Áheitaráðstefna vegna Jemen á mánudag Heimsljós 26. febrúar 2021 12:54 Í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa Jemen boða Sameinuðu þjóðirnar til fjáröflunarfundar. Hvergi í heiminum er neyðarástand talið alvarlegra en í Jemen. Ófriðurinn í landinu hefur staðið yfir á áttunda ár og samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) eru 50 þúsund íbúar í landinu við dauðans dyr sökum hungurs. Á átakasvæðum er gífurleg þörf á mannúðaraðstoð fyrir 21 milljón íbúa, um 66 prósent þjóðarinnar, og þar af eru 12 milljónir íbúa í brýnni neyð. Fjármagn skortir til að mæta neyðinni. Í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa Jemen boða Sameinuðu þjóðirnar til fjáröflunarfundar á mánudaginn kemur en gestgjafar eru ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss. Samkvæmt upplýsingum OCHA fer ástandið í landinu versnandi og íbúum fjölgar sem svelta heilu hungri. Að mati OCHA eru í Jemen tæplega 2,3 milljónir barna yngri en fimm ára sem þjást af bráðavannæringu, þar af um 400 þúsund sem eru svo aðframkomin að óttast er að þau deyi verði ekki skjótt brugðist við. Margvísleg önnur óárán blasir við íbúum Jemen, meðal annars ofsafengnar rigningar, flóð, orkukreppa, engisprettufaraldrar, kólera og COVID-19. Þótt aðeins hafi verið tilkynnt um rúmlega tvö þúsund sjúkdómstilvik af COVID-19 og rúmlega sex hundruð dauðsföll er álitið að tölurnar séu í rauninni miklu hærri. Viðbrögð við farsóttinni taka mið af ástandinu i landinu, sýnatökur hafa verið fáar, heilsugæslustöðvar óburðugar og mikill skortur á lyfjum og skjólfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Hagkerfið er komið að fótum fram, gjaldmiðill landsins er hruninn og innfluttar nauðsynjar ýmist of dýrar eða ófáanlegar. Hækkun eldsneytisverðs hækkar verð á almenningssamgöngum og OCHA telur að það letji fólk til þess að leita aðstoðar á heilsugæslustöðvar. Aðeins náðist að safna fyrir um það bil helmingi af skilgreindi mannúðarþörf síðasta árs og fulltrúar OCHA segja því mikið í húfi á mánudag að framlagsríki styðji lífsbjargandi aðgerðir í þeirri neyð sem nú ríkir í Jemen. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent
Hvergi í heiminum er neyðarástand talið alvarlegra en í Jemen. Ófriðurinn í landinu hefur staðið yfir á áttunda ár og samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) eru 50 þúsund íbúar í landinu við dauðans dyr sökum hungurs. Á átakasvæðum er gífurleg þörf á mannúðaraðstoð fyrir 21 milljón íbúa, um 66 prósent þjóðarinnar, og þar af eru 12 milljónir íbúa í brýnni neyð. Fjármagn skortir til að mæta neyðinni. Í ljósi grafalvarlegrar stöðu íbúa Jemen boða Sameinuðu þjóðirnar til fjáröflunarfundar á mánudaginn kemur en gestgjafar eru ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss. Samkvæmt upplýsingum OCHA fer ástandið í landinu versnandi og íbúum fjölgar sem svelta heilu hungri. Að mati OCHA eru í Jemen tæplega 2,3 milljónir barna yngri en fimm ára sem þjást af bráðavannæringu, þar af um 400 þúsund sem eru svo aðframkomin að óttast er að þau deyi verði ekki skjótt brugðist við. Margvísleg önnur óárán blasir við íbúum Jemen, meðal annars ofsafengnar rigningar, flóð, orkukreppa, engisprettufaraldrar, kólera og COVID-19. Þótt aðeins hafi verið tilkynnt um rúmlega tvö þúsund sjúkdómstilvik af COVID-19 og rúmlega sex hundruð dauðsföll er álitið að tölurnar séu í rauninni miklu hærri. Viðbrögð við farsóttinni taka mið af ástandinu i landinu, sýnatökur hafa verið fáar, heilsugæslustöðvar óburðugar og mikill skortur á lyfjum og skjólfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Hagkerfið er komið að fótum fram, gjaldmiðill landsins er hruninn og innfluttar nauðsynjar ýmist of dýrar eða ófáanlegar. Hækkun eldsneytisverðs hækkar verð á almenningssamgöngum og OCHA telur að það letji fólk til þess að leita aðstoðar á heilsugæslustöðvar. Aðeins náðist að safna fyrir um það bil helmingi af skilgreindi mannúðarþörf síðasta árs og fulltrúar OCHA segja því mikið í húfi á mánudag að framlagsríki styðji lífsbjargandi aðgerðir í þeirri neyð sem nú ríkir í Jemen. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent