Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) taka við rekstri Jarðhitaskólans Heimsljós 8. febrúar 2021 17:26 Friðrik Jónsson forstöðumaður GRÓ, Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður GRÓ, Guðni Axelsson forstöðumaður Jarðhitaskólans, Árni Magnússon, forstjóri ÍROS og Þórdís Ingadóttir, stjórnarformaður ÍSOR. Jarðhitaskólinn fer undir hatt ÍSOR samkvæmt nýjum samningum eftir tveggja ára umbreytingaferli. Í dag var undirritaður nýr þjónustusamningur GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um rekstur Jarðhitaskólans, en Jarðhitaskólinn er einn fjögurra skóla GRÓ. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, lýsti sérstakri ánægju með undirritun samningsins. „Með gerð þessa samnings erum við að ljúka umbótaferli sem hófst í aðdraganda flutnings GRÓ skólanna frá samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna til samstarfs við UNESCO. Ég setti af stað innri endurskoðun á starfsemi skólanna, sem leitt hefur af sér að formlegir þjónustusamningar hafa verið gerðir við hýsistofnanir um umsýslu og rekstur skólanna. Þetta nýja fyrirkomulag tryggir aukna skilvirkni og gagnsæi og að fé sem nýtt er til þessara verkefna nýtist okkar umbjóðendum frá þróunarríkjum sem allra best. Aukinheldur gefur þetta möguleika til vaxtar og sóknarfæra til framtíðar ef vel gengur,“ sagði Guðlaugur Þór. GRÓ er sjálfstæð miðstöð um uppbyggingu færni og þekkingar í þróunarlöndum og starfar undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), samkvæmt samningi milli Íslands og UNESCO, á málefnasviðum þar sem sérþekking Íslendinga nýtist í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Aðrir skólar eru Jafnréttisskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Jarðhitaskólinn var áður hýstur hjá Orkustofnun og GRÓ og utanríkisráðuneytið þakkar Orkustofnun fyrir einstakt samstarf við uppbyggingu og starfsrækslu verkefnisins síðastliðna áratugi og fyrir gott samstarf um yfirfærslu verkefnisins til nýs hýsingaraðila. Leiðir Jarðhitaskólans og ÍSOR lengi legið saman „Það er ÍSOR sönn ánægja að taka við því hlutverki sem okkur er í dag falið af GRÓ, við hýsingu og rekstur Jarðhitaskólans,“ sagði Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, við tilefnið. „Skólinn hefur um áratugaskeið gegnt veigamiklu hlutverki við þjálfun sérfræðinga á þessu sviði og á því verður sannarlega ekki breyting. Við hlökkum til samstarfsins við GRÓ og lítum björtum augum til framtíðar við rekstur skólans.“ Þórdís Ingadóttir, stjórnarformaður ÍSOR, sagði leiðir Jarðhitaskólans og ÍSOR lengi hafa legið saman, enda hafi skólinn jafnan sótt fjölda kennara í raðir starfsmanna ÍSOR. „Jarðhitaskólinn hefur notið þess að hafa aðgang að mörgum færustu sérfræðingum heims á sviði jarðhita, með samvinnu við ÍSOR, orkufyrirtækin, íslenskar verkfræðistofur og fleiri. Á því verður engin breyting við hið nýja fyrirkomulag. Við hlökkum til að fá Jarðhitaskólann í hús til okkar og þökkum það traust sem okkur er sýnt,“ bætti Þórdís við. Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður GRÓ, lýsti sömuleiðis ánægju með nýjan samning. „Hér er að ljúka tæplega tveggja ára umbreytingaferli sem ég hef haft bæði ánægju og heiður af að vinna í samvinnu við utanríkisráðuneytið, stjórn GRÓ og núverandi og fyrrverandi forstöðumenn. Þetta er ánægjulegur áfangi og ég hlakka til áframhaldandi vinnu framundan og þess að efla þessi verkefni, sérstaklega í kjölfar þessa heimsfaraldurs,“ sagði Jón Karl. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jarðhiti Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent
Í dag var undirritaður nýr þjónustusamningur GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um rekstur Jarðhitaskólans, en Jarðhitaskólinn er einn fjögurra skóla GRÓ. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, lýsti sérstakri ánægju með undirritun samningsins. „Með gerð þessa samnings erum við að ljúka umbótaferli sem hófst í aðdraganda flutnings GRÓ skólanna frá samstarfi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna til samstarfs við UNESCO. Ég setti af stað innri endurskoðun á starfsemi skólanna, sem leitt hefur af sér að formlegir þjónustusamningar hafa verið gerðir við hýsistofnanir um umsýslu og rekstur skólanna. Þetta nýja fyrirkomulag tryggir aukna skilvirkni og gagnsæi og að fé sem nýtt er til þessara verkefna nýtist okkar umbjóðendum frá þróunarríkjum sem allra best. Aukinheldur gefur þetta möguleika til vaxtar og sóknarfæra til framtíðar ef vel gengur,“ sagði Guðlaugur Þór. GRÓ er sjálfstæð miðstöð um uppbyggingu færni og þekkingar í þróunarlöndum og starfar undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), samkvæmt samningi milli Íslands og UNESCO, á málefnasviðum þar sem sérþekking Íslendinga nýtist í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Aðrir skólar eru Jafnréttisskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Jarðhitaskólinn var áður hýstur hjá Orkustofnun og GRÓ og utanríkisráðuneytið þakkar Orkustofnun fyrir einstakt samstarf við uppbyggingu og starfsrækslu verkefnisins síðastliðna áratugi og fyrir gott samstarf um yfirfærslu verkefnisins til nýs hýsingaraðila. Leiðir Jarðhitaskólans og ÍSOR lengi legið saman „Það er ÍSOR sönn ánægja að taka við því hlutverki sem okkur er í dag falið af GRÓ, við hýsingu og rekstur Jarðhitaskólans,“ sagði Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, við tilefnið. „Skólinn hefur um áratugaskeið gegnt veigamiklu hlutverki við þjálfun sérfræðinga á þessu sviði og á því verður sannarlega ekki breyting. Við hlökkum til samstarfsins við GRÓ og lítum björtum augum til framtíðar við rekstur skólans.“ Þórdís Ingadóttir, stjórnarformaður ÍSOR, sagði leiðir Jarðhitaskólans og ÍSOR lengi hafa legið saman, enda hafi skólinn jafnan sótt fjölda kennara í raðir starfsmanna ÍSOR. „Jarðhitaskólinn hefur notið þess að hafa aðgang að mörgum færustu sérfræðingum heims á sviði jarðhita, með samvinnu við ÍSOR, orkufyrirtækin, íslenskar verkfræðistofur og fleiri. Á því verður engin breyting við hið nýja fyrirkomulag. Við hlökkum til að fá Jarðhitaskólann í hús til okkar og þökkum það traust sem okkur er sýnt,“ bætti Þórdís við. Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður GRÓ, lýsti sömuleiðis ánægju með nýjan samning. „Hér er að ljúka tæplega tveggja ára umbreytingaferli sem ég hef haft bæði ánægju og heiður af að vinna í samvinnu við utanríkisráðuneytið, stjórn GRÓ og núverandi og fyrrverandi forstöðumenn. Þetta er ánægjulegur áfangi og ég hlakka til áframhaldandi vinnu framundan og þess að efla þessi verkefni, sérstaklega í kjölfar þessa heimsfaraldurs,“ sagði Jón Karl. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jarðhiti Orkumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent