Með fullt hús fjár Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:31 Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun