NBA dagsins: LeBron og félagar drápu á sér í bílaborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2021 14:30 Mason Plumlee beitir öllum brögðum til að stöðva LeBron James. getty/Gregory Shamus Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, áttu ólíku gengi að fagna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Meistarar Lakers töpuðu mjög óvænt fyrir einu lélegasta liði deildarinnar, Detriot Pistons, 107-92. Þetta var annað tap Lakers í röð. LeBron James skoraði 22 stig fyrir Lakers en aðeins tvö þeirra komu í seinni hálfleik. Þá gekk lítið í sóknarleik meistaranna sem skoruðu aðeins 34 stig. Anthony Davis var fjarri góðu gamni hjá Lakers vegna meiðsla. Blake Griffin skoraði 23 stig fyrir Detroit og Wayne Ellington tuttugu. Mason Plumlee skoraði sautján stig og tók tíu fráköst. Þetta var aðeins fimmti sigur Detroit á tímabilinu. Liðið er í fjórtánda og næstneðsta sæti Austurdeildarinnar. Aðeins Washington Wizards hefur unnið færri leiki en Detroit. Clippers gerði góða ferð til Flórída og vann silfurlið síðasta tímabils, Miami Heat, 105-109. Fjölmarga leikmenn vantaði í bæði lið. Hjá Clippers voru til dæmis Kawhi Leonard og Paul George fjarverandi og Jimmy Butler lék ekki með Miami. Nicolas Batum skoraði átján stig fyrir Clippers og Lou Williams sautján. Reggie Jackson og Marcus Morris gerðu sextán stig hvor. Clippers er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Utah Jazz. Miami er hins vegar í 13. sæti Austurdeildarinnar og hefur aðeins unnið sex leiki í vetur. Tapið í nótt var það fimmta í röð hjá liðinu. Tyler Herro og Bam Adebayo voru bestu menn Miami í nótt. Herro skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, þrettán fráköst og sjö stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Detroit og Lakers og Miami og Clippers auk fimm flottustu tilþrifa leikja næturinnar. Klippa: NBA dagsins 29. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Meistararnir töpuðu fyrir einu slakasta liði deildarinnar Meistarar Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir biðu lægri hlut fyrir Detroit Pistons, 107-92, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 29. janúar 2021 08:00