BÍ telur lokaða dagskrá Stöðvar 2 „lægsta punkt í samtímasögu íslenskrar fjölmiðlunar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 17:45 Kvödfréttatími Stöðvar 2 verður frá og með mánudeginum 18. janúar í lokaðri dagskrá. Vísir „Það verða straumhvörf í íslenskri fjölmiðlasögu þegar fréttir Stöðvar 2 hætta að vera í opinni dagskrá núna í janúar eftir 34 ára nánast samfellda starfsemi. Það eru tímamót þegar fréttir Stöðvar 2, til að mynda af náttúruhamförunum á Seyðisfirði fyrir fáum vikum síðan, verða fyrir áskrifendur eingöngu en ekki fyrir allan almenning þessa lands.“ Svona hefst ályktun Blaðamannafélags Íslands, BÍ, vegna fyrirhugaðra breytinga á kvöldfréttum Stöðvar 2. Tilkynnt var fyrr í vikunni að Sýn hafi ákveðið að frá og með 18. janúar næstkomandi verði kvöldfréttir Stöðvar 2 í lokaðri dagskrá og aðeins aðgengilegar áskrifendum. Blaðamannafélagið segir það þungt áfall fyrir íslenska samfélagsumræðu og áfellisdóm yfir þeim rekstrarskilyrðum sem fyrirtækjum hefur verið búin á markaði. „Þegar ljósvakinn var frelsaður úr viðjum einokunar árið 1985 var það upphafið að mesta blómatíma í sögu íslenskrar fjölmiðlunar og undirstaða framfara í íslensku samfélagi á svo ótal mörgum sviðum. Núna þegar útsendingar frétta Stöðvar 2 læsast öðrum en áskrifendum er það táknrænn lægsti punktur í samtímasögu íslenskrar fjölmiðlunar og segir ömurlega sögu um stöðuna á þessum markaði,“ segir í ályktun BÍ. Fram kemur í ályktuninni að samkeppniseftirlitið hafi ítrekað vakið athygli á óeðlilegum skilyrðum sem löggjafinn hafi ákveðið að búa fyrirtækjum á ljósvakamarkaði og bendir á þá ákvörðun sem gerð var árið 2008 um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Í ályktun samkeppniseftirlitsins kom meðal annars fram að rekja mætti erfiða stöðu keppinauta RÚV á auglýsingamarkaði „til þeirra ósanngjörnu samkeppnisaðstæðna sem ríkja á umræddum markaði og stafa af lögunum um RÚV og samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækisins á auglýsingamarkaði.“ Það sé einnig „veigamikil ástæða þess að ekki eru fleiri öflugar sjónvarpsstöðvar hér á landi en raun ber vitni.“ Í ályktun BÍ segir einnig að með lokun fréttatíma Stöðvar 2 minnki samkeppni á ljósvakamarkaði en samkeppni á því sviði, sem öðrum, sé aflviki gæða. Það sé út af fyrir sig þrekvirki að fréttir Stöðvar 2 hafi verið í opinni dagskrá í 34 ár í samkeppnisumhverfinu sem stöðinni hefur verið búin. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. 13. janúar 2021 10:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Svona hefst ályktun Blaðamannafélags Íslands, BÍ, vegna fyrirhugaðra breytinga á kvöldfréttum Stöðvar 2. Tilkynnt var fyrr í vikunni að Sýn hafi ákveðið að frá og með 18. janúar næstkomandi verði kvöldfréttir Stöðvar 2 í lokaðri dagskrá og aðeins aðgengilegar áskrifendum. Blaðamannafélagið segir það þungt áfall fyrir íslenska samfélagsumræðu og áfellisdóm yfir þeim rekstrarskilyrðum sem fyrirtækjum hefur verið búin á markaði. „Þegar ljósvakinn var frelsaður úr viðjum einokunar árið 1985 var það upphafið að mesta blómatíma í sögu íslenskrar fjölmiðlunar og undirstaða framfara í íslensku samfélagi á svo ótal mörgum sviðum. Núna þegar útsendingar frétta Stöðvar 2 læsast öðrum en áskrifendum er það táknrænn lægsti punktur í samtímasögu íslenskrar fjölmiðlunar og segir ömurlega sögu um stöðuna á þessum markaði,“ segir í ályktun BÍ. Fram kemur í ályktuninni að samkeppniseftirlitið hafi ítrekað vakið athygli á óeðlilegum skilyrðum sem löggjafinn hafi ákveðið að búa fyrirtækjum á ljósvakamarkaði og bendir á þá ákvörðun sem gerð var árið 2008 um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Í ályktun samkeppniseftirlitsins kom meðal annars fram að rekja mætti erfiða stöðu keppinauta RÚV á auglýsingamarkaði „til þeirra ósanngjörnu samkeppnisaðstæðna sem ríkja á umræddum markaði og stafa af lögunum um RÚV og samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækisins á auglýsingamarkaði.“ Það sé einnig „veigamikil ástæða þess að ekki eru fleiri öflugar sjónvarpsstöðvar hér á landi en raun ber vitni.“ Í ályktun BÍ segir einnig að með lokun fréttatíma Stöðvar 2 minnki samkeppni á ljósvakamarkaði en samkeppni á því sviði, sem öðrum, sé aflviki gæða. Það sé út af fyrir sig þrekvirki að fréttir Stöðvar 2 hafi verið í opinni dagskrá í 34 ár í samkeppnisumhverfinu sem stöðinni hefur verið búin. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. 13. janúar 2021 10:14 Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. 13. janúar 2021 10:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25