Blóðug barátta á botninum fyrir kosningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 18:31 Niðurstöður könnunar Masíknu sem var gerð fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á dögunum 5. til 12. febrúar. Fylgi Samfylkingarinnar dalar nokkuð samkvæmt nýrri könnun og Flokkur fólksins dettur út af þingi. Prófessor í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að flokkum fjölgi á Alþingi og segir blóðuga baráttu fram undan á milli minnstu flokkanna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna eykst stuðingur við stjórnarflokkana nokkuð á milli kannana. Fylgi Samfylkingar dalar hins vegar og fer úr rúmum sautján prósentum í ríflega fjórtán prósent. Könnunin var gerð á dögunum 5. til 12. febrúar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði, rýndi í könnunina í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann bendir á að Samfylkingin hafi á þeim tíma, sem könnunin var gerð, verið í umræðunni vegna uppröðunar á lista. „Það var ekki óumdeild aðferð sem þar var notuð og kannski ekki allir sem skildu hana, þetta var einhvers konar hulið hálf prófkjör. En samt líka uppstilling. Eigi að síður fékk flokkurinn töluvert mikla umfjöllun og nýtur þess ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að fylgi Viðreisnar hafi risið undanfarið og að flokkurinn nú enn að bæta við sig rúmu prósenti. „Þarna gæti verið ákveðin hreyfing á milli sem ég myndi kannski helst skoða út frá þeirri vídd sem hefur verið minna áberandi í íslenskum stjórnmálum undanfarið; það er frjálslynda víddin. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/Arnar Samfylkingin hafi líkt og Viðreisn stillt sér upp sem frjálslyndum flokki. „Það er ekki ólíklegt að þarna séum við að sjá ákveðna tilfærslu, á reyndar bara litlum hluta, á þessu frjálslynda fylgi sem er þá að fara yfir í Viðreisn. Hinir frjálslyndu kratar eru aðeins að fara þarna á milli.“ Líkt og fram hefur komið er töluverð nýliðun í efstu sætum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiðir í Reykjavík norður, en í öðru sæti er nýliðinn Jóhann Páll Jóhannsson. Í Reykjavík suður eru Kristún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eiríkur segir að eftir því sem flokkum hafi fjölgað á Alþingi hafi baráttan um efstu sætin harðnað. „Þetta er algjör gjörbreyting á því ástandi sem var hér fyrr á árum. Þetta þýðir að í öllum þessum flokkum, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, eru menn að keppa um örfá þingsæti. Þetta eru bara eitt, tvö eða þrjú sæti sem geta orðið þingsæti og jafnvel bara eitt eða tvö. Þannig að baráttan verður svo hörð. Gerir það að verkum að nýtt fólk sem kemur inn á þing verður bara hreinlega að ryðja öðrum þingmönnum út.“ Samkvæmt könnuninnni siglir Sósíalistaflokkurinn yfir fimm prósenta þröskuldinn og nær inn á þing. Flokkur fólksins mælist hins vegar úti með ríflega fjögur prósent. Eiríkur telur ólíklegt að flokkum á þingi fjölgi. „Það má halda því fram að kosningakerfið eins og það er uppsett rúmi ekki báða þessa flokka. Þannig þetta verður blóðug barátta á milli þeirra.“ Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú síðari 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 2.198 talsins. Alþingi Samfylkingin Víglínan Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna eykst stuðingur við stjórnarflokkana nokkuð á milli kannana. Fylgi Samfylkingar dalar hins vegar og fer úr rúmum sautján prósentum í ríflega fjórtán prósent. Könnunin var gerð á dögunum 5. til 12. febrúar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði, rýndi í könnunina í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann bendir á að Samfylkingin hafi á þeim tíma, sem könnunin var gerð, verið í umræðunni vegna uppröðunar á lista. „Það var ekki óumdeild aðferð sem þar var notuð og kannski ekki allir sem skildu hana, þetta var einhvers konar hulið hálf prófkjör. En samt líka uppstilling. Eigi að síður fékk flokkurinn töluvert mikla umfjöllun og nýtur þess ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að fylgi Viðreisnar hafi risið undanfarið og að flokkurinn nú enn að bæta við sig rúmu prósenti. „Þarna gæti verið ákveðin hreyfing á milli sem ég myndi kannski helst skoða út frá þeirri vídd sem hefur verið minna áberandi í íslenskum stjórnmálum undanfarið; það er frjálslynda víddin. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/Arnar Samfylkingin hafi líkt og Viðreisn stillt sér upp sem frjálslyndum flokki. „Það er ekki ólíklegt að þarna séum við að sjá ákveðna tilfærslu, á reyndar bara litlum hluta, á þessu frjálslynda fylgi sem er þá að fara yfir í Viðreisn. Hinir frjálslyndu kratar eru aðeins að fara þarna á milli.“ Líkt og fram hefur komið er töluverð nýliðun í efstu sætum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiðir í Reykjavík norður, en í öðru sæti er nýliðinn Jóhann Páll Jóhannsson. Í Reykjavík suður eru Kristún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eiríkur segir að eftir því sem flokkum hafi fjölgað á Alþingi hafi baráttan um efstu sætin harðnað. „Þetta er algjör gjörbreyting á því ástandi sem var hér fyrr á árum. Þetta þýðir að í öllum þessum flokkum, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, eru menn að keppa um örfá þingsæti. Þetta eru bara eitt, tvö eða þrjú sæti sem geta orðið þingsæti og jafnvel bara eitt eða tvö. Þannig að baráttan verður svo hörð. Gerir það að verkum að nýtt fólk sem kemur inn á þing verður bara hreinlega að ryðja öðrum þingmönnum út.“ Samkvæmt könnuninnni siglir Sósíalistaflokkurinn yfir fimm prósenta þröskuldinn og nær inn á þing. Flokkur fólksins mælist hins vegar úti með ríflega fjögur prósent. Eiríkur telur ólíklegt að flokkum á þingi fjölgi. „Það má halda því fram að kosningakerfið eins og það er uppsett rúmi ekki báða þessa flokka. Þannig þetta verður blóðug barátta á milli þeirra.“ Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú síðari 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 2.198 talsins.
Alþingi Samfylkingin Víglínan Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira