Hvað á barnið að heita? Ólafur Ísleifsson skrifar 24. janúar 2021 11:00 Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp sem lúta að íslenskri tungu. Forsætisráðherra gerir að tillögu sinni í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá að íslenska skuli vera ríkismál Íslands og skuli ríkisvaldið styðja hana og vernda. Sama eigi við um íslenskt táknmál. Vel gert. Hitt frumvarpið er runnið frá dómsmálaráðherra og er um breytingu á mannanafnalögum. Miðað við umsagnir kunnáttufólks um síðartalda frumvarpið verður ekki séð að þessi frumvörp rími saman. Sýnist hér uppi stefnuóreiða í boði ríkisstjórnarinnar. Fræðimenn ekki hafðir með í ráðum Hæst ber umsagnir Guðrúnar Kvaran, Hrafns Sveinbjarnarsonar og Ármanns Jakobssonar. Guðrún er höfundur ritsins Nöfn Íslendinga og hefur fjallað ítarlega um mannanöfn á fræðaferli sínum. Undrun vekur að ekki hafi við smíð frumvarpsins verið leitað til þeirra sem gerst þekkja. Atlaga að íslensku mál- og beygingarkerfi Guðrún vísar í umsögn sinni í 4. grein frumvarpsins þar sem tekið er fram að eiginnafn skuli vera í nefnifalli. Það segir hún mikinn kost því að þá detti engum í hug að skrá nafn sitt í þolfalli eða þágufalli, hvað þá í eignarfalli og bannað er að hafa það með greini. Hún bendir á að í 4. gr. stendur ekkert um að erlend eiginnöfn verði heimiluð en vitnar til greinargerðar þar sem stendur: ,,Rýmkun reglnanna felur einnig í sér að erlend eiginnöfn verða heimiluð og ekki er gert ráð fyrir að þau þurfi að laga að íslensku beygingakerfi.“ Ályktun Guðrúnar er þessi: „Þetta er ein af verstu greinum frumvarpsins, ekki endilega erlendu nöfnin sem slík heldur að ekki þurfi að laga þau að íslensku beygingakerfi.“ Hún bætir við að beygingakerfið eigi þegar undir högg að sækja þrátt fyrir að öðru sé haldið fram. Guðrún Kvaran rifjar upp að mennta- og menningarmálaráðherra hafi boðað átak til eflingar íslenskri tungu. Hún segir því beri að fagna ef af verður og bætir við: „[E]n ekki löngu síðar er lagt fram frumvarp sem vinnur beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi, stjórnarfrumvarp. Ótrúlegt.“ Skylda þjóðar til að gæta menningar sinnar Hrafn Sveinbjarnarson bendir á í ítarlegri umsögn að fámenn þjóð eins og Íslendingar hafi þá skyldu að gæta menningar sinnar og sérstöðu hennar. Hann segir: „Mannanafnalög eru í gildi í siðmenntuðum nútímalegum þjóðríkjum, snúast bæði um verndun menningararfs og mannréttindi til að tryggja einstaklingum sómasamlegt nafn í samræmi við uppruna sinn og þjóðmenningu. Gildandi mannanafnalög nr. 45/1996 hafa á sér ágalla sem þarf að lagfæra, um það er eining meðal þeirra sem þau hafa skoðað af nokkurri skynsemi. En að fella að mestu niður ákvæði um íslensk mannanöfn og þar með mannanafnaskrá og mannanafnanefnd eru öfgakennd viðbrögð við þeim ágöllum og munu leiða til tjóns á íslenskri mannanafnahefð.“ Löggjöf skiptir máli Hrafn Sveinbjarnarson segir að sjónarmið að lög skipti ekki máli hvað þróun nafnahefðar snertir standist ekki skoðun. Hann segir: „Kenninafnahefðinni norrænu sem enn lifir á Íslandi var kollsteypt með ítrekaðri löggjöf í Danmörku, Noregi og Svíþjóð um skyldu til að taka upp ættarnöfn, löggjöf skiptir miklu máli þegar kemur að nöfnum. Lagalegt sjálfstæði Íslands leiði til þess að nú er kenninafnahefðin einkum talin íslensk, það er því mikilvægt að takmarka ættarnöfn með löggjöf. Aðrir þættir íslenskrar nafnahefðar eru einnig mikils virði.“ Ármann Jakobsson segir að „afar slæm lausn á vandanum (sé hann fyrir hendi) væri að ættarnöfn verði hér allsráðandi því að það er einmitt sérstaða íslenskrar tungu að ættarnöfn eru ekki almenn.“ Nöfnin eru hluti af tungunni Í umsögnum þeirra þriggja fræðimanna sem hér er vitnað til eru borin fram sterk menningarleg rök. Þannig segir Hrafn Sveinbjarnarson: „Nöfn Íslendinga eru hluti af íslenskri tungu og aðeins að hluta til persónulegt málefni nafnhafa og hans nánustu. Nöfn, hefðir og siðir í kringum þau, eru samfélagslegt mál. Á þeim grundvelli er eðlilegt af þjóðríki með eigin menningu að setja lög um hvað heimilt er í nafngjöfum og um sumt hægt að horfa til annarra evrópskra þjóðríkja til fyrirmyndar." Hvatning sérfræðinga um afdrif frumvarpsins Guðrún Kvaran: „Ég hef skrifað um kenningu til föður eða móður áður í umsögn og ætla ekki að gera það einu sinni enn. Það er að bera í bakkafullan lækinn. Ég skora samt á Alþingi að gera allt sem í þess valdi stendur til þess að standa vörð um þennan menningararf Íslendinga.“ Hrafn Sveinbjarnarson: „Íslensk mannanöfn eru mikilvæg arfleifð sem er vert að skila sem best til komandi kynslóða. Það er ekki einkamál heldur samfélagslegt mál. Fámenn þjóð með eigið tungumál hefur ekki efni á að glopra þessum menningararfi og sérkennum niður. Sá skaði verður ekki bættur. Opinber skráning mannanafna er því ekki aðeins tæknilegt skráningaratriði til þess að gera hinu opinbera kleift að halda þjóðskrá og aðrar skrár yfir borgarana. Reynt er að dylja tæknilegan anda þessa frumvarps með fagurgala um frelsi og mannréttindi.“ Lokaorðin í umsögn Hrafns eru þessi: „Hvatt er til þess að þessu frumvarpi verði hafnað, því er ekki við bjargandi.“ Ármann Jakobsson: „Þegar horft er á málið út frá hagsmunum íslenskrar tungu og þeirra sem aldir eru upp með hana sem móðurmál er langbest að áfram séu ákvæði í mannafnalögum um að nöfn fylgi íslenskri málhefð.“ Fylgja ber ráðum bestu manna Gegn eindregnum ráðum færustu sérfræðinga verður ekki gengið þegar svo stórt mál er uppi sem hér um ræðir. Útilokað er annað en að íslenskufræðingurinn á stóli forsætisráðherra afstýri því menningarlega slysi sem hlytist af því að frumvarp dómsmálaráðherra yrði samþykkt. Íslendingum hefur verið trúað fyrir íslenskri tungu. Enginn gætir hennar nema við sjálf. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Mannanöfn Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska á tækniöld Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggja tvö frumvörp sem lúta að íslenskri tungu. Forsætisráðherra gerir að tillögu sinni í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá að íslenska skuli vera ríkismál Íslands og skuli ríkisvaldið styðja hana og vernda. Sama eigi við um íslenskt táknmál. Vel gert. Hitt frumvarpið er runnið frá dómsmálaráðherra og er um breytingu á mannanafnalögum. Miðað við umsagnir kunnáttufólks um síðartalda frumvarpið verður ekki séð að þessi frumvörp rími saman. Sýnist hér uppi stefnuóreiða í boði ríkisstjórnarinnar. Fræðimenn ekki hafðir með í ráðum Hæst ber umsagnir Guðrúnar Kvaran, Hrafns Sveinbjarnarsonar og Ármanns Jakobssonar. Guðrún er höfundur ritsins Nöfn Íslendinga og hefur fjallað ítarlega um mannanöfn á fræðaferli sínum. Undrun vekur að ekki hafi við smíð frumvarpsins verið leitað til þeirra sem gerst þekkja. Atlaga að íslensku mál- og beygingarkerfi Guðrún vísar í umsögn sinni í 4. grein frumvarpsins þar sem tekið er fram að eiginnafn skuli vera í nefnifalli. Það segir hún mikinn kost því að þá detti engum í hug að skrá nafn sitt í þolfalli eða þágufalli, hvað þá í eignarfalli og bannað er að hafa það með greini. Hún bendir á að í 4. gr. stendur ekkert um að erlend eiginnöfn verði heimiluð en vitnar til greinargerðar þar sem stendur: ,,Rýmkun reglnanna felur einnig í sér að erlend eiginnöfn verða heimiluð og ekki er gert ráð fyrir að þau þurfi að laga að íslensku beygingakerfi.“ Ályktun Guðrúnar er þessi: „Þetta er ein af verstu greinum frumvarpsins, ekki endilega erlendu nöfnin sem slík heldur að ekki þurfi að laga þau að íslensku beygingakerfi.“ Hún bætir við að beygingakerfið eigi þegar undir högg að sækja þrátt fyrir að öðru sé haldið fram. Guðrún Kvaran rifjar upp að mennta- og menningarmálaráðherra hafi boðað átak til eflingar íslenskri tungu. Hún segir því beri að fagna ef af verður og bætir við: „[E]n ekki löngu síðar er lagt fram frumvarp sem vinnur beinlínis gegn íslensku mál- og beygingarkerfi, stjórnarfrumvarp. Ótrúlegt.“ Skylda þjóðar til að gæta menningar sinnar Hrafn Sveinbjarnarson bendir á í ítarlegri umsögn að fámenn þjóð eins og Íslendingar hafi þá skyldu að gæta menningar sinnar og sérstöðu hennar. Hann segir: „Mannanafnalög eru í gildi í siðmenntuðum nútímalegum þjóðríkjum, snúast bæði um verndun menningararfs og mannréttindi til að tryggja einstaklingum sómasamlegt nafn í samræmi við uppruna sinn og þjóðmenningu. Gildandi mannanafnalög nr. 45/1996 hafa á sér ágalla sem þarf að lagfæra, um það er eining meðal þeirra sem þau hafa skoðað af nokkurri skynsemi. En að fella að mestu niður ákvæði um íslensk mannanöfn og þar með mannanafnaskrá og mannanafnanefnd eru öfgakennd viðbrögð við þeim ágöllum og munu leiða til tjóns á íslenskri mannanafnahefð.“ Löggjöf skiptir máli Hrafn Sveinbjarnarson segir að sjónarmið að lög skipti ekki máli hvað þróun nafnahefðar snertir standist ekki skoðun. Hann segir: „Kenninafnahefðinni norrænu sem enn lifir á Íslandi var kollsteypt með ítrekaðri löggjöf í Danmörku, Noregi og Svíþjóð um skyldu til að taka upp ættarnöfn, löggjöf skiptir miklu máli þegar kemur að nöfnum. Lagalegt sjálfstæði Íslands leiði til þess að nú er kenninafnahefðin einkum talin íslensk, það er því mikilvægt að takmarka ættarnöfn með löggjöf. Aðrir þættir íslenskrar nafnahefðar eru einnig mikils virði.“ Ármann Jakobsson segir að „afar slæm lausn á vandanum (sé hann fyrir hendi) væri að ættarnöfn verði hér allsráðandi því að það er einmitt sérstaða íslenskrar tungu að ættarnöfn eru ekki almenn.“ Nöfnin eru hluti af tungunni Í umsögnum þeirra þriggja fræðimanna sem hér er vitnað til eru borin fram sterk menningarleg rök. Þannig segir Hrafn Sveinbjarnarson: „Nöfn Íslendinga eru hluti af íslenskri tungu og aðeins að hluta til persónulegt málefni nafnhafa og hans nánustu. Nöfn, hefðir og siðir í kringum þau, eru samfélagslegt mál. Á þeim grundvelli er eðlilegt af þjóðríki með eigin menningu að setja lög um hvað heimilt er í nafngjöfum og um sumt hægt að horfa til annarra evrópskra þjóðríkja til fyrirmyndar." Hvatning sérfræðinga um afdrif frumvarpsins Guðrún Kvaran: „Ég hef skrifað um kenningu til föður eða móður áður í umsögn og ætla ekki að gera það einu sinni enn. Það er að bera í bakkafullan lækinn. Ég skora samt á Alþingi að gera allt sem í þess valdi stendur til þess að standa vörð um þennan menningararf Íslendinga.“ Hrafn Sveinbjarnarson: „Íslensk mannanöfn eru mikilvæg arfleifð sem er vert að skila sem best til komandi kynslóða. Það er ekki einkamál heldur samfélagslegt mál. Fámenn þjóð með eigið tungumál hefur ekki efni á að glopra þessum menningararfi og sérkennum niður. Sá skaði verður ekki bættur. Opinber skráning mannanafna er því ekki aðeins tæknilegt skráningaratriði til þess að gera hinu opinbera kleift að halda þjóðskrá og aðrar skrár yfir borgarana. Reynt er að dylja tæknilegan anda þessa frumvarps með fagurgala um frelsi og mannréttindi.“ Lokaorðin í umsögn Hrafns eru þessi: „Hvatt er til þess að þessu frumvarpi verði hafnað, því er ekki við bjargandi.“ Ármann Jakobsson: „Þegar horft er á málið út frá hagsmunum íslenskrar tungu og þeirra sem aldir eru upp með hana sem móðurmál er langbest að áfram séu ákvæði í mannafnalögum um að nöfn fylgi íslenskri málhefð.“ Fylgja ber ráðum bestu manna Gegn eindregnum ráðum færustu sérfræðinga verður ekki gengið þegar svo stórt mál er uppi sem hér um ræðir. Útilokað er annað en að íslenskufræðingurinn á stóli forsætisráðherra afstýri því menningarlega slysi sem hlytist af því að frumvarp dómsmálaráðherra yrði samþykkt. Íslendingum hefur verið trúað fyrir íslenskri tungu. Enginn gætir hennar nema við sjálf. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun