Google hótar að loka á leitarvél sína í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 22. janúar 2021 07:58 Google hótar að loka á þjónustu sína í Ástralíu en hefur samið við fréttamiðla í Frakklandi um greiðslur vegna aðgangs að efni þeirra. Getty/Valera Golovniov Tæknirisinn Google segir að ef stjórnvöld í Ástralíu haldi því til streitu að rukka Google og Facebook sérstaklega fyrir það þegar fréttum er deilt á síðunum, muni Google einfaldlega hætta starfsemi í Ástralíu og loka á síðuna í landinu. Yfirvöld í Ástralíu vilja setja ný lög sem eru hugsuð sem sárabót fyrir minnkandi auglýsingatekjur innlendra miðla, en æ fleiri kjósa að auglýsa einfaldlega á Facebook eða Google. Ástralska frumvarpið gerir það að verkum að fjölmiðlar fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar fréttum frá þeim er dreift á samfélagsmiðlunum og eru allir helstu fjölmiðlar Ástralíu, þar á meðal miðlar Ruperts Murdoch, búnir að lýsa yfir stuðningi við hugmyndina. Þessi hótun Google um að loka á þjónustuna í Ástralíu fór illa í forsætisráðherrann Scott Morrison sem segir að Ástralir bregðist ekki vel við hótunum. Það séu Ástralir sem ákveði hvað megi og hvað megi ekki í Ástralíu. Fréttir af því að Google hyggist loka á þjónustu sína í Ástralíu verði frumvarpið að lögum bárust nokkrum klukkutímum eftir að greint var frá samningi sem bandaríski tæknirisinn hefur náð við franska fréttaútgefendur um að greiða fyrir fréttir þeirra. Samkvæmt samkomulaginu mun Google semja við einstaka franska fréttamiðla um greiðslur vegna réttinda og aðgang að efni þeirra í nýrri fréttaveitu fyrirtækisins sem heitir News Showcase. Google Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu vilja setja ný lög sem eru hugsuð sem sárabót fyrir minnkandi auglýsingatekjur innlendra miðla, en æ fleiri kjósa að auglýsa einfaldlega á Facebook eða Google. Ástralska frumvarpið gerir það að verkum að fjölmiðlar fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar fréttum frá þeim er dreift á samfélagsmiðlunum og eru allir helstu fjölmiðlar Ástralíu, þar á meðal miðlar Ruperts Murdoch, búnir að lýsa yfir stuðningi við hugmyndina. Þessi hótun Google um að loka á þjónustuna í Ástralíu fór illa í forsætisráðherrann Scott Morrison sem segir að Ástralir bregðist ekki vel við hótunum. Það séu Ástralir sem ákveði hvað megi og hvað megi ekki í Ástralíu. Fréttir af því að Google hyggist loka á þjónustu sína í Ástralíu verði frumvarpið að lögum bárust nokkrum klukkutímum eftir að greint var frá samningi sem bandaríski tæknirisinn hefur náð við franska fréttaútgefendur um að greiða fyrir fréttir þeirra. Samkvæmt samkomulaginu mun Google semja við einstaka franska fréttamiðla um greiðslur vegna réttinda og aðgang að efni þeirra í nýrri fréttaveitu fyrirtækisins sem heitir News Showcase.
Google Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira