Umdeilt ferðamannaþorp háð umhverfismati þvert á fyrri niðurstöðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2021 11:41 Kynningarmynd sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu. Umdeilt ferðamannaþorp sem malasíski fjárfestirinn Loo Eng Wah hyggst reisa á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra er háð umhverfismati. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellt hefur úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að uppbyggingin sé ekki háð umhverfismati. Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu Loo og félaga sem hann er í forsvari fyrir á svæðinu. Nágrannar hans voru í fyrstu ósáttir við hjólhýsi sem sett voru upp á tjaldsvæð í eigu félagsins. Hjólhýsin voru að lokum fjarlægð og hugmyndir kynntar í staðinn um að reisa lítil hús á svæðinu. Lítil gistihýsi með áföstum kúluhúsum Ráðgert var að byggja 800 fermetra þjónustuhús með verslun, veitingastað og móttöku fyrir gesti. Þá var einnig gert ráð fyrir að byggja allt að 45 gistihýsi á einni hæð, 30 allt að 60 fermetra að stærð og fimmtán allt að 20 fermetra að stærð. Að auki var fyrirhugað að byggja við hvert gisthýsi svokallað kúluhús, að hámarki 30 fermetra. Alls var gert ráð fyrir að hægt væri að hýsa 180 gesti í húsunum. Sumarhúsa- og landeigendur í grennd við Leyni voru ekki sáttir við þessar hugmyndir, ekki síst með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Töldu samtökin að ljóst væri að umræddri starfsemi myndi fylgja stórfelld losun á skólpvatni, sem gæti mengað grunnvatn á svæðinu og þaðan borist í vatnsból. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í vor að áformin væru ekki háð umhverfismati. Samtök sumarhúsa- og landeigenda kærðu þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem komst að niðurstöðu í málinu skömmu fyrir jól. Telja fráveitumálin óljós Þar segir að ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi verið háð slíkum annmörkum að ekki verði hjá því komist að ógilda ákvörðunina. Í úrskurði nefndarinnar segir að áform framkvæmdaraðilans varðandi fráveitu hafi frá upphafi verið óljós. Það hafi verið hans fyrsta val að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli. Síðar hafi hann þó tekið fram að leyfðu aðstæður ekki það fyrirkomulag fráveitu sem hann kysi yrði notað hefðbundið hreinsivirki. Ekki nægjanlega upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki fáist séð að Skipulagsstofnun hafi heimfært áætlanir framkvæmdaraðila upp á staðhætti, hvor leiðin sem yrði farin í fráveitumálum. Í engu hafi verið vikið að undirlagi jarðvegs á svæðinu. Hafi þó verið tilefni til þegar litið sé til þess að fyrsta val framkvæmdaraðila hafi verið að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli, þótt framkvæmdasvæðið sé landbúnaðarland sem hvíli á 2-5 metra djúpum jarðvegi ofan á leku hrauni á brotabelti þar sem kortlagðar hafa verið jarðskjálftasprungur. Því telji nefndin að Skipulagsstofnun hafi ekki séð til þess að nægjanlega væri upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif. Sérstaklega þegar haft sé í huga að grunnvatn sem mengast vegna ófullnægjandi fráveitu spillist um fyrirsjáanlega framtíð en nefndin bendir á að umhverfisáhrif teljist umtalsverð ef um sé að ræða „veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.“ Var ákvörðun Skipulagsstofnunar því úrskurðuð ógild. Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. 21. nóvember 2019 06:51 Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem fellt hefur úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að uppbyggingin sé ekki háð umhverfismati. Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu Loo og félaga sem hann er í forsvari fyrir á svæðinu. Nágrannar hans voru í fyrstu ósáttir við hjólhýsi sem sett voru upp á tjaldsvæð í eigu félagsins. Hjólhýsin voru að lokum fjarlægð og hugmyndir kynntar í staðinn um að reisa lítil hús á svæðinu. Lítil gistihýsi með áföstum kúluhúsum Ráðgert var að byggja 800 fermetra þjónustuhús með verslun, veitingastað og móttöku fyrir gesti. Þá var einnig gert ráð fyrir að byggja allt að 45 gistihýsi á einni hæð, 30 allt að 60 fermetra að stærð og fimmtán allt að 20 fermetra að stærð. Að auki var fyrirhugað að byggja við hvert gisthýsi svokallað kúluhús, að hámarki 30 fermetra. Alls var gert ráð fyrir að hægt væri að hýsa 180 gesti í húsunum. Sumarhúsa- og landeigendur í grennd við Leyni voru ekki sáttir við þessar hugmyndir, ekki síst með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Töldu samtökin að ljóst væri að umræddri starfsemi myndi fylgja stórfelld losun á skólpvatni, sem gæti mengað grunnvatn á svæðinu og þaðan borist í vatnsból. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í vor að áformin væru ekki háð umhverfismati. Samtök sumarhúsa- og landeigenda kærðu þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem komst að niðurstöðu í málinu skömmu fyrir jól. Telja fráveitumálin óljós Þar segir að ákvörðun Skipulagsstofnunar hafi verið háð slíkum annmörkum að ekki verði hjá því komist að ógilda ákvörðunina. Í úrskurði nefndarinnar segir að áform framkvæmdaraðilans varðandi fráveitu hafi frá upphafi verið óljós. Það hafi verið hans fyrsta val að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli. Síðar hafi hann þó tekið fram að leyfðu aðstæður ekki það fyrirkomulag fráveitu sem hann kysi yrði notað hefðbundið hreinsivirki. Ekki nægjanlega upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif Í úrskurði nefndarinnar segir að ekki fáist séð að Skipulagsstofnun hafi heimfært áætlanir framkvæmdaraðila upp á staðhætti, hvor leiðin sem yrði farin í fráveitumálum. Í engu hafi verið vikið að undirlagi jarðvegs á svæðinu. Hafi þó verið tilefni til þegar litið sé til þess að fyrsta val framkvæmdaraðila hafi verið að koma fyrir náttúrulegri jarðvegshreinsun á frárennsli, þótt framkvæmdasvæðið sé landbúnaðarland sem hvíli á 2-5 metra djúpum jarðvegi ofan á leku hrauni á brotabelti þar sem kortlagðar hafa verið jarðskjálftasprungur. Því telji nefndin að Skipulagsstofnun hafi ekki séð til þess að nægjanlega væri upplýst að ekki yrðu af framkvæmdinni umtalsverð umhverfisáhrif. Sérstaklega þegar haft sé í huga að grunnvatn sem mengast vegna ófullnægjandi fráveitu spillist um fyrirsjáanlega framtíð en nefndin bendir á að umhverfisáhrif teljist umtalsverð ef um sé að ræða „veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.“ Var ákvörðun Skipulagsstofnunar því úrskurðuð ógild.
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. 21. nóvember 2019 06:51 Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. 21. nóvember 2019 06:51
Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30
Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00