi um Guðjón Val Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Handbolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Sjá meira