Tekjur jukust hjá Origo en hagnaður dróst saman Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 11:14 „Árangur Origo árið 2020 er góður og að baki er ár þar sem frábært samstillt átak starfsfólks skilar góðum rekstri í viðskiptaumhverfi sem ekkert okkar hefur upplifað áður,“ segir Jón Björnsson forstjóri Origo hf. Vísir/Hanna Tekjur Origo árið 2020 voru 17,1 milljarður króna. Það er 14,9 prósenta aukning milli ára en hagnaður félagsins dróst þó saman. Heildarhagnaður félagsins 2020 var 408 milljónir króna. Árið 2019 var hagnaðurinn 456 milljónir króna. EBITDA ársins 2020 (afkoma fyrir skatta, afskriftir, vaxtagreiðslur og vaxtatekjur) var 1.245 milljónir og hækkaði um 24 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í árs- og ársfjórðungsuppgjörum Origo fyrir 2020, sem birt voru í gær. Þar kemur fram að á síðasta ársfjórðungi 2020 tapaði félagið 53 milljónum. Á sama tímabili 2019 var hagnaður Origo 90 milljónir. Í fjárfestakynningu félagsins segir að sá munur útskýrist að mestu vegna slita Nyherja A/S í Danmörku árið 2019. Framlegð Origo var 4.288 milljónir króna á árinu, samanborið við 3.845 milljónir 2019. Eiginfjárhlutfall er 56,5 prósent en var 57,1 prósent í lok árs 2019. Þá er veltufjárhlutfall 1,27 en var 1,34 í lok árs 2019. Frekari upplýsingar má finna hér á vef Origo. Hér að neðan má horfa á upptöku af kynningu Origo. Hún hefst fimm mínútur inn í myndbandið. Fjárfestakynning Origo - 29. janúar 2021 from Origo on Vimeo. Jón Björnsson forstjóri Origo hf: „Árangur Origo árið 2020 er góður og að baki er ár þar sem frábært samstillt átak starfsfólks skilar góðum rekstri í viðskiptaumhverfi sem ekkert okkar hefur upplifað áður. Tekjur félagsins jukust um 15% og EBITDA* félagsins nam 1.245 mkr, sem er aukning frá fyrra ári. Mikill afkomubati er á notendalausnasviði félagsins og vel hefur tekist til að halda góðri afkomu á hugbúnaðarsviðum þess. Afkoma af rekstrarþjónustu er viðunandi miðað við breytingar í umhverfinu en aukin stærðarhagkvæmni er nauðsynleg til að bæta afkomu af slíkri þjónustu. Félagið setti heilsu og öryggi starfsfólks í forgang og vann vel í því að skapa aðstæður svo félagið mætti halda áfram góðum rekstri. Vel útfærð fjarvinnustefna og skilvirk samskipti urðu til þess að góður árangur náðist við stór innleiðingaverkefni og félagið gerði hluti sem líklega hefðu aldrei verið prófaðir við eðlilegar aðstæður. Hluti af hugbúnaðarsviðum félagsins stóðu frammi fyrir miklum áskorunum í upphafi árs þegar tekjur frá ferðaiðnaði drógust verulega saman, en Origo hafði unnið að nokkrum nýsköpunarverkefnum í stafrænum ferðalausnum. Félagið tók stefnumarkandi ákvörðun að halda áfram að fjárfesta í ferðavörum og vera tilbúið þegar ferðaiðnaðurinn tekur við sér að nýju en starfsmenn færðust einnig yfir í verkefni þar sem meiri eftirspurn var eins og í heilbrigðislausnum og verkefnum tengdum stafrænum umbreytingum. Þannig tókst félaginu að snúa þeim rekstri við á seinni helming ársins. Á árinu er Origo einna stoltast af verkefni tengdu landamæraskimun, sýnatöku og bólusetningum en þar var félagið í lykilhlutverki og sýndi hversu vel má treysta því að vinna flókin og umfangsmikil verkefni hratt og vel. Fyrirtækið átti einnig einstakt ár þegar kemur að innleiðingu fjárhagskerfa, bankalausna og mannauðs- og launalausna hérlendis á sama tíma og Applicon, sænskt dótturfélag Origo, átti metár í tekjum. Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun í stað þess að reka sína eigin innviði þegar kemur að upplýsingatækni og sér Origo vaxandi eftirspurn eftir slíkri þjónustu. Miklar umbreytingar eru að eiga sér stað í rekstrarþjónustu tæknifyrirtækja í kjölfar aukinna áherslu á skýjaþjónustu. Origo leggur áherslu á að fylgja eftir þessum breytingum. Markmið félagsins er ekki að reka gagnaver, heldur að vera sterkur samstarfsaðili sem býður landfræðilegan aðskilnað á kerfum og gögnum. Origo leggur áherslu á að geta tekið við þjónustu og rekið hana fyrir viðskiptavini, hvort sem hún er hýst á Íslandi