Um fimmti hver Reykvíkingur notar rafhlaupahjól Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2021 13:57 Samkvæmt könnuninni er notkunin mest í aldurshópnum 18 til 24 ára. Vísir/Vilhelm Tæplega nítján prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól eitthvað og tæp sex prósent nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notkunin er mest í aldurshópnum 18 til 24 ára og virkustu notendurnir eru búsettir í Háaleiti/Bústöðum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Á vef borgarinnar segir að algengast sé að notendur rafhlaupahjóla noti þau í að ferðast til og frá vinnu og komi þau því í stað einkabíla í ákveðnum ferðum. „Rafhlaupahjólin eru að sýna sig sem alvöru valkostur í samgöngum en 43,5% þeirra sem nota rafhlaupahjól fara færri ferðir með einkabíl en áður skv. könnuninni. Fólk notar því hjólin í meira en frístundaferðir, þó einnig sé vinsælt að nota þau í ferðir til og frá veitingastöðum, til vina og ættingja og einnig til útréttinga. Nokkrir punktar úr niðurstöðunum: Tæplega 19% Reykvíkinga notar rafhlaupahjól eitthvað. Tæp 6% nota þau einu sinni í viku eða oftar, 5,3% einu til þrisvar sinnum í mánuði og 7,6% nota hjólin sjaldnar en einu sinni í mánuði. Samtals nota rúmlega 11% rafhlaupahjól einu sinni í mánuði eða oftar. Hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25-34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Notkunin er hins vegar mest hjá 18-24 ára en 15% aldurhópsins nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notendur eru flestir í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum/Laugardal en virkustu notendurnir eru í Háleiti/Bústöðum. 11,9% segja að það sé rafhlaupahjól á heimilinu og eru það hlutfall hæst í Háaleiti/Bústöðum og í Hlíðum/Laugardal. Tveir af hverjum þremur af þeim sem nota hlaupahjól einu sinni í viku eða oftar búa á heimili þar sem er rafhlaupahjól. Helmingur hefði farið gangandi í síðustu ferðina sem þeir fóru á hlaupahjóli, ríflega fjórðungur hefði farið á einkabíl, 14% með Strætó og ríflega 7% hjólandi. Algengast er að notendur rafhlaupahjóla noti það í að ferðast til og frá vinnu en næst algengast er að nota það til/frá skemmtistöðum sem er algengara meðal þeirra sem nota hjólin sjaldnar en einu sinni í mánuði. Tæplega 29% hafa leigt rafhlaupahjól en naumlega 59% hafa heyrt um þjónustuna en ekki leigt. Tæp 13% hafa ekki heyrt um þjónustuna. Ríflega helmingur Reykvíkinga 18-34 ára hefur leigt hlaupahjól. Könnunin var gerð af Gallup fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar á tímabilinu 18. nóvember til 14. desember 2020. Könnunin var send á samtals 2700 Reykvíkinga 18 ára og eldri í nokkrum spurningavögnum sem skilaði rúmlega 1400 svörum,“ segir í fréttinni. Reykjavík Samgöngur Rafskútur Tengdar fréttir Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Á vef borgarinnar segir að algengast sé að notendur rafhlaupahjóla noti þau í að ferðast til og frá vinnu og komi þau því í stað einkabíla í ákveðnum ferðum. „Rafhlaupahjólin eru að sýna sig sem alvöru valkostur í samgöngum en 43,5% þeirra sem nota rafhlaupahjól fara færri ferðir með einkabíl en áður skv. könnuninni. Fólk notar því hjólin í meira en frístundaferðir, þó einnig sé vinsælt að nota þau í ferðir til og frá veitingastöðum, til vina og ættingja og einnig til útréttinga. Nokkrir punktar úr niðurstöðunum: Tæplega 19% Reykvíkinga notar rafhlaupahjól eitthvað. Tæp 6% nota þau einu sinni í viku eða oftar, 5,3% einu til þrisvar sinnum í mánuði og 7,6% nota hjólin sjaldnar en einu sinni í mánuði. Samtals nota rúmlega 11% rafhlaupahjól einu sinni í mánuði eða oftar. Hlutfallslega flestir úr aldurshópnum 25-34 ára nota rafhlaupahjólin eitthvað. Notkunin er hins vegar mest hjá 18-24 ára en 15% aldurhópsins nota þau einu sinni í viku eða oftar. Notendur eru flestir í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum/Laugardal en virkustu notendurnir eru í Háleiti/Bústöðum. 11,9% segja að það sé rafhlaupahjól á heimilinu og eru það hlutfall hæst í Háaleiti/Bústöðum og í Hlíðum/Laugardal. Tveir af hverjum þremur af þeim sem nota hlaupahjól einu sinni í viku eða oftar búa á heimili þar sem er rafhlaupahjól. Helmingur hefði farið gangandi í síðustu ferðina sem þeir fóru á hlaupahjóli, ríflega fjórðungur hefði farið á einkabíl, 14% með Strætó og ríflega 7% hjólandi. Algengast er að notendur rafhlaupahjóla noti það í að ferðast til og frá vinnu en næst algengast er að nota það til/frá skemmtistöðum sem er algengara meðal þeirra sem nota hjólin sjaldnar en einu sinni í mánuði. Tæplega 29% hafa leigt rafhlaupahjól en naumlega 59% hafa heyrt um þjónustuna en ekki leigt. Tæp 13% hafa ekki heyrt um þjónustuna. Ríflega helmingur Reykvíkinga 18-34 ára hefur leigt hlaupahjól. Könnunin var gerð af Gallup fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar á tímabilinu 18. nóvember til 14. desember 2020. Könnunin var send á samtals 2700 Reykvíkinga 18 ára og eldri í nokkrum spurningavögnum sem skilaði rúmlega 1400 svörum,“ segir í fréttinni.
Reykjavík Samgöngur Rafskútur Tengdar fréttir Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Hljóðlát bylting í Reykjavík Hlaupahjólaleigur spretta upp í Reykjavík. Um 1100 rafhlaupahjól verða í boði innan skamms. 15. september 2020 09:00