Sérfræðingar WHO þurfa samstarf yfirvalda í Wuhan Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 16:57 Sérfræðingar WHO yfirgefa hótelið þar sem þau hafa verið í sóttkví. AP/Ng Han Guan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem sendir voru til Kína til að rannsaka uppruna faraldurs nýju kórónuveirunnar og það hvernig hún barst fyrst í menn, hafa lokið tveggja vikna sóttkví þeirra. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Sjá einnig: Sérfræðingar WHO geta hafið rannsókn sína í Wuhan Verkefnið hefur í raun einkennst af miklum töfum enda er meira en ár síðan veiran greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína, þar sem vísindamennirnir eru nú staddir. Samkvæmt áætlun munu þeir vera við störf í borginni í tvær vikur. Samkvæmt frétt Reuters munu vísindamennirnir heimsækja sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og rannsóknarstofur, auk þess að ræða við embættismenn. Þá stendur einnig til að heimsækja fiskmarkað þar sem upprunalega var talið að veiran hefði fyrst smitast í menn. Thea Fischer, danskur vísindamaður, sagði fréttaveitunni að sú heimsókn gæti varpað ljósi á hvort sú kenning gæti verið rétt. Hún sagði einnig að vísindamennirnir ættu nú að hafa aðgang að þeim staðsetningum og persónum sem þeir vildu en verkefnið gæti ekki heppnast án samstarfs yfirvalda í Kína. Yfirvöld í Kína hafa þó verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga lappirnar í upphafi faraldursins og standa í vegi rannsókna á upphafi faraldursins og hvernig nýja kórónuveiran barst yfir í menn. Sjá einnig: Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Þar að auki hafa yfirvöld í Kína varið töluverðu púðri í að ýta undir kenningar um að veiran hafi ekki smitast fyrst í menn í Kína og hún hafi jafnvel verið þróuð í rannsóknarstofum í Bandaríkjunum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20. janúar 2021 09:35 Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. 14. janúar 2021 23:34 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Sjá einnig: Sérfræðingar WHO geta hafið rannsókn sína í Wuhan Verkefnið hefur í raun einkennst af miklum töfum enda er meira en ár síðan veiran greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína, þar sem vísindamennirnir eru nú staddir. Samkvæmt áætlun munu þeir vera við störf í borginni í tvær vikur. Samkvæmt frétt Reuters munu vísindamennirnir heimsækja sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og rannsóknarstofur, auk þess að ræða við embættismenn. Þá stendur einnig til að heimsækja fiskmarkað þar sem upprunalega var talið að veiran hefði fyrst smitast í menn. Thea Fischer, danskur vísindamaður, sagði fréttaveitunni að sú heimsókn gæti varpað ljósi á hvort sú kenning gæti verið rétt. Hún sagði einnig að vísindamennirnir ættu nú að hafa aðgang að þeim staðsetningum og persónum sem þeir vildu en verkefnið gæti ekki heppnast án samstarfs yfirvalda í Kína. Yfirvöld í Kína hafa þó verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga lappirnar í upphafi faraldursins og standa í vegi rannsókna á upphafi faraldursins og hvernig nýja kórónuveiran barst yfir í menn. Sjá einnig: Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Þar að auki hafa yfirvöld í Kína varið töluverðu púðri í að ýta undir kenningar um að veiran hafi ekki smitast fyrst í menn í Kína og hún hafi jafnvel verið þróuð í rannsóknarstofum í Bandaríkjunum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20. janúar 2021 09:35 Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. 14. janúar 2021 23:34 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36
Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20. janúar 2021 09:35
Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. 14. janúar 2021 23:34
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31