Nýliðinn tryggði Boston sigur á silfurliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 08:00 Leikmenn Boston Celtics fagna Payton Pritchard eftir að hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Miami Heat. getty/Michael Reaves Nýliðinn Payton Pritchard tryggði Boston Celtics sigur á Miami Heat, 105-107, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 0,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Payton Pritchard puts it back with 0.2 seconds left to win it for the Celtics. pic.twitter.com/9SejHcrMlT— NBA (@NBA) January 7, 2021 Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar. Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 27 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig fyrir Miami. Flórídaliðið komst alla leið í úrslit á síðasta tímabili en hefur farið rólega af stað í vetur og hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sjö leikjum sínum. Sextíu stig Bradleys Beal dugðu Washington Wizards ekki til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Lokatölur 141-136, Philadelphia í vil. Beal jafnaði félagsmet Washington með stigunum sextíu. Hann skoraði 57 stig í fyrstu þremur leikhlutunum en aðeins þrjú í 4. leikhluta. The best buckets from @RealDealBeal23's career-high 60-point night. pic.twitter.com/3l1obVJVhh— NBA (@NBA) January 7, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 38 stig. Liðið er með besta árangurinn í NBA það sem af er tímabili; sjö sigra og eitt tap. All-around performance from @JoelEmbiid as the @sixers win their 5th-straight game.38 PTS | 8 REB | 5 AST | 3 STL | 3 BLK pic.twitter.com/8EDPhi4HEJ— NBA (@NBA) January 7, 2021 Los Angeles Clippers sigraði Golden State Warriors, 101-108, á útivelli. Kawhi Leonard og Paul George skoruðu 21 stig hvor fyrir Clippers sem er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hafði hægt um sig hjá Golden State og skoraði aðeins þrettán stig. Phoenix Suns komst á topp Vesturdeildarinnar með sigri á Toronto Raptors, 123-115, á heimavelli. Devin Booker skoraði 24 stig í jöfnu liði Phoenix sem hefur unnið sex af fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu. Allt gengur hins vegar á afturfótunum hjá Toronto sem hefur aðeins unnið einn leik það sem af er vetri. Úrslitin í nótt Miami 105-107 Boston Philadelphia 141-136 Washington Golden State 101-108 LA Clippers Phoenix 123-115 Toronto Indiana 114-107 Houston Orlando 105-94 Cleveland Atlanta 94-102 Charlotte NY Knicks 112-100 Utah Milwaukee 130-115 Detroit New Orleans 110-111 Oklahoma Sacramento 128-124 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira
Payton Pritchard puts it back with 0.2 seconds left to win it for the Celtics. pic.twitter.com/9SejHcrMlT— NBA (@NBA) January 7, 2021 Þetta var þriðji sigur Boston í röð en liðið er í 4. sæti Austurdeildarinnar. Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 27 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig fyrir Miami. Flórídaliðið komst alla leið í úrslit á síðasta tímabili en hefur farið rólega af stað í vetur og hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu sjö leikjum sínum. Sextíu stig Bradleys Beal dugðu Washington Wizards ekki til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Lokatölur 141-136, Philadelphia í vil. Beal jafnaði félagsmet Washington með stigunum sextíu. Hann skoraði 57 stig í fyrstu þremur leikhlutunum en aðeins þrjú í 4. leikhluta. The best buckets from @RealDealBeal23's career-high 60-point night. pic.twitter.com/3l1obVJVhh— NBA (@NBA) January 7, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 38 stig. Liðið er með besta árangurinn í NBA það sem af er tímabili; sjö sigra og eitt tap. All-around performance from @JoelEmbiid as the @sixers win their 5th-straight game.38 PTS | 8 REB | 5 AST | 3 STL | 3 BLK pic.twitter.com/8EDPhi4HEJ— NBA (@NBA) January 7, 2021 Los Angeles Clippers sigraði Golden State Warriors, 101-108, á útivelli. Kawhi Leonard og Paul George skoruðu 21 stig hvor fyrir Clippers sem er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Stephen Curry hafði hægt um sig hjá Golden State og skoraði aðeins þrettán stig. Phoenix Suns komst á topp Vesturdeildarinnar með sigri á Toronto Raptors, 123-115, á heimavelli. Devin Booker skoraði 24 stig í jöfnu liði Phoenix sem hefur unnið sex af fyrstu átta leikjum sínum á tímabilinu. Allt gengur hins vegar á afturfótunum hjá Toronto sem hefur aðeins unnið einn leik það sem af er vetri. Úrslitin í nótt Miami 105-107 Boston Philadelphia 141-136 Washington Golden State 101-108 LA Clippers Phoenix 123-115 Toronto Indiana 114-107 Houston Orlando 105-94 Cleveland Atlanta 94-102 Charlotte NY Knicks 112-100 Utah Milwaukee 130-115 Detroit New Orleans 110-111 Oklahoma Sacramento 128-124 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Miami 105-107 Boston Philadelphia 141-136 Washington Golden State 101-108 LA Clippers Phoenix 123-115 Toronto Indiana 114-107 Houston Orlando 105-94 Cleveland Atlanta 94-102 Charlotte NY Knicks 112-100 Utah Milwaukee 130-115 Detroit New Orleans 110-111 Oklahoma Sacramento 128-124 Chicago
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Sjá meira