„Við erum ekki fortíðin okkar og við erum ekki mistökin okkar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. mars 2021 15:02 Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína vakti athygli fyrir færslu sína á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún sagði frá persónulegu átaki sem hún kallar, Minn mars. Hér segir hún einlægt frá þeim áhrifum sem heimsfaraldurinn og markþjálfunarnám hefur haft á líf hennar. Aldís Páls „Stærsta æfingin mín er að færast ekki of mikið í fang, gera hlutina hægt og njóta þeirra,“ segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fjölmiðlakona í viðtali við Vísi. Sjálfsást og raunhæf markmið í mars. Silla „Markmið eiga ekki að verða til þess að maður upplifi vonbrigði með sjálfan sig, en hættan á því er ansi mikil þegar yfirlýsingarnar eru stórar. Mestu máli skiptir að markmiðin séu þín og bara þín. Þarna hafa flestir klikkað, þar á meðal ég sjálf. Það krefst hugrekkis að fara sínar eigin leiðir.“ Minn mars Kolbrún vakti mikla athygli í gær fyrir færslu sína á Facebook og Instagram þar sem hún talaði um of háleit markmið í tengslum við meistaramánuð. Hún greindi frá því hvernig hún ætlaði sér að tileinka marsmánuði sjálfsást og raunhæfum markmiðum í átaki sem hún kýs að kalla – Minn mars. „Þessar hugleiðingar mínar eru partur af því að skoða sjálfa mig og kynnast mér upp á nýtt, sem er fínt að gera svona á besta aldri,“ segir Kolbrún og hlær. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n Pa li na Helgado ttir (@kolbrunpalina) „Að taka smá stöðutékk og eiga samtalið við sjálfan sig. Við erum öll undir einhvers konar áhrifum frá einstaklingum, hópum, miðlum og fleiru. Það er bara í eðli okkar. Flest viljum við eiga stað og pláss einhvers staðar,“ segir Kolbrún og bætir því við að það sé gott og hollt fyrir hvern og einn að staldra við og spyrja sig hvar þarfirnar eru raunverulega mikilvægastar. „Hugmyndin er líka sú að maður skoði grunninn sinn betur áður en ætt er út í stærri aðgerðir. Stoðirnar þurfa fyrst og fremst að vera sterkar, sama hvað við tökum okkur fyrir hendur. Þar af leiðandi fannst mér góð hugmynd að tileinka marsmánuði í það að skoða grunnþarfirnar mínar. Þarfir eins og svefn, næring, orka, andleg heilsa, gleði og samskipti.“ Við Íslendingar erum með meistaragráðu í því að fara allt á hnefanum. Við þurfum að læra að leggja hann aðeins niður, áður en við klessu-keyrum okkur, segir Kolbrún og glottir. Kolbrún ákvað að mennta sig í markþjálfun í miðjum heimsfaraldri. Saga Sig Í miðjum heimsfaraldri ákvað Kolbrún að byrja í námi í markþjálfun en hún hafði horft til námsins í mörg ár og fundist það mjög spennandi. „Þegar ég lauk við gerð sjónvarpsþáttanna Ást, sem ég vann með Símanum og Saga Film, þá fann ég aukna þörf fyrir þetta tól hjá sjálfri mér. Ég var þá búin að sökkva mér í rannsóknarvinnu á samskiptum kynjanna og fann mikla vöntun á verkfærum þarna úti hjá fólki á mínum aldri sem hafði skilið, lent í kulnun og öðrum erfiðleikum í lífinu. Tímasetningin gat því eiginlega ekki verið betri en í miðju Covid og ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér í þetta nám hjá meisturunum mínum í Evolvia.“ Mikill persónulegur vöxtur á stuttum tíma í kjölfar náms í markþjálfun. Að upplifa vonbrigði með sjálfa sig Það sem kom Kolbrúnu mest á óvart við námið segir hún hafa verið mikinn persónulegan vöxt á stuttum tíma. „Maður gerir sér fullkomna grein fyrir því að í öllu námi stækkar maður og vex að einhverju leyti. En þetta var í raun fyrst og fremst algjör uppfærsla sem átti sér stað og endurnýjun á gildum, sýn og framtíðardraumum. Dásamlegt ferðalag, ef maður er á annað borð tilbúinn í slíka vinnu. Bónusinn er svo að ganga út með nýtt atvinnutól og tækifæri þar sem markþjálfunin er að ryðja sér til rúms í svo mörgum formum innan fyrirtækja sem og í skólakerfinu.“ Hvernig áhrif hafa of háleit markmið haft á þig persónulega? Það er alltaf hætta á því að of háleit markmið verði til þess að maður upplifi vonbrigði með sjálfan sig. Mestu máli skiptir að markmiðin séu þín og bara þín. Þarna hafa held ég flestir klikkað, þar á meðal ég sjálf. „Það krefst hugrekkis að fara sínar eigin leiðir en staðan er nú bara sú að við sitjum alltaf uppi með okkur sjálf. Þá er frekar geggjað að hafa verið fylgin sér og hafa staðið með sér í lífinu, sama hvort um ræðir heilsuna, einkalífið, vinnuna eða eitthvað annað.“ Eitt af markmiðum Kolbrúnar í mars segir hún vera að bæta svefnrútínu sína og minnka skjánotkun. Aldís Páls Stærsta æfingin að færast ekki of mikið í fang Hvernig ætlar þú sjálf að hátta markmiðum þínum í mars? „Markmið marsmánaðar hjá mér snúa að stoðunum í lífi mínu. Ég ætla að bæta svefnrútínuna mína og minnka skjátíma. Einnig ætla ég að halda áfram að hreyfa mig í náttúrunni, hugsa vel um húðina alla daga, skoða næringuna mína og orkuna almennt. Heimilið mitt er minn heilagi griðastaður svo að það, að hafa fallegt og kósí heima, skiptir mig miklu máli. Ekki síst ætla ég svo að vinna að draumum mínum og umgangast gott og gefandi fólk.“ Er eitthvað sem þú ætlar sérstaklega að forðast? „Stærsta æfingin mín er að færast ekki of mikið í fang og gera hlutina hægt og njóta þeirra. Maður var að vinna með það að hlaupa á staðnum í mörg ár. Vinna margar vinnur og þeysast á milli staða til þess eins að ná smá æfingu hér og missa ekki af neinu þar. Svo að mars fer í það að æfa enn frekar skynsamlegar ákvarðanatökur. Daglega rútínan mín á alltaf að innihalda einhverja útgáfu af sjálfsást.“ Hvað er það að þínu mati sem vill gleymast þegar fólk setur sér markmið til að auka lífsgæði sín? Það vill oft gleymast að byrja á réttum enda. Fólk á það til að setja sér geggjuð markmið en hefur ekki hugmynd um hvernig það ætlar að ná þeim. Það er leiðin sem skiptir öllu máli sem og raunsætt aðgerðarplan. Að uppfæra sig, eins og Kolla orðar það, er krefjandi en nausynlegt verkefni. Að uppfæra sjálfan sig Það að brjóta upp gamalt og rótgróið mynstur sem ekki hefur góð áhrif segir Kolbrún vera krefjandi vinnu en engu að síður sé svo sannarlega hægt að uppfæra sig, eins og hún orðar það. „Við uppfærum allt sem bilar á heimilinu, ekki satt? Af hverju ekki okkur sjálf? Við fáum öll einhvers konar forritun í æsku, mis góða og mis heilbrigða. Margir festast í einhverju lífsmynstri út frá æskunni og upplifa sig í síendurteknu mynstri. Þá er mikilvægt að grípa inni í og uppfæra harða diskinn sinn. Brjóta upp vondar venjur og tileinka sér nýjar. Besta leiðin er ákveðin vitundarsköpun, að maður sjái fyrir sér hvernig lífi maður vilji lifa og taki svo skref fyrir skref í þá átt.“ Kolbrún segir það mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að það sé alltaf rými til þess að gera betur og takast á við sjálfa sig. Við erum ekki fortíðin okkar og við erum ekki mistökin okkar. Fyrsta skrefið er að skoða hvernig manneskja þú vilt verða og fyrir hvað þú vilt standa. Það spurði okkur enginn að því þegar við vorum lítil hvernig MANNESKJUR við ætluðum að verða þegar við yrðum stór, bara HVAÐ við ætluðum að verða. „Svo áherslurnar byrja ansi snemma að skekkjast. Það að uppfæra sjálfan sig er stórkostlegt verkefni sem enginn á að fara á mis við. Sömuleiðis er þetta afar mikilvægt fyrir pör að gera reglulega, að endurnýja kynnin hvort við annað og að uppfæra nýjustu áhugamálin, hugleiðingar um lífið, draumana og lífssýnina.“ Heimsfaraldurinn segir Kolbrún að hafi haft jákvæð áhrif á líf hennar að því leyti að hann hafi fært hana nær fólkinu í lífi sínu. Lætin í samfélaginu sjálfsköpuð vitleysa Hvernig áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á þig persónulega? „Þessi faraldur hefur fært mig nær fólkinu mínu, hann hefur fært mér aukið þakklæti fyrir hluti sem mér fannst mögulega sjálfsagðir áður. Þetta hefur gjörbreytt þankagangi mínum um lífsgæði og kennt mér það að velja betur í hvað ég á að setja orkuna mína.“ Erfiðast hefur Kolbrúnu þó fundist það að horfa upp á unglinginn sinn missa af öllum þeim sjarma og gleði sem fylgir því að klára grunnskóla og byrja menntaskóla. „Þessir krakkar eru búnir að standa sig eins og hetjur og eiga skilið að fara að hafa svolítið gaman. Það er bara svoleiðis.“ Núna þegar faraldurinn er í rénun og samfélagið að lifna við aftur segist Kolbrún vona að fólk fari hægt og skynsamlega af stað og hugsi um þann lærdóm sem þessi tími hefur fært okkur. Ég hef lært að öll lætin í samfélaginu, sem að við tókum mörg hver fullan þátt í, eru algjörlega sjálfsköpuð vitleysa. Móðir náttúra þurfti að læsa okkur inni til þess að við fengjum meiri samveru með fólkinu okkar, lærðum að vinna heima, lifa nægjusömu lífi, hreyfa okkur úti í náttúrunni og finna gleðina í hlutum innan heimilisins. „Það má nefnilega vera introvert, það má segja nei takk við boðum og það má velja sig og sína fram yfir annað. Maður má bara vera maður sjálfur eins og maður er, en til þess að vera það verður maður fyrst og fremst að vita hver maður er, fyrir hvað maður stendur og hvað maður vill,“ segir Kolbrún að lokum. Heimsfaraldurinn segir Kolbrún að hafi gjörbreytt þankagangi sínum um lífsgæði og kennt sér það að velja betur í hvað hún á að setja orkuna sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 27. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira
Sjálfsást og raunhæf markmið í mars. Silla „Markmið eiga ekki að verða til þess að maður upplifi vonbrigði með sjálfan sig, en hættan á því er ansi mikil þegar yfirlýsingarnar eru stórar. Mestu máli skiptir að markmiðin séu þín og bara þín. Þarna hafa flestir klikkað, þar á meðal ég sjálf. Það krefst hugrekkis að fara sínar eigin leiðir.“ Minn mars Kolbrún vakti mikla athygli í gær fyrir færslu sína á Facebook og Instagram þar sem hún talaði um of háleit markmið í tengslum við meistaramánuð. Hún greindi frá því hvernig hún ætlaði sér að tileinka marsmánuði sjálfsást og raunhæfum markmiðum í átaki sem hún kýs að kalla – Minn mars. „Þessar hugleiðingar mínar eru partur af því að skoða sjálfa mig og kynnast mér upp á nýtt, sem er fínt að gera svona á besta aldri,“ segir Kolbrún og hlær. View this post on Instagram A post shared by Kolbru n Pa li na Helgado ttir (@kolbrunpalina) „Að taka smá stöðutékk og eiga samtalið við sjálfan sig. Við erum öll undir einhvers konar áhrifum frá einstaklingum, hópum, miðlum og fleiru. Það er bara í eðli okkar. Flest viljum við eiga stað og pláss einhvers staðar,“ segir Kolbrún og bætir því við að það sé gott og hollt fyrir hvern og einn að staldra við og spyrja sig hvar þarfirnar eru raunverulega mikilvægastar. „Hugmyndin er líka sú að maður skoði grunninn sinn betur áður en ætt er út í stærri aðgerðir. Stoðirnar þurfa fyrst og fremst að vera sterkar, sama hvað við tökum okkur fyrir hendur. Þar af leiðandi fannst mér góð hugmynd að tileinka marsmánuði í það að skoða grunnþarfirnar mínar. Þarfir eins og svefn, næring, orka, andleg heilsa, gleði og samskipti.“ Við Íslendingar erum með meistaragráðu í því að fara allt á hnefanum. Við þurfum að læra að leggja hann aðeins niður, áður en við klessu-keyrum okkur, segir Kolbrún og glottir. Kolbrún ákvað að mennta sig í markþjálfun í miðjum heimsfaraldri. Saga Sig Í miðjum heimsfaraldri ákvað Kolbrún að byrja í námi í markþjálfun en hún hafði horft til námsins í mörg ár og fundist það mjög spennandi. „Þegar ég lauk við gerð sjónvarpsþáttanna Ást, sem ég vann með Símanum og Saga Film, þá fann ég aukna þörf fyrir þetta tól hjá sjálfri mér. Ég var þá búin að sökkva mér í rannsóknarvinnu á samskiptum kynjanna og fann mikla vöntun á verkfærum þarna úti hjá fólki á mínum aldri sem hafði skilið, lent í kulnun og öðrum erfiðleikum í lífinu. Tímasetningin gat því eiginlega ekki verið betri en í miðju Covid og ég sé ekki eftir því að hafa skellt mér í þetta nám hjá meisturunum mínum í Evolvia.“ Mikill persónulegur vöxtur á stuttum tíma í kjölfar náms í markþjálfun. Að upplifa vonbrigði með sjálfa sig Það sem kom Kolbrúnu mest á óvart við námið segir hún hafa verið mikinn persónulegan vöxt á stuttum tíma. „Maður gerir sér fullkomna grein fyrir því að í öllu námi stækkar maður og vex að einhverju leyti. En þetta var í raun fyrst og fremst algjör uppfærsla sem átti sér stað og endurnýjun á gildum, sýn og framtíðardraumum. Dásamlegt ferðalag, ef maður er á annað borð tilbúinn í slíka vinnu. Bónusinn er svo að ganga út með nýtt atvinnutól og tækifæri þar sem markþjálfunin er að ryðja sér til rúms í svo mörgum formum innan fyrirtækja sem og í skólakerfinu.“ Hvernig áhrif hafa of háleit markmið haft á þig persónulega? Það er alltaf hætta á því að of háleit markmið verði til þess að maður upplifi vonbrigði með sjálfan sig. Mestu máli skiptir að markmiðin séu þín og bara þín. Þarna hafa held ég flestir klikkað, þar á meðal ég sjálf. „Það krefst hugrekkis að fara sínar eigin leiðir en staðan er nú bara sú að við sitjum alltaf uppi með okkur sjálf. Þá er frekar geggjað að hafa verið fylgin sér og hafa staðið með sér í lífinu, sama hvort um ræðir heilsuna, einkalífið, vinnuna eða eitthvað annað.“ Eitt af markmiðum Kolbrúnar í mars segir hún vera að bæta svefnrútínu sína og minnka skjánotkun. Aldís Páls Stærsta æfingin að færast ekki of mikið í fang Hvernig ætlar þú sjálf að hátta markmiðum þínum í mars? „Markmið marsmánaðar hjá mér snúa að stoðunum í lífi mínu. Ég ætla að bæta svefnrútínuna mína og minnka skjátíma. Einnig ætla ég að halda áfram að hreyfa mig í náttúrunni, hugsa vel um húðina alla daga, skoða næringuna mína og orkuna almennt. Heimilið mitt er minn heilagi griðastaður svo að það, að hafa fallegt og kósí heima, skiptir mig miklu máli. Ekki síst ætla ég svo að vinna að draumum mínum og umgangast gott og gefandi fólk.“ Er eitthvað sem þú ætlar sérstaklega að forðast? „Stærsta æfingin mín er að færast ekki of mikið í fang og gera hlutina hægt og njóta þeirra. Maður var að vinna með það að hlaupa á staðnum í mörg ár. Vinna margar vinnur og þeysast á milli staða til þess eins að ná smá æfingu hér og missa ekki af neinu þar. Svo að mars fer í það að æfa enn frekar skynsamlegar ákvarðanatökur. Daglega rútínan mín á alltaf að innihalda einhverja útgáfu af sjálfsást.“ Hvað er það að þínu mati sem vill gleymast þegar fólk setur sér markmið til að auka lífsgæði sín? Það vill oft gleymast að byrja á réttum enda. Fólk á það til að setja sér geggjuð markmið en hefur ekki hugmynd um hvernig það ætlar að ná þeim. Það er leiðin sem skiptir öllu máli sem og raunsætt aðgerðarplan. Að uppfæra sig, eins og Kolla orðar það, er krefjandi en nausynlegt verkefni. Að uppfæra sjálfan sig Það að brjóta upp gamalt og rótgróið mynstur sem ekki hefur góð áhrif segir Kolbrún vera krefjandi vinnu en engu að síður sé svo sannarlega hægt að uppfæra sig, eins og hún orðar það. „Við uppfærum allt sem bilar á heimilinu, ekki satt? Af hverju ekki okkur sjálf? Við fáum öll einhvers konar forritun í æsku, mis góða og mis heilbrigða. Margir festast í einhverju lífsmynstri út frá æskunni og upplifa sig í síendurteknu mynstri. Þá er mikilvægt að grípa inni í og uppfæra harða diskinn sinn. Brjóta upp vondar venjur og tileinka sér nýjar. Besta leiðin er ákveðin vitundarsköpun, að maður sjái fyrir sér hvernig lífi maður vilji lifa og taki svo skref fyrir skref í þá átt.“ Kolbrún segir það mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að það sé alltaf rými til þess að gera betur og takast á við sjálfa sig. Við erum ekki fortíðin okkar og við erum ekki mistökin okkar. Fyrsta skrefið er að skoða hvernig manneskja þú vilt verða og fyrir hvað þú vilt standa. Það spurði okkur enginn að því þegar við vorum lítil hvernig MANNESKJUR við ætluðum að verða þegar við yrðum stór, bara HVAÐ við ætluðum að verða. „Svo áherslurnar byrja ansi snemma að skekkjast. Það að uppfæra sjálfan sig er stórkostlegt verkefni sem enginn á að fara á mis við. Sömuleiðis er þetta afar mikilvægt fyrir pör að gera reglulega, að endurnýja kynnin hvort við annað og að uppfæra nýjustu áhugamálin, hugleiðingar um lífið, draumana og lífssýnina.“ Heimsfaraldurinn segir Kolbrún að hafi haft jákvæð áhrif á líf hennar að því leyti að hann hafi fært hana nær fólkinu í lífi sínu. Lætin í samfélaginu sjálfsköpuð vitleysa Hvernig áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á þig persónulega? „Þessi faraldur hefur fært mig nær fólkinu mínu, hann hefur fært mér aukið þakklæti fyrir hluti sem mér fannst mögulega sjálfsagðir áður. Þetta hefur gjörbreytt þankagangi mínum um lífsgæði og kennt mér það að velja betur í hvað ég á að setja orkuna mína.“ Erfiðast hefur Kolbrúnu þó fundist það að horfa upp á unglinginn sinn missa af öllum þeim sjarma og gleði sem fylgir því að klára grunnskóla og byrja menntaskóla. „Þessir krakkar eru búnir að standa sig eins og hetjur og eiga skilið að fara að hafa svolítið gaman. Það er bara svoleiðis.“ Núna þegar faraldurinn er í rénun og samfélagið að lifna við aftur segist Kolbrún vona að fólk fari hægt og skynsamlega af stað og hugsi um þann lærdóm sem þessi tími hefur fært okkur. Ég hef lært að öll lætin í samfélaginu, sem að við tókum mörg hver fullan þátt í, eru algjörlega sjálfsköpuð vitleysa. Móðir náttúra þurfti að læsa okkur inni til þess að við fengjum meiri samveru með fólkinu okkar, lærðum að vinna heima, lifa nægjusömu lífi, hreyfa okkur úti í náttúrunni og finna gleðina í hlutum innan heimilisins. „Það má nefnilega vera introvert, það má segja nei takk við boðum og það má velja sig og sína fram yfir annað. Maður má bara vera maður sjálfur eins og maður er, en til þess að vera það verður maður fyrst og fremst að vita hver maður er, fyrir hvað maður stendur og hvað maður vill,“ segir Kolbrún að lokum. Heimsfaraldurinn segir Kolbrún að hafi gjörbreytt þankagangi sínum um lífsgæði og kennt sér það að velja betur í hvað hún á að setja orkuna sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 27. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Kappleikarnir: Frambjóðendur máluðu hver aðra með misgóðum árangri Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Sjá meira
„Ég var allt í einu ein, ekkja með þrjú börn og bara 33 ára gömul“ „Mér fannst ég leyfa þessu að gerast. Ég hafði séð svona í bíómyndum og þá berst fólk alltaf á móti. Ég barðist ekki á móti, þá hlaut þetta að vera mér að kenna. Ég hugsaði alltaf að þögn væri sama og samþykki. Ég bara fraus. Ég var lömuð þegar þeir luku sér af.“ Þetta segir Kristín Þórsdóttir í viðtali við Vísi. 27. febrúar 2021 07:00