Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. febrúar 2021 06:45 Fyrr í vetur féllu aurskriður á Seyðisfirði en nú voru þrjú hús í bænum rýmd vegna snjóflóðahættu. Vísir/Arnar Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. Veðurstofan ákvað í gærkvöld að að rýma skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tók gildi klukkan níu í gærkvöldi og nær til reita 4 og 6 á Seyðisfirði undi Strandartindi yst í sunnanverðum firðinum, vegna hættu á votum snjóflóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hætti að rigna á svæðinu á milli klukkan fimm og sex í morgun og gerir veðurspáin ráð fyrir að það verði að mestu þurrt í bænum í dag. Veðurstofan mun þó áfram fylgjast grannt með gangi mála og verða aðstæður metnar í birtingu. Varðskipið Þór, sem var á Reyðarfirði í gær, var sent yfir til Seyðisfjarðar til öryggis og er skipið nú þar í höfn. Meira en 100 mm af úrkomu víða síðasta sólarhringinn Gríðarlega mikil rigning hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er farið yfir það hvar úrkoman hefur mælst mest: „Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli. Á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri var einnig drjúg rigning, eða um 47 mm á hvorum stað. Nú þegar þetta er skrifað er hætt að rigna á Suðausturlandi, en búast má við skúradembum þar í dag. Á Austfjörðum rigndi enn meira en á Suðausturlandi. Mest mældist 133 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli í Bakkagerði (á Borgarfirði Eystra). Á Eskifirði og Neskaupstað mældist álíka mikil rigning, eða um 110 mm á hvorum stað. Á Fáskrúðsfirði hafa síðan mælst 100 mm síðasta sólarhring. Á Seyðisfirði mældust 66 mm á mælistöðinni inni í bænum, en til samanburðar má geta þess að í rigningunum miklu í desember sl. mældust þar mest 163 mm á einum sólarhring. Nú hefur stytt upp að mestu á Austfjörðum, en búast má við skúrum þar í dag, þá einkum á sunnanverðum fjörðunum í sunnanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 8-15 m/s í dag og skúrir, en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.Austlæg átt 5-13 á morgun og rigning með köflum, en hægari þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og víða rigning eða slydda. Sunnan og suðvestan 5-13 seinnipartinn og styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 og víða líkur á slyddu eða snjókomu, en rigning með austurströndinni. Úrkomulítið um kvöldið. Hiti um og yfir frostmarki. Á föstudag: Gengur í norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða snjókoma á austanverðu landinu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust austast. Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira
Veðurstofan ákvað í gærkvöld að að rýma skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tók gildi klukkan níu í gærkvöldi og nær til reita 4 og 6 á Seyðisfirði undi Strandartindi yst í sunnanverðum firðinum, vegna hættu á votum snjóflóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hætti að rigna á svæðinu á milli klukkan fimm og sex í morgun og gerir veðurspáin ráð fyrir að það verði að mestu þurrt í bænum í dag. Veðurstofan mun þó áfram fylgjast grannt með gangi mála og verða aðstæður metnar í birtingu. Varðskipið Þór, sem var á Reyðarfirði í gær, var sent yfir til Seyðisfjarðar til öryggis og er skipið nú þar í höfn. Meira en 100 mm af úrkomu víða síðasta sólarhringinn Gríðarlega mikil rigning hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum síðasta sólarhringinn. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er farið yfir það hvar úrkoman hefur mælst mest: „Á Suðausturlandi mældist mesta úrkoman á Kvískerjum, eða rétt rúmir 100 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli. Á Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri var einnig drjúg rigning, eða um 47 mm á hvorum stað. Nú þegar þetta er skrifað er hætt að rigna á Suðausturlandi, en búast má við skúradembum þar í dag. Á Austfjörðum rigndi enn meira en á Suðausturlandi. Mest mældist 133 mm síðasta sólarhring í sjálfvirkan úrkomumæli í Bakkagerði (á Borgarfirði Eystra). Á Eskifirði og Neskaupstað mældist álíka mikil rigning, eða um 110 mm á hvorum stað. Á Fáskrúðsfirði hafa síðan mælst 100 mm síðasta sólarhring. Á Seyðisfirði mældust 66 mm á mælistöðinni inni í bænum, en til samanburðar má geta þess að í rigningunum miklu í desember sl. mældust þar mest 163 mm á einum sólarhring. Nú hefur stytt upp að mestu á Austfjörðum, en búast má við skúrum þar í dag, þá einkum á sunnanverðum fjörðunum í sunnanáttinni,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Sunnan 8-15 m/s í dag og skúrir, en bjartviðri norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.Austlæg átt 5-13 á morgun og rigning með köflum, en hægari þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram á kvöld. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Á miðvikudag: Fremur hæg breytileg átt og víða rigning eða slydda. Sunnan og suðvestan 5-13 seinnipartinn og styttir upp á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 og víða líkur á slyddu eða snjókomu, en rigning með austurströndinni. Úrkomulítið um kvöldið. Hiti um og yfir frostmarki. Á föstudag: Gengur í norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Víða þurrt og bjart veður, en rigning eða snjókoma á austanverðu landinu síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust austast.
Múlaþing Veður Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Sjá meira