Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 13:38 Biden tekur við embætti forseta næsta miðvikudag. Alex Wong/Getty Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Biden ætli með forsetatilskipun að aflétta ferðabanni Trumps, sem varnaði fjölda fólks frá ríkjum þar sem meirihluti þjóðarinnar eru múslimar inngöngu í Bandaríkin. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma Bandaríkjunum aftur inn í Parísarsáttmálann, loftslagsáttmálaátaki Sameinuðu þjóðanna sem Trump dró Bandaríkin út úr árið 2019. Vill gera mikið á stuttum tíma Breska ríkisútvarpið vísar til minnisblaðs sem sagt er staðfesta þessar fyrirætlanir Bidens. Með forsetatilskipunum ætli hann, strax á fyrstu tíu dögum forsetatíðar sinnar, að vinda ofan af þeim stefnum Trump-stjórnarinnar sem reynst hafa hvað umdeildastar. Þá er Biden einnig sagður ætla að koma á grímuskyldu á almannafæri sem og við ferðalög á milli ríkja. Eins ætli hann að koma í veg fyrir að hægt verði að bera fólk út eða svipta það eigum sínum vegna vanskila, þar sem margir Bandaríkjamenn hafa komið afar illa fjárhagslega út úr kórónuveirufaraldrinum. Biden ætlar þar að auki að leggja frumvarp fyrir Bandaríkjaþing sem á að auka möguleika innflytjenda í landinu til að verða bandarískir ríkisborgarar og annað frumvarp um 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka til að draga úr efnahagsáfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið vestanhafs. Þá hefur Biden sett sér það markmið að búið verði að bólusetja 100 milljónir Bandaríkjamanna á fyrstu 100 dögum hans í embætti, en hann verður svarinn í embætti forseta í Washington-borg að hádegi að staðartíma þann 20. janúar næstkomandi.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57 Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Biden vill bæta í bólusetningar Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. 16. janúar 2021 07:57
Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. 15. janúar 2021 15:26