eða hjá erlendum skýjum. Samhliða er félagið í stöðugri umbótavinnu við að auka sjálfvirkni og hagkvæmni í rekstarþjónustu en mikil þörf er að ná stærðarhagkvæmni svo hægt sé að ná meira en viðunandi arðsemi af slíkri þjónustu. Skilyrði fyrir sölu á notendabúnaði hafa verið hagfelld s.l. mánuði og skilar það, ásamt breyttum áherslum í rekstri, mjög viðunandi arðsemi á því sviði. Töluverð áskorun að tryggja búnað til viðskiptavina vegna vöruskorts á heimsvísu en þekking og sterk sambönd við samstarfsaðila gerðu gæfumun. Söluaukning notendabúnaðar er rúm 20%, annað árið í röð. Flutningur sölu frá hefðbundinni verslun yfir á netið hefur skilað 152% veltuaukningu netverslana Origo samhliða því að fjárfesting félagsins í Tölvutek á s.l. ári, og mikil þekking á hljóð- og myndlausnum skilar Origo góðum árangri. Tempo, sem er hlutdeildarfélag Origo, hefur átt ágætt ár. Það er að einhverju leyti litað af Covid 19 en einnig af breytingum er stuðla að því að geta sett félagið í næsta vaxtarfasa. Viðskiptavinir félagsins nema nú rúmlega 20.000 fyrirtæki og undirliggjandi er góð veltaukning í áskriftartekjum og skýr áhersla á áframhaldandi tilfærslu úr miðlægum umhverfum í skýjalausn. Við erum sátt við niðurstöðu ársins 2020. Aðstæður í kjölfar Covid 19 voru þess eðlis að fyrirtækið þurfti að aðlaga sig hratt að nýjum veruleika. Það tókst með samstilltu átaki starfsfólks. Nýjar vinnuaðstæður og breytingar á umhverfi viðskiptavina voru þess eðlis að enduhugsa þurfti allt vinnulag sem og að margar einingar tókust á við miklar breytingar á tekjusamsetningu. Finna þurfti ný tækifæri og samhliða sinna aukinni eftirspurn á fjölmörgum sviðum. Mest af þessu þurfti að eiga sér stað í fjarvinnu. Origo hefur tekið fyrstu skref í að skerpa samfélagslegar áherslur sínar en félagið hefur mikinn hug á því að ná enn frekari árangri þegar kemur að jafnrétti kynjanna, eflingu nýsköpunnar, ábyrgri neyslu, umhverfismálum, heilsu og vellíðan starfsfólks. Origo er spennt fyrir verkefnum 2021. Vissulega eru óvissumerki í efnahagslífinu en verkefnastaða félagins í hugbúnaði er góð og umhverfið almennt hagfellt fyrir fyrirtæki í upplýsingatækni, hvort sem eru í þróun hugbúnaðar eða sölu notendabúnaðar.“ Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
EBITDA ársins 2020 (afkoma fyrir skatta, afskriftir, vaxtagreiðslur og vaxtatekjur) var 1.245 milljónir og hækkaði um 24 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í árs- og ársfjórðungsuppgjörum Origo fyrir 2020, sem birt voru í gær. Þar kemur fram að á síðasta ársfjórðungi 2020 tapaði félagið 53 milljónum. Á sama tímabili 2019 var hagnaður Origo 90 milljónir. Í fjárfestakynningu félagsins segir að sá munur útskýrist að mestu vegna slita Nyherja A/S í Danmörku árið 2019. Framlegð Origo var 4.288 milljónir króna á árinu, samanborið við 3.845 milljónir 2019. Eiginfjárhlutfall er 56,5 prósent en var 57,1 prósent í lok árs 2019. Þá er veltufjárhlutfall 1,27 en var 1,34 í lok árs 2019. Frekari upplýsingar má finna hér á vef Origo. Hér að neðan má horfa á upptöku af kynningu Origo. Hún hefst fimm mínútur inn í myndbandið. Fjárfestakynning Origo - 29. janúar 2021 from Origo on Vimeo. Jón Björnsson forstjóri Origo hf: „Árangur Origo árið 2020 er góður og að baki er ár þar sem frábært samstillt átak starfsfólks skilar góðum rekstri í viðskiptaumhverfi sem ekkert okkar hefur upplifað áður. Tekjur félagsins jukust um 15% og EBITDA* félagsins nam 1.245 mkr, sem er aukning frá fyrra ári. Mikill afkomubati er á notendalausnasviði félagsins og vel hefur tekist til að halda góðri afkomu á hugbúnaðarsviðum þess. Afkoma af rekstrarþjónustu er viðunandi miðað við breytingar í umhverfinu en aukin stærðarhagkvæmni er nauðsynleg til að bæta afkomu af slíkri þjónustu. Félagið setti heilsu og öryggi starfsfólks í forgang og vann vel í því að skapa aðstæður svo félagið mætti halda áfram góðum rekstri. Vel útfærð fjarvinnustefna og skilvirk samskipti urðu til þess að góður árangur náðist við stór innleiðingaverkefni og félagið gerði hluti sem líklega hefðu aldrei verið prófaðir við eðlilegar aðstæður. Hluti af hugbúnaðarsviðum félagsins stóðu frammi fyrir miklum áskorunum í upphafi árs þegar tekjur frá ferðaiðnaði drógust verulega saman, en Origo hafði unnið að nokkrum nýsköpunarverkefnum í stafrænum ferðalausnum. Félagið tók stefnumarkandi ákvörðun að halda áfram að fjárfesta í ferðavörum og vera tilbúið þegar ferðaiðnaðurinn tekur við sér að nýju en starfsmenn færðust einnig yfir í verkefni þar sem meiri eftirspurn var eins og í heilbrigðislausnum og verkefnum tengdum stafrænum umbreytingum. Þannig tókst félaginu að snúa þeim rekstri við á seinni helming ársins. Á árinu er Origo einna stoltast af verkefni tengdu landamæraskimun, sýnatöku og bólusetningum en þar var félagið í lykilhlutverki og sýndi hversu vel má treysta því að vinna flókin og umfangsmikil verkefni hratt og vel. Fyrirtækið átti einnig einstakt ár þegar kemur að innleiðingu fjárhagskerfa, bankalausna og mannauðs- og launalausna hérlendis á sama tíma og Applicon, sænskt dótturfélag Origo, átti metár í tekjum. Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun í stað þess að reka sína eigin innviði þegar kemur að upplýsingatækni og sér Origo vaxandi eftirspurn eftir slíkri þjónustu. Miklar umbreytingar eru að eiga sér stað í rekstrarþjónustu tæknifyrirtækja í kjölfar aukinna áherslu á skýjaþjónustu. Origo leggur áherslu á að fylgja eftir þessum breytingum. Markmið félagsins er ekki að reka gagnaver, heldur að vera sterkur samstarfsaðili sem býður landfræðilegan aðskilnað á kerfum og gögnum. Origo leggur áherslu á að geta tekið við þjónustu og rekið hana fyrir viðskiptavini, hvort sem hún er hýst á Íslandi eða hjá erlendum skýjum. Samhliða er félagið í stöðugri umbótavinnu við að auka sjálfvirkni og hagkvæmni í rekstarþjónustu en mikil þörf er að ná stærðarhagkvæmni svo hægt sé að ná meira en viðunandi arðsemi af slíkri þjónustu. Skilyrði fyrir sölu á notendabúnaði hafa verið hagfelld s.l. mánuði og skilar það, ásamt breyttum áherslum í rekstri, mjög viðunandi arðsemi á því sviði. Töluverð áskorun að tryggja búnað til viðskiptavina vegna vöruskorts á heimsvísu en þekking og sterk sambönd við samstarfsaðila gerðu gæfumun. Söluaukning notendabúnaðar er rúm 20%, annað árið í röð. Flutningur sölu frá hefðbundinni verslun yfir á netið hefur skilað 152% veltuaukningu netverslana Origo samhliða því að fjárfesting félagsins í Tölvutek á s.l. ári, og mikil þekking á hljóð- og myndlausnum skilar Origo góðum árangri. Tempo, sem er hlutdeildarfélag Origo, hefur átt ágætt ár. Það er að einhverju leyti litað af Covid 19 en einnig af breytingum er stuðla að því að geta sett félagið í næsta vaxtarfasa. Viðskiptavinir félagsins nema nú rúmlega 20.000 fyrirtæki og undirliggjandi er góð veltaukning í áskriftartekjum og skýr áhersla á áframhaldandi tilfærslu úr miðlægum umhverfum í skýjalausn. Við erum sátt við niðurstöðu ársins 2020. Aðstæður í kjölfar Covid 19 voru þess eðlis að fyrirtækið þurfti að aðlaga sig hratt að nýjum veruleika. Það tókst með samstilltu átaki starfsfólks. Nýjar vinnuaðstæður og breytingar á umhverfi viðskiptavina voru þess eðlis að enduhugsa þurfti allt vinnulag sem og að margar einingar tókust á við miklar breytingar á tekjusamsetningu. Finna þurfti ný tækifæri og samhliða sinna aukinni eftirspurn á fjölmörgum sviðum. Mest af þessu þurfti að eiga sér stað í fjarvinnu. Origo hefur tekið fyrstu skref í að skerpa samfélagslegar áherslur sínar en félagið hefur mikinn hug á því að ná enn frekari árangri þegar kemur að jafnrétti kynjanna, eflingu nýsköpunnar, ábyrgri neyslu, umhverfismálum, heilsu og vellíðan starfsfólks. Origo er spennt fyrir verkefnum 2021. Vissulega eru óvissumerki í efnahagslífinu en verkefnastaða félagins í hugbúnaði er góð og umhverfið almennt hagfellt fyrir fyrirtæki í upplýsingatækni, hvort sem eru í þróun hugbúnaðar eða sölu notendabúnaðar.“
Markaðir Upplýsingatækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira