Harden, Durant og Irving töpuðu á móti Cleveland í fyrsta leiknum saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 07:30 Kyrie Irving fer hér framhjá Collin Sexton í leik Brooklyn Nets og Cleveland Cavaliers í nótt. AP/Tony Dejak Þeir sem biðu spenntir eftir að sjá nýjasta ofurþríeyki NBA deildarinnar í körfubolta spila saman varð að ósk sinni í nótt. Úrslitin voru þó ekki í takt við væntingarnar. Kyrie Irving fullkomnaði ofurþríeyki Brooklyn Nets í nótt en frumraunin endaði með tapi á móti Cleveland Cavaliers í tvíframlengdum leik. Philadelphia 76ers vann Boston Celtics og Golden State Warriors er að finna taktinn með Steph Curry í fararbroddi. Kyrie Irving snéri aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru og skoraði 37 stig. Kevin Durant og James Harden skiluðu líka flottum tölum en niðurstaðan var engu að síður 147-135 tap í tvíframlengdum leik á móti Cleveland Cavaliers. The handle.The turnaround.Kyrie. Irving.Watch free on NBA LP https://t.co/0bGC5HBlZy pic.twitter.com/THIQLqXn7Z— NBA (@NBA) January 21, 2021 Irving lék í 48 mínútur í leiknum og hitti úr 15 af 28 skotum sínum. Durant var með 38 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar og Harden var með þrennu en hann skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. „Við munum eiga góð kvöld og við munum eiga frábær kvöld. Þetta snýst um að ná hópnum saman og hvernig við erum tilbúnir að fórna okkar og leita uppi milliveginn til að hjálpa liðinu. Hvernig það tekst á eftir að koma í ljóst en núna er einn leikur búinn að ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kyrie Irving eftir leik. Sexton's CLUTCH triple forces DOUBLE OT! Watch Free: https://t.co/0bGC5HBlZy pic.twitter.com/i455eowTrr— NBA (@NBA) January 21, 2021 Collin Sexton skoraði 42 stig fyrir lið Cleveland Cavaliers þar af fimmtán þeirra í seinni framlengingunni. Cedi Osman var síðan með 25 stig. James Harden lét sér nægja að taka bara 14 skot í leiknum en hann skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en úr tveimur vítum undir lok fyrri hálfleiks. „Við virkuðum vera svolítið týndir um tíma í leiknum en það er bara eðlilegt af því að við höfum ekki spilað saman. Menn eru að læra á hvern annan og það mun taka okkur allt tímabilið,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Joel Embiid var með 42 stig og 10 fráköst og Tobias Harris skoraði 22 stig þegar Philadelphia 76ers vann 117-109 sigur á Boston Celtics. Embiid hitti úr 12 af 19 skotum utan af velli, 17 af 21 víti og þurfti bara 34 mínútur til að skora þessi 42 stig. Ben Simmons var með 11 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir 76ers en Jaylen Brown skoraði 26 stig fyrir Boston og Marcus Smart var með 25 stig. Kemba Walker var síðan með 19 stig í öðrum leik sínum eftir að hafa misst af ellefu leikjum þar á undan. Jayson Tatum er enn frá vegna kórónuveirusmits. 27 PTS, 13 REB for KP @kporzee goes 12-15 from the field to power the @dallasmavs! pic.twitter.com/Er8ocfRRF1— NBA (@NBA) January 21, 2021 Kristaps Porzingis var með 27 stig og 12 fráköst og Luka Doncic bauð upp á þrennu (13 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) þegar Dallas Mavericks vann 124-112 sigur á Indiana Pacers og endaði þriggja leikja taphringu sína. Luka reaches 30 career triple-doubles faster than any player other than Oscar Robertson!@luka7doncic: 13 PTS, 12 REB, 12 AST pic.twitter.com/PhFXkwEKuV— NBA (@NBA) January 21, 2021 Stephen Curry var með 26 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 121-99 stórsigur á San Antonio Spurs en liðið fylgdi þar eftir sigri á Lakers. Golden State hefur nú unnið sex af síðustu níu leikjum sínum. Nýliðinn James Wiseman skoraði 20 stig í nótt sem er það mesta á hans ferli til þessa. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og stal 6 boltum þegar Los Angeles Clippers vann 115-96 sigur á Sacramento Kings. Paul George var með 19 stig, 12 stoðsendingar og 7 fráköst. 27 PTS 26 REB (career high) 5 BLK@CapelaClint goes for 25+ PTS, 25+ REB and 5+ BLK for the first time since SHAQ in 2004! pic.twitter.com/UZCGKMtZEZ— NBA (@NBA) January 21, 2021 Clint Capela átti magnað kvöld með AtlantaHawks í 123-115 sigri liðsins á Detriot Pistons. Hann var með 27 stig, 26 fráköst og 5 varin skot og sá fyrsti sem nær 25-25-5 síðan Shaquille O´Neal náði því árið 2004. Dikembe Mutombo, Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon hafa líka náð þessu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - San Antonio Spurs 121-99 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 115-96 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 147-135 Philadelphia 76ers - Boston Celtis 117-109 Indiana Pacers - Dallas Mavericks 112-124 Atlanta Hawks - Detriot Pistons 123-115 Toronto Raptors - Miami Heat 102-111 Minnesota Timberwolves - Orlando Magic 96-97 Houston Rockets - Phoenis Suns 103-109 WHERE ELSE do ROOKIES make MAGIC happen at the BUZZER? #OnlyHere Cole Anthony's #TissotBuzzerBeater lifts the @OrlandoMagic! pic.twitter.com/MJDFt0XZZC— NBA (@NBA) January 21, 2021 NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Kyrie Irving fullkomnaði ofurþríeyki Brooklyn Nets í nótt en frumraunin endaði með tapi á móti Cleveland Cavaliers í tvíframlengdum leik. Philadelphia 76ers vann Boston Celtics og Golden State Warriors er að finna taktinn með Steph Curry í fararbroddi. Kyrie Irving snéri aftur í lið Brooklyn Nets eftir tveggja vikna fjarveru og skoraði 37 stig. Kevin Durant og James Harden skiluðu líka flottum tölum en niðurstaðan var engu að síður 147-135 tap í tvíframlengdum leik á móti Cleveland Cavaliers. The handle.The turnaround.Kyrie. Irving.Watch free on NBA LP https://t.co/0bGC5HBlZy pic.twitter.com/THIQLqXn7Z— NBA (@NBA) January 21, 2021 Irving lék í 48 mínútur í leiknum og hitti úr 15 af 28 skotum sínum. Durant var með 38 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar og Harden var með þrennu en hann skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. „Við munum eiga góð kvöld og við munum eiga frábær kvöld. Þetta snýst um að ná hópnum saman og hvernig við erum tilbúnir að fórna okkar og leita uppi milliveginn til að hjálpa liðinu. Hvernig það tekst á eftir að koma í ljóst en núna er einn leikur búinn að ég er spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Kyrie Irving eftir leik. Sexton's CLUTCH triple forces DOUBLE OT! Watch Free: https://t.co/0bGC5HBlZy pic.twitter.com/i455eowTrr— NBA (@NBA) January 21, 2021 Collin Sexton skoraði 42 stig fyrir lið Cleveland Cavaliers þar af fimmtán þeirra í seinni framlengingunni. Cedi Osman var síðan með 25 stig. James Harden lét sér nægja að taka bara 14 skot í leiknum en hann skoraði ekki fyrstu stigin sín fyrr en úr tveimur vítum undir lok fyrri hálfleiks. „Við virkuðum vera svolítið týndir um tíma í leiknum en það er bara eðlilegt af því að við höfum ekki spilað saman. Menn eru að læra á hvern annan og það mun taka okkur allt tímabilið,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Joel Embiid var með 42 stig og 10 fráköst og Tobias Harris skoraði 22 stig þegar Philadelphia 76ers vann 117-109 sigur á Boston Celtics. Embiid hitti úr 12 af 19 skotum utan af velli, 17 af 21 víti og þurfti bara 34 mínútur til að skora þessi 42 stig. Ben Simmons var með 11 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir 76ers en Jaylen Brown skoraði 26 stig fyrir Boston og Marcus Smart var með 25 stig. Kemba Walker var síðan með 19 stig í öðrum leik sínum eftir að hafa misst af ellefu leikjum þar á undan. Jayson Tatum er enn frá vegna kórónuveirusmits. 27 PTS, 13 REB for KP @kporzee goes 12-15 from the field to power the @dallasmavs! pic.twitter.com/Er8ocfRRF1— NBA (@NBA) January 21, 2021 Kristaps Porzingis var með 27 stig og 12 fráköst og Luka Doncic bauð upp á þrennu (13 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) þegar Dallas Mavericks vann 124-112 sigur á Indiana Pacers og endaði þriggja leikja taphringu sína. Luka reaches 30 career triple-doubles faster than any player other than Oscar Robertson!@luka7doncic: 13 PTS, 12 REB, 12 AST pic.twitter.com/PhFXkwEKuV— NBA (@NBA) January 21, 2021 Stephen Curry var með 26 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 121-99 stórsigur á San Antonio Spurs en liðið fylgdi þar eftir sigri á Lakers. Golden State hefur nú unnið sex af síðustu níu leikjum sínum. Nýliðinn James Wiseman skoraði 20 stig í nótt sem er það mesta á hans ferli til þessa. Kawhi Leonard skoraði 32 stig og stal 6 boltum þegar Los Angeles Clippers vann 115-96 sigur á Sacramento Kings. Paul George var með 19 stig, 12 stoðsendingar og 7 fráköst. 27 PTS 26 REB (career high) 5 BLK@CapelaClint goes for 25+ PTS, 25+ REB and 5+ BLK for the first time since SHAQ in 2004! pic.twitter.com/UZCGKMtZEZ— NBA (@NBA) January 21, 2021 Clint Capela átti magnað kvöld með AtlantaHawks í 123-115 sigri liðsins á Detriot Pistons. Hann var með 27 stig, 26 fráköst og 5 varin skot og sá fyrsti sem nær 25-25-5 síðan Shaquille O´Neal náði því árið 2004. Dikembe Mutombo, Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon hafa líka náð þessu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - San Antonio Spurs 121-99 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 115-96 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 147-135 Philadelphia 76ers - Boston Celtis 117-109 Indiana Pacers - Dallas Mavericks 112-124 Atlanta Hawks - Detriot Pistons 123-115 Toronto Raptors - Miami Heat 102-111 Minnesota Timberwolves - Orlando Magic 96-97 Houston Rockets - Phoenis Suns 103-109 WHERE ELSE do ROOKIES make MAGIC happen at the BUZZER? #OnlyHere Cole Anthony's #TissotBuzzerBeater lifts the @OrlandoMagic! pic.twitter.com/MJDFt0XZZC— NBA (@NBA) January 21, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - San Antonio Spurs 121-99 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 115-96 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 147-135 Philadelphia 76ers - Boston Celtis 117-109 Indiana Pacers - Dallas Mavericks 112-124 Atlanta Hawks - Detriot Pistons 123-115 Toronto Raptors - Miami Heat 102-111 Minnesota Timberwolves - Orlando Magic 96-97 Houston Rockets - Phoenis Suns 103-109
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira