Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 07:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mun að öllum líkindum leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Vísir/Vilhelm Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira