„Kæmi á óvart ef önnur lið en Þór og ÍR yrðu í tveimur neðstu sætunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 12:01 Róðurinn verður þungur fyrir ÍR. vísir/bára Erfitt er að ráða í hvað gerist í Olís-deild karla eftir að keppni þar hefst á ný eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Þrír leikir fara fram á sunnudaginn en það eru fyrstu leikirnir í deildinni síðan 3. október. „Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
„Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira