„Veistu hvað kostar að reka þetta fólk?“ Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 17. febrúar 2021 10:00 Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mannréttindi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Ég veit hvað hjálpartækin mín kosta, ég man gróflega hvað hjálpartæki sem mér hefur verið úthlutað síðasta áratug kosta. Ég veit hvað það kostar að veita mér aðstoð á mánuði. Ég veit hvað aðgengislagfæringar sem hafa verið gerðar „vegna mín“ hér og þar kosta. Okkur er nefnilega tíðrætt um hvað fatlað fólk sé dýrt í rekstri og hið opinbera hefur af einhverjum ástæðum haft þá stefnu að fatlað fólk og aðrir viti nákvæmlega hvað það kostar ríkissjóð og sveitarfélög að veita fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum. Hvað kostar barnið þitt? Við þiggjum öll margs konar þjónustu og stuðning frá ríki og sveitarfélögum en mjög sjaldan er okkur sagt hvað við kostum. Þú sérð ekki flennistórt skilti á mislægum gatnamótum um hvað framkvæmdin kostaði og foreldrar leikskólabarna fá ekki reikning með sundurliðun yfir hvað sú margvíslega þjónusta sem börn fá innan veggja leikskólans kostar. Sem betur fer ekki! Hugmyndir velferðarsamfélagsins byggja á því að við leggjum öll til sameiginlegra sjóða og þiggjum eftir þörfum til að allir geti átt þess kost að njóta mannsæmandi lífs. Það hefur tryggt velsæld fjölskyldna, eldri borgara, fatlaðs fólks, barna og okkar allra. Hvort viltu gervigrasvöll eða fatlað fólk? Þjónusta við fatlað fólk er lögbundin skylda. Sveitarfélög hafa ekki lagalega skyldu til að reka lystigarða, sundlaugar eða gervigrasvelli. Þeim ber ekki einu sinni skylda til að reka leikskóla eða tónlistarskóla. En þeim ber skylda til þess að þjónusta fatlað fólk, samkvæmt íslenskum lögum og mannréttindasamningum sem þau hafa undirgengist. Okkur gæti fundist fyrrgreind þjónusta lífsnauðsynleg fyrir blómlegt bæjarlíf og sem betur fer sjá flest sveitarfélög hag sinn í því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Það eru líka margvíslegar ástæður fyrir því að veita fötluðu fólki og aðstandendum þess góða þjónustu — þrátt fyrir að það tryggi stjórnmálamönnum kannski ekki mörg atkvæði, því miður. Fjölbreytileiki í samfélaginu er t.a.m, styrkleiki og hver manneskja dýrmæt. Fatlað fólk er verðmætt afl á vinnumarkaði með sína menntun, reynslu og þekkingu. Fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna geta unnið úti ef það fær þjónustu. Góð þjónusta dregur einnig úr þörf fyrir inngrip heilbrigðiskerfisins fyrir bæði fatlað fólk sjálft og aðstandendur þess. Fatlað fólk fer ekki neitt og stuðningsþarfir þess ekki heldur þrátt fyrir að skorið sé niður í þjónustu við það. Það er því uggvænlegt að heyra sveitarfélög tala um þjónustu við fatlað fólk eins og um valkvæða þjónustu sé að ræða. Hagsmunir okkar allra að verja mannréttindi Á krepputímum er freistandi að draga fram kostnað við velferðarþjónustu og mannréttindaskuldbindingar en aldrei er eins brýnt og þá og að verja velferð íbúa og forgangsraða verkefnum í samræmi við lagaleg réttindi og skyldur ríkis og sveitarfélaga. Þau réttindi sem hafa verið viðurkennd sem mannréttindi eiga þá að vera í algjörum forgangi. Það er ekki bara siðferðilega réttt heldur óumdeilanleg lagaleg skylda, og forsenda þess að ríki geti staðið við skuldbindbindingar sínar um að tryggja öllum íbúum mannréttindi og jöfn tækifæri. Og síðast en ekki síst, það er þegar öllu er á botninn hvolft hagsmunir okkar allra! Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun