Fyrsta lota Borgarlínu kosti 25 milljarða og þar muni mestu um byggingu brúa Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2021 21:00 Reiknað er með að fyrsti áfangi Borgarlínu verði tekinn í gagnið seinni hluta ársins 2025. Frumdrög þessa áfanga upp á tuttugu og fimm milljarða voru kynnt í dag og munar þar mestu um kostnað við brýr yfir Fossvog og Elliðaárvog. Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum. Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Fyrsta lota Borgarlínunnar mun ná frá Ártúnshöfða og niður í miðbæ. Þaðan fer hún um miðborgina, yfir í Vatnsmýrina, yfir Fossvog út á Kársnes og þaðan upp í Hamraborg. Áætlanir eru einnig uppi um að þessar leiðir muni einnig teygja sig frá Ártúnshöfða og í Grafarvog og frá Hamraborg upp í Vatnsenda. Vonir standa til að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi 2023 og fyrsti Borgarlínustrætóinn fari þessa leið seinni hluta ársins 2025. Í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er gert ráð fyrir 50 milljörðum í borgarlínuna. Þessi fyrsta lota mun nema 25 milljörðum af þeirri upphæð. Mestu munar um byggingu brúa yfir Fossvog og Elliðaárvog sem verða aðeins fyrir vistvæna ferðamáta. Brúin yfir Fossvog mun liggja frá enda Reykjavíkurflugvallar og að Bakkabraut á Kársnesi. Brýr yfir Elliðárvog mun liggja frá Vogabyggöð, yfir Geirsnef og inn á Sævarhöfða þar sem Borgarlínan fer um nýjan veg að Stórhöfða. Um byltingu verður að ræða fyrir íbúa að sögn þeirra sem að Borgarlínunni standa. „Þetta eru nýir tímar í almenningssamgöngum því Borgarlínan mun ekki bara nýtast þeim sem nota hana. Heldur mun hún létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu í heild sinni. Þetta mun nýtast öllum, hvort sem þeir nota einkabíl eða ekki,“ segir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.Vísir/Egill „Fólk sem notar Borgarlínuna mun upplifa styttri ferðatíma. Á algengum leiðum getur ferðatími verið að styttast um allt að helming.“ Samgöngusáttmálinn snýr einnig að uppbyggingu stofnvega, virkra ferðamáta og umferðarflæðis. Davíð segir kostnaðinn við fyrstu lotu borgarlínunnar mega vera háan. „Þetta eru arðbærustu leiðirnar og eðlilega byrjar maður á þeim. Þetta má alveg kosta því það er gert ráð fyrir að arðsemin af þessu sé sjö prósent. Þetta mun nýtast mjög mörgum og verður mjög arðbært. Þetta eru háar fjárhæðir en þeim er mjög vel varið.“ Um er að ræða frumdrög en ekki endanlegar tillögur. Hægt er að kynna sér frumdrögin nánar á vef Borgarlínunnar þar sem er óskað eftir athugasemdum.
Reykjavík Kópavogur Borgarlína Samgöngur Skipulag Fossvogsbrú Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira