Takk fyrir traustið! Bjarni Gíslason skrifar 20. janúar 2021 11:30 „Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
„Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun