Clippers batt enda á sigurgöngu Utah Jazz og stórkostlegur Embiid lagði grunninn að sigri Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 09:31 Joel Embiid var stórkostlegur í sigri Philadelphia 76ers í nótt. Mitchell Leff/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers batt enda á níu leikja sigurhrinu Utah Jazz og Joel Embiid skoraði 50 stig í sigri Philadelphia 76ers. Þá má einnig sjá öll úrslit næturinnar hér að neðan sem og stöðuna í deildinni. Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira