Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:39 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. Hann kallar eftir þessu í pistli sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Á meðal gagnrýndenda eru Rósa Björk og Þórhildur Sunna. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli sem þeim þykja óþolendavæn á a borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Jón Steinar sagði í Reykjavík síðdegis í gær viðbrögðin vera bull og vitleysu og að þau séu byggð á misskilningi. „Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. Sjá nánar: „Ég er verndari réttarríkisins“ Hann vill að fjölmiðlar hafi aðgang að umræddum fundi. Undir lok pistilsins sendir hann Aðalheiði Ámundadóttur fréttastjóra Fréttablaðsins pillu og sagði að hún kæmi til greina sem fundarstjóri. „En ég hef hana grunaða um að hafa samúð með gagnrýnendum mínum.“ Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Hann kallar eftir þessu í pistli sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Á meðal gagnrýndenda eru Rósa Björk og Þórhildur Sunna. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli sem þeim þykja óþolendavæn á a borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Jón Steinar sagði í Reykjavík síðdegis í gær viðbrögðin vera bull og vitleysu og að þau séu byggð á misskilningi. „Ég er mjög hlynntur því að allir þeir sem brjóta af sér í kynferðisbrotum, sem og öllum öðrum brotum, verði sóttir til ábyrgðar fyrir það og refsað lögum samkvæmt. En ég felst ekki á það að það sé heimilt að refsa mönnum í ósönnuðum brotum. Þetta er nú einfaldleikinn í því sem ég hef sagt. Svo er þetta mistúlkað, rangtúlkað og afflutt á þann hátt að ég sé einhver sérstakur verndari ofbeldismanna á þessu sviði. Ég hef bara aldrei vitað aðra eins vitleysu. Ég er verndari réttarríkisins. Og ég berst fyrir því að reglur þess gildi þar sem þær eiga við. Það er allt og sumt,“ sagði Jón Steinar. Sjá nánar: „Ég er verndari réttarríkisins“ Hann vill að fjölmiðlar hafi aðgang að umræddum fundi. Undir lok pistilsins sendir hann Aðalheiði Ámundadóttur fréttastjóra Fréttablaðsins pillu og sagði að hún kæmi til greina sem fundarstjóri. „En ég hef hana grunaða um að hafa samúð með gagnrýnendum mínum.“
Dómstólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. 9. mars 2021 18:24
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41