Aftur stórmót í golfi í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2021 17:31 EM stúlkna í golfi fer fram á Urriðavelli í Heiðmörk. mynd/GSÍ Sumarið 2022 verður haldið stórmót í golfi á Íslandi þegar Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ. Í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands kemur fram að undirbúningur fyrir mótið, sem er í höndum GSÍ, Odds og Golfsambands Evrópu, sé nú þegar hafinn. Einu sinni áður hefur stórmót í golfi farið fram hér á landi en það var einnig á Urriðavelli, þegar EM kvenna var haldið þar sumarið 2016. Búast má við því að vel á annað hundrað keppendur, þjálfarar og fylgdarlið mæti á mótið þarnæsta sumar, frá 20 löndum. Keppendur verða fremstu áhugakylfingar Evrópu, úr hópi 18 ára kvenna og yngri. Evrópumót stúlknalandsliða fór fyrst fram árið 1991 og var haldið á tveggja ára fresti til ársins 1999 en hefur síðan verið haldið árlega. Mótið á Ísland verður númer 27 í röðinni. Síðast fór mótið fram í Slóvakíu og þar fögnuðu Þjóðverjar sigri. „Hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland“ Haukur Örn Birgisson er forseti Golfsambands Íslands sem og Golfsambands Evrópu. Í tilkynningu frá GSÍ segist hann meðal annars hlakka til að geta gefið erlendum keppendum færi á að heimsækja Íslands: „Við erum afar stolt af því að Ísland hafi verið valið sem áfangastaður fyrir Evrópumót í golfi. Evrópska golfsambandið var mjög ánægt með framkvæmdina árið 2016 og það sama má segja um keppendur í því móti. Evrópumót landsliða eru stærstu mót sem EGA stendur fyrir ár hvert og þessi mót eru ávallt haldin á bestu golfvöllum Evrópu. Í þessu vali felst því mikil viðurkenning fyrir Urriðavöll og félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi. Með GSÍ-hattinn á mér hlakka ég mikið til áskorunarinnar sem felst í því að halda svona merkilegt golfmót og með EGA-hattinn á mér get ég ekki annað sagt en að ég hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland af þessu tilefni,“ segir Haukur Örn. Golf Garðabær Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands kemur fram að undirbúningur fyrir mótið, sem er í höndum GSÍ, Odds og Golfsambands Evrópu, sé nú þegar hafinn. Einu sinni áður hefur stórmót í golfi farið fram hér á landi en það var einnig á Urriðavelli, þegar EM kvenna var haldið þar sumarið 2016. Búast má við því að vel á annað hundrað keppendur, þjálfarar og fylgdarlið mæti á mótið þarnæsta sumar, frá 20 löndum. Keppendur verða fremstu áhugakylfingar Evrópu, úr hópi 18 ára kvenna og yngri. Evrópumót stúlknalandsliða fór fyrst fram árið 1991 og var haldið á tveggja ára fresti til ársins 1999 en hefur síðan verið haldið árlega. Mótið á Ísland verður númer 27 í röðinni. Síðast fór mótið fram í Slóvakíu og þar fögnuðu Þjóðverjar sigri. „Hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland“ Haukur Örn Birgisson er forseti Golfsambands Íslands sem og Golfsambands Evrópu. Í tilkynningu frá GSÍ segist hann meðal annars hlakka til að geta gefið erlendum keppendum færi á að heimsækja Íslands: „Við erum afar stolt af því að Ísland hafi verið valið sem áfangastaður fyrir Evrópumót í golfi. Evrópska golfsambandið var mjög ánægt með framkvæmdina árið 2016 og það sama má segja um keppendur í því móti. Evrópumót landsliða eru stærstu mót sem EGA stendur fyrir ár hvert og þessi mót eru ávallt haldin á bestu golfvöllum Evrópu. Í þessu vali felst því mikil viðurkenning fyrir Urriðavöll og félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi. Með GSÍ-hattinn á mér hlakka ég mikið til áskorunarinnar sem felst í því að halda svona merkilegt golfmót og með EGA-hattinn á mér get ég ekki annað sagt en að ég hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland af þessu tilefni,“ segir Haukur Örn.
Golf Garðabær Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira