Fyrir hverja er skólakerfið? Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 14. febrúar 2021 13:00 Þegar ég var fyrsta árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut upplifði ég undarlega atburði. Umræða hafði skapast á fréttavettvangi um fjárveitingar til skólans og rætt var um, að ríkið myndi stöðva þær fjárveitingar og að skólanum yrði alfarið lokað að vori. Þarna vorum við, fjöldi nema á fyrra ári af tveimur og okkur haldið í algjörri óvissu. Oft varð maður var við fréttamenn innan veggja skólans að taka viðtöl við stjórnanda skólans sem birtust svo í kvöldfréttum og í kjölfar þess andsvör frá stjórnvöldum. Mikil umræða var um þessi mál, en eitt gleymdist þó alveg. Enginn ræddi við okkur nemendur þessa skóla sem talað var um að leggja niður og loka. Í öllu þessu gleymdumst við alveg. Þetta misbauð mér og ákvað ég að grípa til minna ráða, skrifaði bréf til þáverandi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Samnemendur mínir undirrituðu það og fórum við hópur nema skólans á fund ráðherra. Unnið var út frá nýjum forsendum, hag nemenda og skólinn fékk auka ár til að útskrifa þá sem þar voru í námi. Á dögunum birtist viðtal í kvöldfréttum RÚV við grunnskólanemendur í Víðistaðaskóla, þau bentu á að menntakerfið sé úrelt og vilja að unnið sé að breytingum á námskrám skólanna með hag nemenda að leiðarljósi! Við verðum jú að spyrja okkur að þessari spurningu: Fyrir hverja er skólakerfið? Er það fyrir starfsfólk skólanna, stjórnendur og kennara þess? Nei, það er fyrir nemendur. Það er til þess að miðla áfram þekkingu og undirbúa einstaklinga á sem bestan máta, til að takast á við þau verkefni sem samfélag hvers tíma krefst. Við lifum á tímum stöðugra breytinga. Í síbreytilegu samfélagi er aðlögunarhæfni einn helsti lykill framþróunar, að meðtaka breyttar aðstæður og laga sig að þeim. Andstæðan við framþróun og aðlögunarhæfni er stöðnun. Þó svo að eitthvað hafi einhvern tímann talist gagnlegt og gott, þá í breyttum veruleika kann það að þurfa að víkja fyrir einhverju öðru og gagnmeira í samtímanum. Samhliða því má það færast í aukana að fræða nemendur um það hvers vegna þeir læra ákveðin fög og hvar þau kunna að gagnast að námi loknu, en það er eitthvað sem gjarnan gleymist. Án þess að fara djúpt ofan í einstök atriði, þá ætla ég að varpa hér fram einni staðreynd: Það þurfa ekki allir að læra þýsku. Þetta kann að leggjast misvel í fólk, en engu að síður er það staðreynd. Ég hef leitt viðskiptasamninga við þýsk fyrirtæki og jafnvel þar hafði ég ekki verulegt gagn af þeim tíma sem fór í það að læra grunninn í því máli. Eitt er þó hvergi sjáanlegt sem fag í skyldunámskrám hér á landi, eitthvað sem við þurfum öll að fást við í daglegu lífi. Það er fjármál og fjármálalæsi. Ólíkt þýskunni sem mér var gert skylt að læra, þá bar mér engin skylda til þess að læra um fjármál. Sjálfur þurfti ég að velja það á framhalds- og háskólastigi. Án alls efa, þá væri það öllum nemendum til heilla að fá grunnfræðslu á þeim sviðum, geta skilið sínar eigin skattaskýrslur og geta tekið meðvitaðri og upplýstari ákvarðanir í viðskiptum. Þessu líkt má huga að fleiri fræðum sem gagnlegra væri að hafa haldbæra þekkingu á, eftir að hafa lokið því grunnnámi sem lögbundin skólaskylda kveður á um hér á landi. Í menntakerfinu mega hagsmunir nemenda ekki gleymast. Augljóst er að sá tími er runninn upp að endurskoða þarf forgangsröðun og uppbyggingu á skyldunámskrám grunn- og framhaldsskóla landsins. Við það verk þá þarf að horfa til framtíðar, samhliða því að byggja á traustum grunni sem að mörgu leyti gagnast ennþá vel, en sannarlega má þó bæta og aðlaga að samfélagi samtímans. Í þeirri stefnumótun verður ungt fólk sem horfir til framtíðar að hafa völd og fá að taka virkan þátt. Því skólakerfið er jú alltaf fyrir framtíðina. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Gunnar Hnefill Örlygsson Framhaldsskólar Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Þegar ég var fyrsta árs nemandi í Menntaskólanum Hraðbraut upplifði ég undarlega atburði. Umræða hafði skapast á fréttavettvangi um fjárveitingar til skólans og rætt var um, að ríkið myndi stöðva þær fjárveitingar og að skólanum yrði alfarið lokað að vori. Þarna vorum við, fjöldi nema á fyrra ári af tveimur og okkur haldið í algjörri óvissu. Oft varð maður var við fréttamenn innan veggja skólans að taka viðtöl við stjórnanda skólans sem birtust svo í kvöldfréttum og í kjölfar þess andsvör frá stjórnvöldum. Mikil umræða var um þessi mál, en eitt gleymdist þó alveg. Enginn ræddi við okkur nemendur þessa skóla sem talað var um að leggja niður og loka. Í öllu þessu gleymdumst við alveg. Þetta misbauð mér og ákvað ég að grípa til minna ráða, skrifaði bréf til þáverandi menntamálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur. Samnemendur mínir undirrituðu það og fórum við hópur nema skólans á fund ráðherra. Unnið var út frá nýjum forsendum, hag nemenda og skólinn fékk auka ár til að útskrifa þá sem þar voru í námi. Á dögunum birtist viðtal í kvöldfréttum RÚV við grunnskólanemendur í Víðistaðaskóla, þau bentu á að menntakerfið sé úrelt og vilja að unnið sé að breytingum á námskrám skólanna með hag nemenda að leiðarljósi! Við verðum jú að spyrja okkur að þessari spurningu: Fyrir hverja er skólakerfið? Er það fyrir starfsfólk skólanna, stjórnendur og kennara þess? Nei, það er fyrir nemendur. Það er til þess að miðla áfram þekkingu og undirbúa einstaklinga á sem bestan máta, til að takast á við þau verkefni sem samfélag hvers tíma krefst. Við lifum á tímum stöðugra breytinga. Í síbreytilegu samfélagi er aðlögunarhæfni einn helsti lykill framþróunar, að meðtaka breyttar aðstæður og laga sig að þeim. Andstæðan við framþróun og aðlögunarhæfni er stöðnun. Þó svo að eitthvað hafi einhvern tímann talist gagnlegt og gott, þá í breyttum veruleika kann það að þurfa að víkja fyrir einhverju öðru og gagnmeira í samtímanum. Samhliða því má það færast í aukana að fræða nemendur um það hvers vegna þeir læra ákveðin fög og hvar þau kunna að gagnast að námi loknu, en það er eitthvað sem gjarnan gleymist. Án þess að fara djúpt ofan í einstök atriði, þá ætla ég að varpa hér fram einni staðreynd: Það þurfa ekki allir að læra þýsku. Þetta kann að leggjast misvel í fólk, en engu að síður er það staðreynd. Ég hef leitt viðskiptasamninga við þýsk fyrirtæki og jafnvel þar hafði ég ekki verulegt gagn af þeim tíma sem fór í það að læra grunninn í því máli. Eitt er þó hvergi sjáanlegt sem fag í skyldunámskrám hér á landi, eitthvað sem við þurfum öll að fást við í daglegu lífi. Það er fjármál og fjármálalæsi. Ólíkt þýskunni sem mér var gert skylt að læra, þá bar mér engin skylda til þess að læra um fjármál. Sjálfur þurfti ég að velja það á framhalds- og háskólastigi. Án alls efa, þá væri það öllum nemendum til heilla að fá grunnfræðslu á þeim sviðum, geta skilið sínar eigin skattaskýrslur og geta tekið meðvitaðri og upplýstari ákvarðanir í viðskiptum. Þessu líkt má huga að fleiri fræðum sem gagnlegra væri að hafa haldbæra þekkingu á, eftir að hafa lokið því grunnnámi sem lögbundin skólaskylda kveður á um hér á landi. Í menntakerfinu mega hagsmunir nemenda ekki gleymast. Augljóst er að sá tími er runninn upp að endurskoða þarf forgangsröðun og uppbyggingu á skyldunámskrám grunn- og framhaldsskóla landsins. Við það verk þá þarf að horfa til framtíðar, samhliða því að byggja á traustum grunni sem að mörgu leyti gagnast ennþá vel, en sannarlega má þó bæta og aðlaga að samfélagi samtímans. Í þeirri stefnumótun verður ungt fólk sem horfir til framtíðar að hafa völd og fá að taka virkan þátt. Því skólakerfið er jú alltaf fyrir framtíðina. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar