Tveir efstir eftir fyrsta hring á nýja vellinum Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2021 08:00 Webb Simpson rýnir í flötina á mótinu í Flórída. Getty/Ben Jared Webb Simpson og Matthew Pitzpatrick eru efstir og jafnir eftir fyrsta hring á fyrsta heimsmóti ársins í golfi, World Golf Championship, í Flórída. Simpson fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum og lauk hringnum á -6 höggum rétt eins og Fitzpatrick. Sergio Garcia, Brooks Koepka, Billy Horschel og Kevin Kisner eru rétt á eftir, á -5 höggum. Danie Van Tonder lék á +4 höggum en átti tvímælalaust högg dagsins sem sjá má hér að neðan: Slam DUNK. Shot of the day from Danie van Tonder. pic.twitter.com/gVBfX0Mbmd— PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy er í 13.-18. sæti á -3 höggum eftir að hafa fengið þrjá skolla á The Concession vellinum. Þangað var mótið fært frá Mexíkó vegna kórónuveirufaraldursins og er þetta í fyrsta sinn sem leikið er á vellinum á PGA-mótaröðinni. „Það er þannig með alla nýja velli að menn þurfa að venjast aðstæðum og í hvaða átt teighöggin eiga að liggja. Ég held að við séum allir að læra aðeins á völlinn á meðan að við spilum,“ sagði McIlroy og bætti við að menn þyrftu mest að læra á flatirnar. Patrick Cantlay, sem er stigahæstur í FedEx-bikarnum sem stendur, varð að hætta við keppni rétt fyrir mótið vegna magakveisu og vökvataps. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Simpson fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum og lauk hringnum á -6 höggum rétt eins og Fitzpatrick. Sergio Garcia, Brooks Koepka, Billy Horschel og Kevin Kisner eru rétt á eftir, á -5 höggum. Danie Van Tonder lék á +4 höggum en átti tvímælalaust högg dagsins sem sjá má hér að neðan: Slam DUNK. Shot of the day from Danie van Tonder. pic.twitter.com/gVBfX0Mbmd— PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy er í 13.-18. sæti á -3 höggum eftir að hafa fengið þrjá skolla á The Concession vellinum. Þangað var mótið fært frá Mexíkó vegna kórónuveirufaraldursins og er þetta í fyrsta sinn sem leikið er á vellinum á PGA-mótaröðinni. „Það er þannig með alla nýja velli að menn þurfa að venjast aðstæðum og í hvaða átt teighöggin eiga að liggja. Ég held að við séum allir að læra aðeins á völlinn á meðan að við spilum,“ sagði McIlroy og bætti við að menn þyrftu mest að læra á flatirnar. Patrick Cantlay, sem er stigahæstur í FedEx-bikarnum sem stendur, varð að hætta við keppni rétt fyrir mótið vegna magakveisu og vökvataps. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira