Unnur var burðardýr fyrir smyglhring í Hong Kong Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2021 10:30 Unnur Guðjónsdóttir hefur verið með ferðir til Kína í yfir fjörutíu ár. Unnur Guðjónsdóttir er mikil ævintýrakona en hún er landsþekkt fyrir ferðir sínar með hópa Íslendinga til Kína í yfir fjörutíu ár sem hafa slegið í gegn. Svo hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið tengd Kína. Og í Kína lenti hún einnig í ýmsum ævintýrum. Gerðist til dæmis smyglari fyrir smyglhring í Hong Kong. Unnur þurfti stundum að múta lögreglunni og það oftar en einu sinni. Unnur segist kannski muni verða stoppuð ef hún ætlar aftur til Kína vegna þessara uppljóstrana. Vala Matt hitti Unni í íbúð hennar við Njálsgötu en hún hefur innréttað hana í kínverskum stíl. Vala fékk að heyra af hennar lygilegu ævintýrum og fékk einnig að skoða flotta heimilið en Unnur er nýorðin áttræð. „Ég hafði ekkert á móti því þegar ég var spurð hvort ég gæti farið í einn túr og spurði hvað ég myndi nú fá fyrir það. Ég tók það því að mér að fara til Suður-Kóreu og þaðan til Japan. Ég hef ekki hugmynd hvað var í töskunum og ég þurfti ekki einu sinni að bera þær. Það voru burðarmenn á flugvellinum, ég var svo flott klædd að það datt engum í hug að láta þessa fínu konu vera burðast með þetta,“ segir Unnur og heldur áfram. „Ég sá aðeins í töskurnar og þá sá ég bara glæsilegan fatnað en annars hef ég ekki hugmynd hvað var í töskunum. Eitthvað hefur það verið og mjög dýrmætt því það borgaði að senda mig til tveggja landa og með eftirlitskonu í eftirdraginu allan tímann. Ég fékk mjög vel borgað en þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið út í smyglbransann en hann var mjög gefandi,“ segir Unnur og hlær en hér að neðan má sjá innslagið í heild um hana. Ísland í dag Íslendingar erlendis Kína Hong Kong Ferðalög Smygl Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Svo hefur hún haldið fyrirlestra og námskeið tengd Kína. Og í Kína lenti hún einnig í ýmsum ævintýrum. Gerðist til dæmis smyglari fyrir smyglhring í Hong Kong. Unnur þurfti stundum að múta lögreglunni og það oftar en einu sinni. Unnur segist kannski muni verða stoppuð ef hún ætlar aftur til Kína vegna þessara uppljóstrana. Vala Matt hitti Unni í íbúð hennar við Njálsgötu en hún hefur innréttað hana í kínverskum stíl. Vala fékk að heyra af hennar lygilegu ævintýrum og fékk einnig að skoða flotta heimilið en Unnur er nýorðin áttræð. „Ég hafði ekkert á móti því þegar ég var spurð hvort ég gæti farið í einn túr og spurði hvað ég myndi nú fá fyrir það. Ég tók það því að mér að fara til Suður-Kóreu og þaðan til Japan. Ég hef ekki hugmynd hvað var í töskunum og ég þurfti ekki einu sinni að bera þær. Það voru burðarmenn á flugvellinum, ég var svo flott klædd að það datt engum í hug að láta þessa fínu konu vera burðast með þetta,“ segir Unnur og heldur áfram. „Ég sá aðeins í töskurnar og þá sá ég bara glæsilegan fatnað en annars hef ég ekki hugmynd hvað var í töskunum. Eitthvað hefur það verið og mjög dýrmætt því það borgaði að senda mig til tveggja landa og með eftirlitskonu í eftirdraginu allan tímann. Ég fékk mjög vel borgað en þetta er í fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið út í smyglbransann en hann var mjög gefandi,“ segir Unnur og hlær en hér að neðan má sjá innslagið í heild um hana.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Kína Hong Kong Ferðalög Smygl Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira