Húsreglur eiga að vera til staðar í öllum fjölbýlishúsum Daníel Árnason skrifar 23. febrúar 2021 11:31 Nú þegar aðalfundatími húsfélaga er byrjaður er ekki úr vegi að minna á að húsreglur eiga að vera til í öllum fjölbýlishúsum, enda hvílir sú skylda á stjórn húsfélags samkvæmt fjöleignarhúsalögunum að semja - og leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lögin leyfa. Jafnframt hvílir sú skylda á öllum íbúum að virða húsreglurnar, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur. Húsreglur eiga, samkvæmt 74. gr. laga um fjöleignarhús frá 1994, að innihalda sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að festa í reglur í viðkomandi húsi. Hvað þarf að vera í húsreglum? Í húsreglum skal m.a. fjalla um umgengni í sameign og afnot hennar og hagnýtingu, skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss og hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skal háttað og skyldur eigenda í þeim efnum. Þá skulu vera í húsreglum ákvæði sem tryggja svefnfrið í húsinu, a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni, sem og undanþágur sem veita má frá slíku banni. Einnig skulu húsreglur innihalda ákvæði sem gilda um dýrahald, ef það er leyft í viðkomandi húsfélagi, sem og reglur um afnot sameiginlegra bílastæða og hagnýtingu séreigna, að því marki sem unnt er. Húsreglur mega ekki fara í berhögg við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Samþykkt og setning húsreglna krefst samþykkis einfalds meirihluta eigenda, nema þegar fjöleignarhúsalögin áskilja að samþykkis allra eigenda, eða aukins meirihluta, sé þörf, s.s. vegna dýrahalds eða víðtækra takmarkana á umráðarétti yfir séreign o.fl. Verður þá að gæta þess að samþykki tilskilins fjölda liggi fyrir til að húsreglurnar verði skuldbindandi gagnvart eigendum. Ekki þarf að þinglýsa húsreglum sem hafa að geyma almenn atriði sem einfaldur meirihluti getur ákveðið, til að þær hafi gildi milli eigenda og gagnvart nýjum eigendum. Taki húsreglur hins vegar til atriða sem þurfa samþykki allra, er öruggara að þinglýsa slíkum samþykktum til að þær hafi ótvírætt gildi, bæði gagnvart viðsemjendum eigenda sem og síðari eigendum. Ítrekuð brot geta leitt til brottreksturs Vel útfærðar húsreglur eru líka góður stuðningur fyrir bæði stjórn húsfélaga og íbúa almennt að skapa notalegt samfélag í sínu fjölbýlishúsi með skýrum umgengnisreglum. Þá má og benda á að gerist eigandi eða íbúi fjölbýlishúss sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl viðkomandi í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn, sbr. 55. gr. fjöleignarhúsalaganna. Höfundir er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú þegar aðalfundatími húsfélaga er byrjaður er ekki úr vegi að minna á að húsreglur eiga að vera til í öllum fjölbýlishúsum, enda hvílir sú skylda á stjórn húsfélags samkvæmt fjöleignarhúsalögunum að semja - og leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lögin leyfa. Jafnframt hvílir sú skylda á öllum íbúum að virða húsreglurnar, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur. Húsreglur eiga, samkvæmt 74. gr. laga um fjöleignarhús frá 1994, að innihalda sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að festa í reglur í viðkomandi húsi. Hvað þarf að vera í húsreglum? Í húsreglum skal m.a. fjalla um umgengni í sameign og afnot hennar og hagnýtingu, skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss og hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skal háttað og skyldur eigenda í þeim efnum. Þá skulu vera í húsreglum ákvæði sem tryggja svefnfrið í húsinu, a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni, sem og undanþágur sem veita má frá slíku banni. Einnig skulu húsreglur innihalda ákvæði sem gilda um dýrahald, ef það er leyft í viðkomandi húsfélagi, sem og reglur um afnot sameiginlegra bílastæða og hagnýtingu séreigna, að því marki sem unnt er. Húsreglur mega ekki fara í berhögg við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Samþykkt og setning húsreglna krefst samþykkis einfalds meirihluta eigenda, nema þegar fjöleignarhúsalögin áskilja að samþykkis allra eigenda, eða aukins meirihluta, sé þörf, s.s. vegna dýrahalds eða víðtækra takmarkana á umráðarétti yfir séreign o.fl. Verður þá að gæta þess að samþykki tilskilins fjölda liggi fyrir til að húsreglurnar verði skuldbindandi gagnvart eigendum. Ekki þarf að þinglýsa húsreglum sem hafa að geyma almenn atriði sem einfaldur meirihluti getur ákveðið, til að þær hafi gildi milli eigenda og gagnvart nýjum eigendum. Taki húsreglur hins vegar til atriða sem þurfa samþykki allra, er öruggara að þinglýsa slíkum samþykktum til að þær hafi ótvírætt gildi, bæði gagnvart viðsemjendum eigenda sem og síðari eigendum. Ítrekuð brot geta leitt til brottreksturs Vel útfærðar húsreglur eru líka góður stuðningur fyrir bæði stjórn húsfélaga og íbúa almennt að skapa notalegt samfélag í sínu fjölbýlishúsi með skýrum umgengnisreglum. Þá má og benda á að gerist eigandi eða íbúi fjölbýlishúss sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl viðkomandi í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn, sbr. 55. gr. fjöleignarhúsalaganna. Höfundir er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar