Demi Lovato var nær dauða en lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 08:32 Demi Lovato kom fram á Billboard-verðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Kevin Mazur Bandaríska tónlistar- og leikkonan Demi Lovato segist hafa verið nær dauða en lífi eftir að hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Hún hafi fengið þrjú heilablóðföll og hjartaáfall vegna skammtsins og segir lækna hafa sagt að hún hafi verið fimm til tíu mínútum frá því að deyja. Lovato tjáir sig í fyrsta skipti um þessa lífsreynslu sína í nýjum heimildarþáttum sem heita Demi Lovato: Dancing with the Devil en stikla fyrir þættina var birt í gær. Það var í júlí 2018 sem Lovato fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús þar sem tókst að bjarga lífi hennar en hún hafði tekið of stóran skammt af ópíóðum. I've been holding #DemiDWTD incredibly close to my heart, and now it's time to share an inside look. This is only a short preview of what is to come... Join me on March 23 for the premiere on @YouTube https://t.co/G0dIbHoHWu— Demi Lovato (@ddlovato) February 17, 2021 Lovato, sem er fædd árið 1992, hafði þá verið edrú í sex ár. Hún opnaði sig um vímuefnaneyslu sína á unglingsárunum árið 2017 og mánuði áður en hún var flutt á spítala 2018 hafði hún gefið út lagið Sober. „Ég fékk þrjú slög og ég fékk hjartaáfall. Læknarnir sögðu að ég hafi átt fimm til tíu mínútur eftir ólifaðar,“ segir Lovato í stiklunni fyrir heimildarþættina. Þá sagði hún í viðtali við AP að hún væri með heilaskaða eftir ofskömmtunina. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Hollywood Fíkn Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Hún hafi fengið þrjú heilablóðföll og hjartaáfall vegna skammtsins og segir lækna hafa sagt að hún hafi verið fimm til tíu mínútum frá því að deyja. Lovato tjáir sig í fyrsta skipti um þessa lífsreynslu sína í nýjum heimildarþáttum sem heita Demi Lovato: Dancing with the Devil en stikla fyrir þættina var birt í gær. Það var í júlí 2018 sem Lovato fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles. Hún var flutt í skyndi á sjúkrahús þar sem tókst að bjarga lífi hennar en hún hafði tekið of stóran skammt af ópíóðum. I've been holding #DemiDWTD incredibly close to my heart, and now it's time to share an inside look. This is only a short preview of what is to come... Join me on March 23 for the premiere on @YouTube https://t.co/G0dIbHoHWu— Demi Lovato (@ddlovato) February 17, 2021 Lovato, sem er fædd árið 1992, hafði þá verið edrú í sex ár. Hún opnaði sig um vímuefnaneyslu sína á unglingsárunum árið 2017 og mánuði áður en hún var flutt á spítala 2018 hafði hún gefið út lagið Sober. „Ég fékk þrjú slög og ég fékk hjartaáfall. Læknarnir sögðu að ég hafi átt fimm til tíu mínútur eftir ólifaðar,“ segir Lovato í stiklunni fyrir heimildarþættina. Þá sagði hún í viðtali við AP að hún væri með heilaskaða eftir ofskömmtunina. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum.
Hollywood Fíkn Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira