Ekki þetta frelsi Starri Reynisson skrifar 1. mars 2021 10:00 Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega. Upprunalegi tilgangur þessa frumvarps var að leyfa innlenda netverslun með áfengi og jafna þannig samkeppnisstöðu íslenskra brugghúsa gagnvart erlendum söluaðilum. Það er þó ekki tekið á því í núverandi mynd frumvarpsins, heldur brugghúsum aðeins leyft að selja sínar vörur á framleiðslustað. Gott skref, en lítið. Það kemur þó engum á óvart að upprunaleg mynd frumvarpsins hafi lagst illa í Vinstri Græn og Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn skýlir sér á bak við það og ekki í fyrsta sinn. Það er orðið algengt mynstur að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki í gegn þeim frelsismálum sem hann segist berjast fyrir. Svo algengt að það gefur tilefni til að efast um vilja flokksins til að ná þeim í gegn. Væri til dæmis raunverulegur vilji fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum væri það löngu samþykkt, en flokkurinn hefur aldrei lagt þunga sinn að baki því heldur aðeins notað sem skrautfjöður fyrir einstaka þingmenn. Svo eru það einna helst frelsismál sem kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Öflugustu andstæðinga frelsis á leigubílamarkaði má til að mynda finna í þingflokki Sjálfstæðismanna og all nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um aukinn sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs, þeirra á meðal formaður flokksins, og beittu þar svipuðum rökum og systurflokkur þeirra í ríkisstjórn Póllands. Þá eru ótalin málin þar sem frelsinu er alveg kastað fyrir róða, svo sem í landbúnaði þar sem flokkurinn styður óbreytt kerfi, himinháa tolla og stendur dyggan vörð um einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. Áslaug Arna er vissulega öflugur talsmaður frelsis, nema reyndar í útlendingamálum, það verður ekki af henni tekið. Það gefur þó augaleið að frelsisþenkjandi fólk getur ekki treyst Sjálfstæðisflokknum, það kjarnaði Brynjar Níelsson ágætlega þegar hann botnaði ræðu gegn niðurlagningu mannanafnanefndar með orðunum: „Ég trúi ekki á þetta frjálslyndi!“ Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega. Upprunalegi tilgangur þessa frumvarps var að leyfa innlenda netverslun með áfengi og jafna þannig samkeppnisstöðu íslenskra brugghúsa gagnvart erlendum söluaðilum. Það er þó ekki tekið á því í núverandi mynd frumvarpsins, heldur brugghúsum aðeins leyft að selja sínar vörur á framleiðslustað. Gott skref, en lítið. Það kemur þó engum á óvart að upprunaleg mynd frumvarpsins hafi lagst illa í Vinstri Græn og Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn skýlir sér á bak við það og ekki í fyrsta sinn. Það er orðið algengt mynstur að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki í gegn þeim frelsismálum sem hann segist berjast fyrir. Svo algengt að það gefur tilefni til að efast um vilja flokksins til að ná þeim í gegn. Væri til dæmis raunverulegur vilji fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum væri það löngu samþykkt, en flokkurinn hefur aldrei lagt þunga sinn að baki því heldur aðeins notað sem skrautfjöður fyrir einstaka þingmenn. Svo eru það einna helst frelsismál sem kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Öflugustu andstæðinga frelsis á leigubílamarkaði má til að mynda finna í þingflokki Sjálfstæðismanna og all nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um aukinn sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs, þeirra á meðal formaður flokksins, og beittu þar svipuðum rökum og systurflokkur þeirra í ríkisstjórn Póllands. Þá eru ótalin málin þar sem frelsinu er alveg kastað fyrir róða, svo sem í landbúnaði þar sem flokkurinn styður óbreytt kerfi, himinháa tolla og stendur dyggan vörð um einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. Áslaug Arna er vissulega öflugur talsmaður frelsis, nema reyndar í útlendingamálum, það verður ekki af henni tekið. Það gefur þó augaleið að frelsisþenkjandi fólk getur ekki treyst Sjálfstæðisflokknum, það kjarnaði Brynjar Níelsson ágætlega þegar hann botnaði ræðu gegn niðurlagningu mannanafnanefndar með orðunum: „Ég trúi ekki á þetta frjálslyndi!“ Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun