Lífið

„Var kallaður aumingi, dreptu þig og skjóttu þig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sævar Helgi á góðri stundu í sumar. 
Sævar Helgi á góðri stundu í sumar.  Vísir/baldur

Sævar Helgi Bragason betur þekktur sem Stjörnu Sævar er mikill stjörnusérfræðingur.

Hann hefur ótrúlegan áhuga á alheiminum og er mikill náttúruverndarsinni. Sævar Helgi ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpi þess síðarnefnda.

Sævar er faðir og á von á öðru barni með sambýliskonu sinni.

Hann hefur sterka skoðun á flugeldum og að við Íslendingar skjótum upp gríðarlega marga slíkar sprengjur á gamlárskvöld á hverju ári með þeim afleiðingum að mengunin á höfuðborgarsvæðinu er með því mesta í heiminum það kvöld.

Sævari var hreinlega úthúðað á sínum tíma á samfélagsmiðlum þegar hann sagði sína skoðun á flugeldum.

„Ég lærði það hvernig það er þegar fólk talar mjög illa um mann. Var kallaður aumingi, dreptu þig og skjóttu þig aumingi og hoppaðu upp í rassgatið á þér fíflið þitt og drullaðu þér eitthvað annað. Mér er alveg sama þegar fólk segir svona og hafði enginn sérstök áhrif á mig en þetta hafði hinsvegar meiri áhrif á ástvini manns eins og kærustu og foreldrar manns,“ segir Sævar og heldur áfram.

„Fólk sem er að drulla yfir aðra á internetinu þarf að hugsa aðeins lengra. Einstaklingurinn sjálfur tekur því kannski ekki mjög nærri sér en fólk í kringum manneskjuna tekur því jafnvel mjög nærri sér.“

Sævar er eftir allt bjartsýnn að við náum að bjarga heiminum og snúa þróuninni við.

Hér að neðan má hlusta á brot úr þætti Snæbjörns.

Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sævar Helgi

Og hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.