Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:24 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir fyrirhugaðar breytingar á landamærum eftir ríkisstjórnarfund í dag. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. Hún telur kröfu um að allir framvísi PCR-prófi áður en þeir koma til landsins standast stjórnarskrá og tekur ekki undir efasemdir sem komið hafa fram þess efnis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að nýja reglugerðin á landamærunum taki gildi á föstudag. Komufarþegar verði þar með krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað, sem þurfi að sýna neikvæða niðurstöðu fyrir kórónuveirunni. Prófið megi jafnframt ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Breytingin gildi fyrir alla, einnig Íslendinga sem koma til landsins, út apríl. Komið hafa fram efasemdir um hvort krafan um PCR-prófið standist stjórnarskrá. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður veltir þessu til dæmis upp á Facebook-síðu sinni í dag: „Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál hvort ráðherrann hafi gluggað í stjórnarskránna. Þar segir í 2. mgr. 66. gr.: „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“ Þessi stjórnarskrárregla er fortakslaus og sætir ekki undantekningum.“ Varðandi kröfu um að íslenskir ríkisborgarar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en þeir mega koma til landsins er spursmál...Posted by Arnar Þór Stefánsson on Þriðjudagur, 16. febrúar 2021 Þá spurði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar heilbrigðisráðherra hvernig breytingin muni samræmast stjórnarskrá. „[…] sem segir að íslenskum ríkisborgara verði ekki meinað að koma til landsins né verði honum vísað úr landi. Ef íslenskur ríkisborgari er ekki með þetta próf, hvernig ætlum við að haga málum á landamærum?“ spurði Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm Svandís kvaðst ekki taka undir þessar efasemdir og það gerði ráðuneyti hennar ekki heldur. Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. „[…] enda höfum við á grundvelli tillagna sóttvarnalæknis farið yfir það hvernig þær tillögur samræmast lögum og reglum og þar með talið stjórnarskrá, þó að það liggi auðvitað algerlega fyrir að íslenskum ríkisborgurum verður aldrei vísað frá landinu. Það myndi aldrei ganga.“ Þessa afstöðu ítrekaði Svandís í svari við fyrirspurn Olgu Margrétar Cilia varaþingmanns Pírata. „Það þá hins vegar hvað tekur við og hvernig verður framkvæmdin þá, það er spurning sem er enn ósvarað og við skoðum með hliðsjón af jafnræði og meðalhófi og öðrum meginreglum stjórnsýsluréttarins því að það þurfum við allt saman að uppfylla,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43 Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15
Fjórða daginn í röð greindist enginn innanlands Fjórða daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. 16. febrúar 2021 10:43
Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur Þórólfs varðandi landamærin Ríkisstjórnin mun á fundi sínum nú fyrir hádegi ræða nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 09:25