„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 16:07 Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall. „Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“ Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
„Stemningin er kannski ekki góð en það er mesta furða hvað fólk ber sig vel. Við erum alltaf að horfa kannski bara þrjá fjóra mánuði fram í tímann og þetta fer að lagast. En svo er spurning hversu oft við getum horft þrjá fjóra mánuði fram í tímann og vonað að þetta fari að lagast. Maður er alltaf hræddur um að andinn fari að brotna,“ sagði Guðbjörg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki öll eggin í sömu körfuna Helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum er fólk af erlendum uppruna. „Það er margt fólk sem kemur frá öðrum löndum til að vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Guðbjörg. „Og það er þetta fólk sem er að missa vinnuna núna, það er fólk í ferðaþjónustunni. Það er ekki endilega fólk sem er að vinna hjá ríki og sveitarfélögum, þetta er almenni geirinn og þar af leiðandi er þetta svona stór hópur,“ segir Guðbjörg. Ferðaþjónustan er fyrirferðarmikil atvinnugrein á Suðurnesjum þar sem stór hluti íbúa starfar, eða starfaði, við ferðaþjónustu eða í afleiddum greinum. „Það hefur verið mikið talað um það núna, sérstaklega kannski síðustu tíu ár, að atvinnulífið sé allt of einhæft. Að við séum með öll eggin í sömu körfunni, við þurfum að fá okkur fleiri körfur og dreifa þeim víðar. Það er búið að tala mikið um þetta og það hefur alveg verið ákveðið nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en það þyrfti að vera meira,“ segir Guðbjörg. Vonast til að fá vinnuna sína aftur Miklar sveiflur hafa verið í atvinnulífinu á Suðurnesjum, einnig fyrir kórónuveirufaraldurinn, og nefnir Guðbjörg þá helst útgerðina og afleiddar greinar sem hafa dregist saman, stóriðju, brottför hersins frá Keflavík og svo ferðaþjónustuna. „Það er búið að þurfa að takast á við stóra hluti,“ segir Guðbjörg. Varast þurfi að það sama komi ekki fyrir aftur og aftur, það er að ein eða fáar atvinnugreinar séu ráðandi sem geti tekið mikinn skell með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á atvinnustig á svæðinu. „Fólk er ofsalega mikið að bíða bara eftir sínu starfi, sem það var í áður og kannski er það ekki af hinu góða,“ segir Guðbjörg. „Kannski er það bæði til þess komið að það er ekki margt annað í boði en kannski bara líka að fólk var ánægt í sínu starfi.“ Konur í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir Samstarf hófst í haust milli aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna á svæðinu þar sem gert var samkomulag um svokallað vinnumarkaðsátak á svæðinu. „Stéttarfélögin hafa farið í mjög markviss og öflug námsúrræði,“ nefnir Guðbjörg sem dæmi. „Fólk hefur verið duglegt að sækja það,“ bætir hún við en markmiðið er að efla þá sem misst hafa vinnuna og hjálpa þeim að verða öflugri starfskraftar. Þá nefnir Guðrún einnig að sérstaklega þurfi að huga að störfum fyrir konur. „Ég er ekki að segja að konur geti ekki farið og malbikað og smíðað og eitthvað svoleiðis. En þær kannski sækja síður í slík störf og það vantar svolítið úrræði fyrir kvennastörf því að konur eru í meirihluta þeirra sem eru atvinnulausir. Þannig það þarf að taka svolítið til þar.“
Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira