Gefum fólki tækifæri Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 6. mars 2021 11:00 Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan skrifaði 45 ára kona opið bréf til landlæknis þar sem hún rakti baráttu sína við offitu allt frá barnsaldri. Hún hefur einnig mátt glíma við gigt í nokkuð mörg ár og hún var kominn á leiðarenda gagnvart lyfjagjöf vegna gigtarinnar, engin lyf virkuðu lengur en læknirinn sagði henni að það myndi vissulega hjálpa að léttast. Þetta var seint á síðastliðnu ári, hún alveg komin í þrot og við það að gefast upp þar sem allt þetta óx henni mjög í augum, skiljanlega. Hún frétti af lyfi við offitu og hitti lækninn sinn sem skrifaði upp á það fyrir hana ásamt því að sækja um lyfjaskírteini þar sem lyfið var yfir þeim mörkum sem eru að finna innan þrepa lyfjaafgreiðslukerfisins. Árangurinn lét ekki á sér standa, hún léttist og gat þá farið út án skammartilfinningar. Hún fékk jafnframt hreyfiseðil og hittir næringarfræðing reglulega og líður nokkuð vel með sig. Við lestur þessarar greinar ákvað ég að hafa samband við þessa konu og hún sagði mér frá nokkrum sem eru í sömu sporum, þau nota lyf sem heitir Saxenda sem gefur þessu sama fólki von, það upplifir sig við stjórnvölinn. Það er annað sem þessir einstaklingar eiga sameiginlegt, það er að þó svo að þau séu í miðri meðferð með lyfinu er niðurgreiðslu hætt. Sjúkratryggingar Íslands ákváðu að hætta að niðurgreiða lyfið nema að uppgefnum skilyrðum: • Líkamsþyngdarstuðull (BMI) > 35 kg/m2, og • lífsógnandi þyngdartengdur fylgikvilli eins og: - Sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdómur, og • Þegar ekki hefur náðst tilskilinn árangur í þyngdarstjórnun með hitaeiningaskertu mataræði og aukinni hreyfingu, þrátt fyrir góðan vilja einstaklings, meðferðarfylgni til langs tíma og virkt eftirlit fagaðila. Við endurnýjun: Eftir 4 mánuði - að viðkomandi hafi náð a.m.k. 5% þyngdartapi fyrstu þrjá mánuði meðferðar eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. 6 mánuðum þar á eftir - viðhaldið árangri í þyngdarstjórnun eða - meðferðin hafi skilað lækkun á blóðsykri eða haft jákvæð áhrif á hjarta- og/eða æðasjúkdóm. Þetta þýðir það að einstaklingur þarf að hafa líkamsþyngdarstuðul BMI yfir 35 og vera kominn með sykursýki og/eða hjarta- og æðasjúkdóm og auk þess að hafa ekki tekist að stjórna þyngd með breyttu mataræði og breyttum lífsstíl. Allt þetta þarf að uppfylla til að fá lyfjaskirteini. Þó svo að lyfið sé mun ódýrara en lyfið sem konan var á fyrir vegna gigtar. Það hefur líka borið við að einstaklingar sem fengu lyfjaskírteini í byrjun meðferðar fá ekki endurnýjun að þremur mánuðum liðnum ef sykurinn orðinn betri eða blóðþrýstingurinn lægri, þetta er allt of knappur tími. Til að taka þetta saman þá þýðir þetta að einstaklingur þarf að vera með lífsógnandi þyngdartengdan fylgikvilla til þess að fá niðurgreiðslu á lyfinu. Einstaklingurinn þarf að vera orðinn sjúklingur með tilheyrandi kostnaði í stað þess að leyfa áfram niðurgreiðslu á lyfinu. Það virðist beðið eftir því að fólk verði sjúklingar. Vissulega á ekki að gefa lyf sé ekki þörf á því en það er frekar óskýrt hvernig ber að túlka þessa synjun. Oft er talað um að breyttur lífsstíll sé langhlaup og ekki átaksverkefni, það er eitt að fá líkamann til að hlýða en svo er höfuðið eftir, það tekur tíma og þann tíma verður að gefa. Heilbrigðiskerfið verður að virka þannig að það nýti alla miðla til þess að koma í veg fyrir að fólk ávinni sér alvarlegt sjúkdómsástand með tilheyrandi kostnaði eins og konan benti svo réttilega á í grein sinni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun