Næsta skref í þágu framtíðar Snæfríður Jónsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:30 Viðskiptaþing var haldið nú á dögunum þar sem fjallað var að miklu leyti um hvernig fyrirtæki gætu orðið meira samfélagslega ábyrg, meðal annars í tengslum við stjórnarhætti, félagslega þætti, umhverfissjónarmið og jafnrétti kynjanna. Þingið sátu æðstu leiðtogar landsins, stjórnendur og fólk í áhrifastöðum innan atvinnulífsins. Fráfarandi formaður Viðskiptaráðs Íslands fór yfir stöðuna hérlendis og tók sérstaklega fram að enn væri tækifæri til að gera betur. Að loknu erindi sínu bað hún fólk um að standa upp ef það ætlaði sér að vera hluti af lausninni. Það var ánægjulegt að sjá allan salinn í heild sinni standa upp og segjast ætla sér það. Ég hlakka til að sjá þau taka af skarið enda er það allra hagur að fleiri fyrirtæki láti verkin tala en líti ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem eitthvað sem tikkar í rétta boxið út á við. Kröfur almennings um að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg hafa líklega aldrei verið meiri en í dag. Með hverri kynslóð skiptir sífellt meira máli að fyrirtæki og stofnanir leggi sitt af mörkum og taki nauðsynleg skref í átt að betri heimi. Samfélagsleg ábyrgð er talin vera eitt af því sem gerir fyrirtæki samkeppnishæf og hefur bein áhrif á fjárhagslegan hagnað þeirra. Stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu setja samfélagsleg málefni á dagskrá hjá sér og innleiða stefnur í átt að meiri ábyrgð, til dæmis í tengslum við aukið jafnrétti kynjanna, aðgerðir í umhverfismálum eða styrki til menningar og lista. Vilji og loforð fyrirtækja um meiri ábyrgð er til staðar en hvaða merkingu hafa þau? Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki segist vera samfélagslega ábyrg birtast þau orð mér oft sem innantómt skraut sem er dregið fram við sérstök tilefni. Ég hef mætt í ófáar heimsóknir hjá fyrirtækjum sem sýna gestum hinar og þessar vottanir, segja með stolti að margir starfsmenn hjóli í vinnuna til að vera umhverfisvænir og monta sig af því að hafa næstum því jafnt hlutfall karla og kvenna á vinnustað sínum. Í sömu heimsóknum er grænkeramatur af skornum skammti og engar ruslatunnur fyrir plastglösin. Allir æðstu stjórnendur þessa fyrirtækja eru karlar og fjölbreytileiki lítill sem enginn. Alltof oft heyrum við að „konur sæki ekki um“. Er það þess vegna sem að allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru hvítir karlar? Eða er það jafnvel vegna þess að við sem samfélag erum raunverulega ekki tilbúin til að skapa pláss fyrir konur? Við heyrum einnig „við viljum alveg vera umhverfisvæn en það tekur bara svo mikinn tíma“. Tekur það í raun og veru svo mikinn tíma að berjast gegn loftslagsvánni með raunverulegum aðgerðum eða erum við bara of hrædd við að taka ákvarðanir og gera það sem þarf til? Að sjálfsögðu eru mörg fyrirtæki sem sýna vilja í verki, svo sem banki sem setur sér stefnu um að hætta að eiga viðskipti við fjölmiðla þar sem hallar á konur eða matvöruverslun sem hefur tekið ákvörðun um að sporna gegn matarsóun og vinna gegn plasti. Ég finn fyrir von þegar eitt hinna skráðu fyrirtækja í Kauphöllinni vinnur markvisst að því að ná fram raunverulegu jafnrétti kynjanna með því að halda jöfnu hlutfalli karla og kvenna í framkvæmdastjórn og hafa konu sem stjórnarformann félagsins. Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 7. mars næst komandi þar sem þemað verður samfélagsleg ábyrgð. Á ráðstefnunni viljum við vekja athygli á hvað felst í samfélagslegri ábyrgð, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Ráðstefnan er ekki aðeins tileinkuð núverandi stjórnendum og leiðtogum sem hafa völd til að breyta til góðs og framkvæma róttækar aðgerðir heldur er hún einnig tileinkuð öllum þeim ungu konum sem vilja og munu hafa áhrif í okkar samfélagi. Höfum áhrif og tökum ábyrgð. Stígum saman næsta skref í þágu framtíðar. Höfundur er formaður UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Viðskiptaþing var haldið nú á dögunum þar sem fjallað var að miklu leyti um hvernig fyrirtæki gætu orðið meira samfélagslega ábyrg, meðal annars í tengslum við stjórnarhætti, félagslega þætti, umhverfissjónarmið og jafnrétti kynjanna. Þingið sátu æðstu leiðtogar landsins, stjórnendur og fólk í áhrifastöðum innan atvinnulífsins. Fráfarandi formaður Viðskiptaráðs Íslands fór yfir stöðuna hérlendis og tók sérstaklega fram að enn væri tækifæri til að gera betur. Að loknu erindi sínu bað hún fólk um að standa upp ef það ætlaði sér að vera hluti af lausninni. Það var ánægjulegt að sjá allan salinn í heild sinni standa upp og segjast ætla sér það. Ég hlakka til að sjá þau taka af skarið enda er það allra hagur að fleiri fyrirtæki láti verkin tala en líti ekki einungis á samfélagslega ábyrgð sem eitthvað sem tikkar í rétta boxið út á við. Kröfur almennings um að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg hafa líklega aldrei verið meiri en í dag. Með hverri kynslóð skiptir sífellt meira máli að fyrirtæki og stofnanir leggi sitt af mörkum og taki nauðsynleg skref í átt að betri heimi. Samfélagsleg ábyrgð er talin vera eitt af því sem gerir fyrirtæki samkeppnishæf og hefur bein áhrif á fjárhagslegan hagnað þeirra. Stjórnendur og leiðtogar í atvinnulífinu setja samfélagsleg málefni á dagskrá hjá sér og innleiða stefnur í átt að meiri ábyrgð, til dæmis í tengslum við aukið jafnrétti kynjanna, aðgerðir í umhverfismálum eða styrki til menningar og lista. Vilji og loforð fyrirtækja um meiri ábyrgð er til staðar en hvaða merkingu hafa þau? Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki segist vera samfélagslega ábyrg birtast þau orð mér oft sem innantómt skraut sem er dregið fram við sérstök tilefni. Ég hef mætt í ófáar heimsóknir hjá fyrirtækjum sem sýna gestum hinar og þessar vottanir, segja með stolti að margir starfsmenn hjóli í vinnuna til að vera umhverfisvænir og monta sig af því að hafa næstum því jafnt hlutfall karla og kvenna á vinnustað sínum. Í sömu heimsóknum er grænkeramatur af skornum skammti og engar ruslatunnur fyrir plastglösin. Allir æðstu stjórnendur þessa fyrirtækja eru karlar og fjölbreytileiki lítill sem enginn. Alltof oft heyrum við að „konur sæki ekki um“. Er það þess vegna sem að allir stjórnendur fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru hvítir karlar? Eða er það jafnvel vegna þess að við sem samfélag erum raunverulega ekki tilbúin til að skapa pláss fyrir konur? Við heyrum einnig „við viljum alveg vera umhverfisvæn en það tekur bara svo mikinn tíma“. Tekur það í raun og veru svo mikinn tíma að berjast gegn loftslagsvánni með raunverulegum aðgerðum eða erum við bara of hrædd við að taka ákvarðanir og gera það sem þarf til? Að sjálfsögðu eru mörg fyrirtæki sem sýna vilja í verki, svo sem banki sem setur sér stefnu um að hætta að eiga viðskipti við fjölmiðla þar sem hallar á konur eða matvöruverslun sem hefur tekið ákvörðun um að sporna gegn matarsóun og vinna gegn plasti. Ég finn fyrir von þegar eitt hinna skráðu fyrirtækja í Kauphöllinni vinnur markvisst að því að ná fram raunverulegu jafnrétti kynjanna með því að halda jöfnu hlutfalli karla og kvenna í framkvæmdastjórn og hafa konu sem stjórnarformann félagsins. Ungar athafnakonur halda ráðstefnu þann 7. mars næst komandi þar sem þemað verður samfélagsleg ábyrgð. Á ráðstefnunni viljum við vekja athygli á hvað felst í samfélagslegri ábyrgð, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Ráðstefnan er ekki aðeins tileinkuð núverandi stjórnendum og leiðtogum sem hafa völd til að breyta til góðs og framkvæma róttækar aðgerðir heldur er hún einnig tileinkuð öllum þeim ungu konum sem vilja og munu hafa áhrif í okkar samfélagi. Höfum áhrif og tökum ábyrgð. Stígum saman næsta skref í þágu framtíðar. Höfundur er formaður UAK.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun