Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 21:57 Herforingjastjórnin í Mjanmar gaf út tilskipun þess efnis í dag að helstu stjórnarandstæðingar skyldu handteknir. Getty/Hkun Lat Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. Fjöldi lagabreytinga var tilkynntur í dag, á áttunda degi víðtækra og fjölmennra mótmæla vegna valdaránsins sem herinn framdi 1. febrúar síðastliðinn. Við valdaránið var leiðtogi landsins Aung San Suu Kyi handtekin, og tókst hernum þar með að stöðva stjórnarfarsbreytingar í átt að lýðræði sem hafa farið fram hægt og bítandi frá árinu 2011. Greinendur segja lagabreytingarnar sem tilkynntar voru í dag minna á stjórnartíð hersins, sem varði í nær hálfa öld áður en lýðræðisþróun fór af stað í landinu. Á valdatíð hersins var landið eitt það lokaðasta í suðaustur Asíu. Meðal þeirra lagabreytinga sem gerðar voru í dag var afnám þriggja lagagreina sem varða vernd einkalífs og öryggis almennra borgara. Meðal lagagreinanna er grein sem segir að grunaðir afbrotamenn megi ekki vera í haldi lögreglu í meira en 24 tíma án samþykkis dómstóla og lagagreinin heftir einnig rétt löggæsluyfirvalda til þess að fara inn á einkaeign og framkvæma þar leit eða handtaka fólk, án aðkomu dómstóla. Þá hefur lagagrein um njósnir einnig verið felld úr gildi. Min Aung Hlaing, herforingi, skrifaði undir tilskipunina um lagabreytingarnar og er þar hvergi tekið fram hve lengi þessar breytingar gilda. Mjanmar Tengdar fréttir Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Þúsundir mótmæla í Mjanmar Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi. 8. febrúar 2021 06:59 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fjöldi lagabreytinga var tilkynntur í dag, á áttunda degi víðtækra og fjölmennra mótmæla vegna valdaránsins sem herinn framdi 1. febrúar síðastliðinn. Við valdaránið var leiðtogi landsins Aung San Suu Kyi handtekin, og tókst hernum þar með að stöðva stjórnarfarsbreytingar í átt að lýðræði sem hafa farið fram hægt og bítandi frá árinu 2011. Greinendur segja lagabreytingarnar sem tilkynntar voru í dag minna á stjórnartíð hersins, sem varði í nær hálfa öld áður en lýðræðisþróun fór af stað í landinu. Á valdatíð hersins var landið eitt það lokaðasta í suðaustur Asíu. Meðal þeirra lagabreytinga sem gerðar voru í dag var afnám þriggja lagagreina sem varða vernd einkalífs og öryggis almennra borgara. Meðal lagagreinanna er grein sem segir að grunaðir afbrotamenn megi ekki vera í haldi lögreglu í meira en 24 tíma án samþykkis dómstóla og lagagreinin heftir einnig rétt löggæsluyfirvalda til þess að fara inn á einkaeign og framkvæma þar leit eða handtaka fólk, án aðkomu dómstóla. Þá hefur lagagrein um njósnir einnig verið felld úr gildi. Min Aung Hlaing, herforingi, skrifaði undir tilskipunina um lagabreytingarnar og er þar hvergi tekið fram hve lengi þessar breytingar gilda.
Mjanmar Tengdar fréttir Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Þúsundir mótmæla í Mjanmar Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi. 8. febrúar 2021 06:59 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31
Þúsundir mótmæla í Mjanmar Enn er mótmælt á götum Mjanmar eftir að her landsins tók völdin og hneppti lýðræðislega kjörna fulltrúa í varðhald, þar á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi. 8. febrúar 2021 06:59