Lakers enn eitt liðið sem brennir sig á sjóðheitu liði Phoenix Suns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 07:32 Chris Paul hefur breytt miklu fyrir lið Phoenix Suns sem var ungt og efnilegt lið en þurfti leiðtoga eins og hann. Hér er Paul í leiknum á móti Lakers í nótt. AP/Mark J. Terrill Besti leikmaður Phoenix Suns var rekinn út úr húsi en það dugði ekki Los Angeles Lakers til að stoppa heitasta lið NBA-deildarinnar. Phoenix Suns vann sinn fimmtánda sigur í síðustu átján leikjum þegar liðið sótti sigur í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Suns vann þá 114-104 sigur á Lakers. Suns liðið þurfti að klára leikinn án stjörnuleikmanns síns Devin Booker sem lét reka sig út í þriðja leikhlutanum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í röð. Phoenix var þá sjö stigum yfir. LeBron James skilaði sínu og skoraði 38 stig og gaf 6 stoðsendingar en hann þurfti meiri hjálp sem kom ekki. Talen Horton-Tucker skoraði reyndar 16 stig á 19 mínútum og Dennis Schröder var með 17 stig og 6 stoðsendingar. Dario Saric kom með 21 stig inn af bekknum og Mikal Bridges skoraði 19 stig fyrir Phoenix Suns. Devin Booker var með 17 stig og 6 stoðsendingar áður en hann var rekinn út úr húsi.. Chris Paul gaf 10 stoðsendingar og skoraði 8 stig. Nikola Jokic becomes the third-fastest player in NBA history to reach 50 career triple-doubles!37 PTS | 10 REB | 11 AST | @nuggets W pic.twitter.com/tFCXMlTWPO— NBA (@NBA) March 3, 2021 Nikola Jokic var með níundu þrennu sína á tímabilinu og þá fimmtugustu á ferlinum þegar Denver Nuggets vann 128-97 sigur á Milwaukee Bucks en með því endaði fimm leikja sigurganga Milwaukee liðsins. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Jamal Murray skoraði síðan 24 stig í þessum þriðja sigri Denver í röð. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 8 fráköst fyrir Bucks og Khris Middleton skoraði 20 stig. Kemba (25 PTS, 6 3PM), @celtics (3 straight Ws) stay hot! pic.twitter.com/WwuFgts9ir— NBA (@NBA) March 3, 2021 Kemba Walker skoraði 25 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 117-112 sigur á Los Angeles Clippers en Clippers menn léku án Kawhi Leonard í leiknum. Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston sem vann sinn þriðja leik í röð sem hafði ekki gerst síðan í janúar. 3 s from Trae to put the @ATLHawks up late on NBA LP! pic.twitter.com/AZUPEeagpV— NBA (@NBA) March 3, 2021 Atlanta Hawks vann 94-80 sigur á Miami Heat í fyrsta leik sínum undir stjórn nýja þjálfarans Nate McMillan. Trae Young tók yfir leikinn í lokin og skoraði 13 af 18 stigum sínum í fjórða leikhluta auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Miami vann leik liðanna á sunnudaginn og Atlanta rak þá þjálfarann sinn Lloyd Pierce daginn eftir. Miami Heat liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn en skoraði nú aðeins 80 stig. Duncan Robinson og Goran Dragic voru stigahæstir með 14 stig hvor en liðið hitti ekki aðeins illa heldur tapaði fráköstunum 47-26. 35 PTS 10 AST@JaMorant scoring & distributing in the @memgrizz win! pic.twitter.com/SdEujH1nHh— NBA (@NBA) March 3, 2021 Ja Morant skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 125-111 sigur á Washington Wizards en De'Anthony Melton og Dillon Brooks voru líka báðir með 20 stig. Russell Westbrook skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Wizards og Bradley Beal skoraði líka 23 stig. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 104-114 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 111-125 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 117-112 Miami Heat - Atlanta Hawks 80-94 San Antonio Spurs - New York Knicks 119-93 Millwaukee Bucks - Denver Nuggets 97-128 NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Phoenix Suns vann sinn fimmtánda sigur í síðustu átján leikjum þegar liðið sótti sigur í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Suns vann þá 114-104 sigur á Lakers. Suns liðið þurfti að klára leikinn án stjörnuleikmanns síns Devin Booker sem lét reka sig út í þriðja leikhlutanum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í röð. Phoenix var þá sjö stigum yfir. LeBron James skilaði sínu og skoraði 38 stig og gaf 6 stoðsendingar en hann þurfti meiri hjálp sem kom ekki. Talen Horton-Tucker skoraði reyndar 16 stig á 19 mínútum og Dennis Schröder var með 17 stig og 6 stoðsendingar. Dario Saric kom með 21 stig inn af bekknum og Mikal Bridges skoraði 19 stig fyrir Phoenix Suns. Devin Booker var með 17 stig og 6 stoðsendingar áður en hann var rekinn út úr húsi.. Chris Paul gaf 10 stoðsendingar og skoraði 8 stig. Nikola Jokic becomes the third-fastest player in NBA history to reach 50 career triple-doubles!37 PTS | 10 REB | 11 AST | @nuggets W pic.twitter.com/tFCXMlTWPO— NBA (@NBA) March 3, 2021 Nikola Jokic var með níundu þrennu sína á tímabilinu og þá fimmtugustu á ferlinum þegar Denver Nuggets vann 128-97 sigur á Milwaukee Bucks en með því endaði fimm leikja sigurganga Milwaukee liðsins. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Jamal Murray skoraði síðan 24 stig í þessum þriðja sigri Denver í röð. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 8 fráköst fyrir Bucks og Khris Middleton skoraði 20 stig. Kemba (25 PTS, 6 3PM), @celtics (3 straight Ws) stay hot! pic.twitter.com/WwuFgts9ir— NBA (@NBA) March 3, 2021 Kemba Walker skoraði 25 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 117-112 sigur á Los Angeles Clippers en Clippers menn léku án Kawhi Leonard í leiknum. Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston sem vann sinn þriðja leik í röð sem hafði ekki gerst síðan í janúar. 3 s from Trae to put the @ATLHawks up late on NBA LP! pic.twitter.com/AZUPEeagpV— NBA (@NBA) March 3, 2021 Atlanta Hawks vann 94-80 sigur á Miami Heat í fyrsta leik sínum undir stjórn nýja þjálfarans Nate McMillan. Trae Young tók yfir leikinn í lokin og skoraði 13 af 18 stigum sínum í fjórða leikhluta auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Miami vann leik liðanna á sunnudaginn og Atlanta rak þá þjálfarann sinn Lloyd Pierce daginn eftir. Miami Heat liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn en skoraði nú aðeins 80 stig. Duncan Robinson og Goran Dragic voru stigahæstir með 14 stig hvor en liðið hitti ekki aðeins illa heldur tapaði fráköstunum 47-26. 35 PTS 10 AST@JaMorant scoring & distributing in the @memgrizz win! pic.twitter.com/SdEujH1nHh— NBA (@NBA) March 3, 2021 Ja Morant skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 125-111 sigur á Washington Wizards en De'Anthony Melton og Dillon Brooks voru líka báðir með 20 stig. Russell Westbrook skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Wizards og Bradley Beal skoraði líka 23 stig. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 104-114 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 111-125 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 117-112 Miami Heat - Atlanta Hawks 80-94 San Antonio Spurs - New York Knicks 119-93 Millwaukee Bucks - Denver Nuggets 97-128
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 104-114 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 111-125 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 117-112 Miami Heat - Atlanta Hawks 80-94 San Antonio Spurs - New York Knicks 119-93 Millwaukee Bucks - Denver Nuggets 97-128
NBA Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira