Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2021 21:02 Albert Sveinsson skipstjóri í brúnni á Víkingi AK við bryggju í Reykjavík í dag. Arnar Halldórsson Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. Fiskiskipið Víkingur kom til Reykjavíkur snemma í morgun frá Vopnafirði en þangað var skipið á leið til löndunar á kolmunna þegar skipstjórinn, Albert Sveinsson, var beðinn um kanna ábendingar frá togurum um loðnu. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Albert því sem hann sá á miðunum. Víkingur kom til Reykjavíkur í morgun eftir siglingu frá Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Og komum fljótlega í loðnu. Þar var mikið að sjá. Þykkar og góðar lóðningar. Og fylgdum þessu norður eftir í 45 sjómílur.“ -Og allsstaðar loðna? „Allsstaðar loðna.“ Öflug fiskleitartæki gerðu skipstjóranum kleift að skanna þrjá kílómetra út frá hvorri hlið. Albert er hins vegar ekki viss um að mæliaðferðir Hafrannsóknastofnunar gefi sömu mynd og hann sá. „Það er nógu mikið af loðnu í mínum huga. En okkur finnst mælingareglurnar ekki vera alveg réttar.“ Og tortryggir breytingar sem gerðar voru fyrir einhverjum árum. „Það þarf að mæla mun meira núna heldur en þurfti hérna áður. En maður vonar það besta.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið er niðurstöðu fiskifræðinga. Loðnunæturnar í porti Hampiðjunnar má sjá fyrir framan stefni Víkings.Arnar Halldórsson Bæði uppsjávarveiðiskip Brims, Venus og Víkingur, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík. Áhafnirnar bíða átekta eftir græna ljósinu frá fiskifræðingum. „Við viljum fara að veiða, allavega fljótlega, svona þegar þetta fer að koma upp á grunnið.“ Í porti Hampiðjunnar á hafnarbakkanum bíður loðnunótin. „Já. Við erum klárir. Það er bara að taka nótina um borð og fara,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK-100. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vopnafjörður Akranes Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Fiskiskipið Víkingur kom til Reykjavíkur snemma í morgun frá Vopnafirði en þangað var skipið á leið til löndunar á kolmunna þegar skipstjórinn, Albert Sveinsson, var beðinn um kanna ábendingar frá togurum um loðnu. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Albert því sem hann sá á miðunum. Víkingur kom til Reykjavíkur í morgun eftir siglingu frá Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Og komum fljótlega í loðnu. Þar var mikið að sjá. Þykkar og góðar lóðningar. Og fylgdum þessu norður eftir í 45 sjómílur.“ -Og allsstaðar loðna? „Allsstaðar loðna.“ Öflug fiskleitartæki gerðu skipstjóranum kleift að skanna þrjá kílómetra út frá hvorri hlið. Albert er hins vegar ekki viss um að mæliaðferðir Hafrannsóknastofnunar gefi sömu mynd og hann sá. „Það er nógu mikið af loðnu í mínum huga. En okkur finnst mælingareglurnar ekki vera alveg réttar.“ Og tortryggir breytingar sem gerðar voru fyrir einhverjum árum. „Það þarf að mæla mun meira núna heldur en þurfti hérna áður. En maður vonar það besta.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið er niðurstöðu fiskifræðinga. Loðnunæturnar í porti Hampiðjunnar má sjá fyrir framan stefni Víkings.Arnar Halldórsson Bæði uppsjávarveiðiskip Brims, Venus og Víkingur, liggja núna í Sundahöfn í Reykjavík. Áhafnirnar bíða átekta eftir græna ljósinu frá fiskifræðingum. „Við viljum fara að veiða, allavega fljótlega, svona þegar þetta fer að koma upp á grunnið.“ Í porti Hampiðjunnar á hafnarbakkanum bíður loðnunótin. „Já. Við erum klárir. Það er bara að taka nótina um borð og fara,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK-100. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vopnafjörður Akranes Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52
Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38