Fjöldi tillagna til að efla knattspyrnu kvenna Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2021 14:00 Ísland á eitt af sextán bestu landsliðum heims en knattspyrna kvenna er í sókn um allan heim og KSÍ þarf að gæta þess að dragast ekki aftur úr. vísir/vilhelm Stofnun U21 eða U23 landsliðs kvenna, áskorun á knattspyrnufélög um kynjakvóta í stjórnum, og hvatning til styrktaraðila um aukinn hlut til knattspyrnu kvenna. Þetta eru þrjár af mörgum tillögum sem starfshópur á vegum KSÍ leggur til í skýrslu um heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. Á ársþingi KSÍ fyrir tveimur árum var lögð fram tillaga þess efnis að ráðist yrði í heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. A-landsliðsnefnd kvenna fékk verkefnið á sitt borð og hefur nú sent frá sér skýrslu sem unnin er af fjórum vinnuhópum, sem hver hafði fulltrúa úr nefndinni. Ætla má að alls hafi um 200 manns úr knattspyrnuhreyfingunni lagt hönd á plóg við vinnu skýrslunnar. Markmiðin með vinnunni voru: Að stúlkur fái að vaxa og dafna í fótbolta á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Að fleiri stúlkur æfi fótbolta. Að fá fleiri konur í leiðtogahlutverk í fótboltanum þ.e. í stjórnum og ráðum, sem þjálfara, sjálfboðaliða og dómara. Að auka gæði og samkeppnishæfni knattspyrnu kvenna. Að styrkja stöðu kvenna í hreyfingunni allri. Fimm af tillögum starfshópsins hafa þegar komið til framkvæmda. Þannig hafa landsliðsæfingar verið endurskipulagðar svo að leikmenn geti frekar leikið með sínum félagsliðum um helgar. Stjórn KSÍ hefur samþykkt kynjakvóta í nefndum sínum. Nýtt leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna hefur verið útfært og þurfa félögin í deildinni því að uppfylla þær kröfur sem þar eru gerðar til að fá að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í 4. flokki verður hægt að tefla fram 8 manna liðum, og aðstoð við afreksþjálfun íslensku félaganna hefur verið komið á laggirnar. Þær tillögur sem ætlunin er að komi svo til framkvæmda á næstu mánuðum og árum má sjá hér að neðan. Þess ber að geta að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í síðustu viku að ætlunin væri að að U23-landslið kvenna byrjaði að æfa og spila leiki á þessu ári. Nýr A-landsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson, hefði umsjón með verkefninu. Tillögur að aðgerðum til að efla knattspyrnu kvenna.Úr skýrslu starfshóps KSÍ Nánar má lesa um skýrsluna með því að smella hér. Skýrsluna í heild má sjá hér. Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Á ársþingi KSÍ fyrir tveimur árum var lögð fram tillaga þess efnis að ráðist yrði í heildarendurskoðun á knattspyrnu kvenna. A-landsliðsnefnd kvenna fékk verkefnið á sitt borð og hefur nú sent frá sér skýrslu sem unnin er af fjórum vinnuhópum, sem hver hafði fulltrúa úr nefndinni. Ætla má að alls hafi um 200 manns úr knattspyrnuhreyfingunni lagt hönd á plóg við vinnu skýrslunnar. Markmiðin með vinnunni voru: Að stúlkur fái að vaxa og dafna í fótbolta á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Að fleiri stúlkur æfi fótbolta. Að fá fleiri konur í leiðtogahlutverk í fótboltanum þ.e. í stjórnum og ráðum, sem þjálfara, sjálfboðaliða og dómara. Að auka gæði og samkeppnishæfni knattspyrnu kvenna. Að styrkja stöðu kvenna í hreyfingunni allri. Fimm af tillögum starfshópsins hafa þegar komið til framkvæmda. Þannig hafa landsliðsæfingar verið endurskipulagðar svo að leikmenn geti frekar leikið með sínum félagsliðum um helgar. Stjórn KSÍ hefur samþykkt kynjakvóta í nefndum sínum. Nýtt leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna hefur verið útfært og þurfa félögin í deildinni því að uppfylla þær kröfur sem þar eru gerðar til að fá að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í 4. flokki verður hægt að tefla fram 8 manna liðum, og aðstoð við afreksþjálfun íslensku félaganna hefur verið komið á laggirnar. Þær tillögur sem ætlunin er að komi svo til framkvæmda á næstu mánuðum og árum má sjá hér að neðan. Þess ber að geta að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í síðustu viku að ætlunin væri að að U23-landslið kvenna byrjaði að æfa og spila leiki á þessu ári. Nýr A-landsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson, hefði umsjón með verkefninu. Tillögur að aðgerðum til að efla knattspyrnu kvenna.Úr skýrslu starfshóps KSÍ Nánar má lesa um skýrsluna með því að smella hér. Skýrsluna í heild má sjá hér.
Að stúlkur fái að vaxa og dafna í fótbolta á eigin forsendum í heilbrigðu umhverfi. Að fleiri stúlkur æfi fótbolta. Að fá fleiri konur í leiðtogahlutverk í fótboltanum þ.e. í stjórnum og ráðum, sem þjálfara, sjálfboðaliða og dómara. Að auka gæði og samkeppnishæfni knattspyrnu kvenna. Að styrkja stöðu kvenna í hreyfingunni allri.
Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin KSÍ Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira