Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 11:20 Anchan Preelerd var dæmd í 87 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu Taílands með því að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Dómur hennar var helmingaður þar sem hún játaði brot sín. EPA/NARONG SANGNAK Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi. Undanfarna mánuði hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í Taílandi sem hafa að miklu leyti snúist að lýðræðisendurbótum og konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Samhliða því hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa verið dæmdir fyrir að móðga konungsfjölskylduna. Frá því í sumar hafa rúmlega fjörutíu verið ákærðir á grundvelli þessara laga. Niðurfelling þeirra er meðal þess sem mótmælendur hafa krafist. Sjá einnig: Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð AFP fréttaveitan segir að lögunum um konungsfjölskylduna sé ætlað að vernda hana gegn níði, ógnunum og ófrægingu. Þau séu hins vegar reglulega notuð til gegn fólki sem hefur gagnrýnt konungsfjölskylduna. Konan, sem heitir Anchan Preelerd, var handtekin árið 2015 og var hún tengd við stjórnanda hlaðvarps sem hefur lengi verið harður gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar. Anchan var upprunalega í haldi í þrjú ár áður en henni var sleppt gegn tryggingu. Samkvæmt frétt Reuters snúast brot hennar um það að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Í morgun var hún svo sakfelld í 29 ákæruliðum og var hún dæmd til 87 ára fangelsisvistar. Refsing hennar var þó helminguð vegna þess að hún ku hafa játað brot sín og var niðurstaðan 43 ár. Fyrra metið var 35 ára dómur frá 2017. Sérfræðingur sem blaðamaður AFP ræddi við segir mögulegt að dómnum sé ætlað að draga kjarkinn úr tælenskum mótmælendum. Taíland Kóngafólk Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í Taílandi sem hafa að miklu leyti snúist að lýðræðisendurbótum og konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Samhliða því hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa verið dæmdir fyrir að móðga konungsfjölskylduna. Frá því í sumar hafa rúmlega fjörutíu verið ákærðir á grundvelli þessara laga. Niðurfelling þeirra er meðal þess sem mótmælendur hafa krafist. Sjá einnig: Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð AFP fréttaveitan segir að lögunum um konungsfjölskylduna sé ætlað að vernda hana gegn níði, ógnunum og ófrægingu. Þau séu hins vegar reglulega notuð til gegn fólki sem hefur gagnrýnt konungsfjölskylduna. Konan, sem heitir Anchan Preelerd, var handtekin árið 2015 og var hún tengd við stjórnanda hlaðvarps sem hefur lengi verið harður gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar. Anchan var upprunalega í haldi í þrjú ár áður en henni var sleppt gegn tryggingu. Samkvæmt frétt Reuters snúast brot hennar um það að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Í morgun var hún svo sakfelld í 29 ákæruliðum og var hún dæmd til 87 ára fangelsisvistar. Refsing hennar var þó helminguð vegna þess að hún ku hafa játað brot sín og var niðurstaðan 43 ár. Fyrra metið var 35 ára dómur frá 2017. Sérfræðingur sem blaðamaður AFP ræddi við segir mögulegt að dómnum sé ætlað að draga kjarkinn úr tælenskum mótmælendum.
Taíland Kóngafólk Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04
Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35