Dönsk vindorkueyja mætir orkuþörf tíu milljóna heimila Heimsljós 10. febrúar 2021 13:42 UNSPLASH/Nicholas Doherty Danir fyrirhuga að safna vindorku með fjölmörgum vindorkubúum og miðla til annarra ríkja. Fyrirhuguð ný manngerð eyja hefur verið kynnt sem bjartasta von orkuskipta í Danmörku og jafnvel í Evrópu og heiminum öllum, segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Eyjan verður 80 kílómetra frá landi í Norðursjó. Þar verður safnað orku frá fjölmörgum vindorkubúum og henni síðan miðlað til fjölda ríkja. Í fréttinni segir að Danir noti sífellt hlutfallslega meira rafmagn í orkunotkun sinni. „Vindorkueyjan mætir þessari auknu eftirspurn auk þess að flytja út græna orku til nágrannaríkja,“ segir UNRIC. „Til að byrja með mun orkuframleiðsla eyjarinnar duga fyrir orkunotkun þriggja milljóna heimila. Stefnt er síðan að því að hún færi smám saman út kvíarnar þar til hún getur sinnt orkuþörf tíu milljóna heimila. Þá mun hún hafa stækkað úr 18 fótboltavöllum í lokastærðina sem nemur 64 fótboltavöllum.“ Að sögn UNRIC verður þessi fyrsta vindorkueyju heims mesta byggingaframkvæmd danskrar sögu. Búist er við að sú orka sem leidd verður úr læðingi nægi til að sinna orkuþörf tíu milljóna heimila í Evrópu. Kostnaðurinn er áætlaður 210 milljónir danskra króna eða 4620 – fjögur þúsund sex hundruð og tuttugu milljarðar – íslenskra króna. „Gervi-orkueyjan er önnur tveggja slíkra sem Danir ætla einbeita sér að í þágu hreinna orkuskipta. Þingið hafði áður samþykkt að skapa vindorkubú á Borgundarhólmi. Þegar saman fer að vindur er mikill en eftirspurn lítil verður umframorka nýtt til framleiðslu vetnis eða annarrar loftslagsvænnar orku. Hana má nota að knýja skip og þungaiðnað. Hér er um að ræða tækni sem mætti kalla rafaflsvörpun ( “power-t-x” tækn) sem vonast er til að greiði fyrir umhverfisvænni samgöngum." Hrein orkuskipti eru þungamiðja í sjöunda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Það snýst um sjálfbæra orku og að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Auk þess eru orkuumskiptin nauðsynleg til að markmiðum Parísarsamningsins um viðnám gegn loftslagsbreytingum verði náð. Þau kveða á um að halda hækkun hitastigs á jörðinni innan við 1.5-2 gráður á Celsius miðað við upphaf iðnbyltingar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Orkumál Danmörk Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent
Fyrirhuguð ný manngerð eyja hefur verið kynnt sem bjartasta von orkuskipta í Danmörku og jafnvel í Evrópu og heiminum öllum, segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Eyjan verður 80 kílómetra frá landi í Norðursjó. Þar verður safnað orku frá fjölmörgum vindorkubúum og henni síðan miðlað til fjölda ríkja. Í fréttinni segir að Danir noti sífellt hlutfallslega meira rafmagn í orkunotkun sinni. „Vindorkueyjan mætir þessari auknu eftirspurn auk þess að flytja út græna orku til nágrannaríkja,“ segir UNRIC. „Til að byrja með mun orkuframleiðsla eyjarinnar duga fyrir orkunotkun þriggja milljóna heimila. Stefnt er síðan að því að hún færi smám saman út kvíarnar þar til hún getur sinnt orkuþörf tíu milljóna heimila. Þá mun hún hafa stækkað úr 18 fótboltavöllum í lokastærðina sem nemur 64 fótboltavöllum.“ Að sögn UNRIC verður þessi fyrsta vindorkueyju heims mesta byggingaframkvæmd danskrar sögu. Búist er við að sú orka sem leidd verður úr læðingi nægi til að sinna orkuþörf tíu milljóna heimila í Evrópu. Kostnaðurinn er áætlaður 210 milljónir danskra króna eða 4620 – fjögur þúsund sex hundruð og tuttugu milljarðar – íslenskra króna. „Gervi-orkueyjan er önnur tveggja slíkra sem Danir ætla einbeita sér að í þágu hreinna orkuskipta. Þingið hafði áður samþykkt að skapa vindorkubú á Borgundarhólmi. Þegar saman fer að vindur er mikill en eftirspurn lítil verður umframorka nýtt til framleiðslu vetnis eða annarrar loftslagsvænnar orku. Hana má nota að knýja skip og þungaiðnað. Hér er um að ræða tækni sem mætti kalla rafaflsvörpun ( “power-t-x” tækn) sem vonast er til að greiði fyrir umhverfisvænni samgöngum." Hrein orkuskipti eru þungamiðja í sjöunda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna. Það snýst um sjálfbæra orku og að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. Auk þess eru orkuumskiptin nauðsynleg til að markmiðum Parísarsamningsins um viðnám gegn loftslagsbreytingum verði náð. Þau kveða á um að halda hækkun hitastigs á jörðinni innan við 1.5-2 gráður á Celsius miðað við upphaf iðnbyltingar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Orkumál Danmörk Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent