Sex milljónir barna í Sýrlandi þekkja ekkert nema stríð Heimsljós 15. mars 2021 14:12 Unicef Á þeim tíu árum sem Sýrlandsstríðið hefur staðið yfir hafa sex milljónir barna fæðst í Sýrlandi og í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Þau þekkja ekkert nema stríð. „Á hverjum einasta degi síðastliðin tíu ár hafa gróf brot verið framin á réttindum barna. Þau hafa verið drepin, særð alvarlega, notuð í vopnuðum átökum og skólarnir þeirra sprengdir í loft upp. Ótal börn hafa drukknað á flótta frá hörmungunum. Börn bera aldrei ábyrgð í stríði en það eru þau sem bera mestan skaða af átökunum,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Í dag, 15. mars, eru tíu ár liðin frá upphafi Sýrlandsstríðsins. „Áratugur af árásum, efnahagshrun og heimsfaraldur kórónaveirunnar hafa skapað eina verstu mannúðarkrísu heimsins í dag sem heldur áfram að bitna verst á börnunum. Eftir 10 ár af stríði þurfa um 90% barna í Sýrlandi á aðstoð að halda sem er um 20% aukning á einu ári. Á þessum tíu árum hafa sex milljónir barna fæðst í Sýrlandi og í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Þau þekkja ekkert nema stríð,“ segir í frétt frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Steinunn segir börnin eiga minningar frá síðustu árum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa – fallnir ástvinir, skólinn sem er ekki lengur til og hættulegur flótti yfir til Evrópu. UNICEF hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðarhjálp síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. Hægt er að hjálpa með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 krónur) eða með því að styðja hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent
„Á hverjum einasta degi síðastliðin tíu ár hafa gróf brot verið framin á réttindum barna. Þau hafa verið drepin, særð alvarlega, notuð í vopnuðum átökum og skólarnir þeirra sprengdir í loft upp. Ótal börn hafa drukknað á flótta frá hörmungunum. Börn bera aldrei ábyrgð í stríði en það eru þau sem bera mestan skaða af átökunum,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi. Í dag, 15. mars, eru tíu ár liðin frá upphafi Sýrlandsstríðsins. „Áratugur af árásum, efnahagshrun og heimsfaraldur kórónaveirunnar hafa skapað eina verstu mannúðarkrísu heimsins í dag sem heldur áfram að bitna verst á börnunum. Eftir 10 ár af stríði þurfa um 90% barna í Sýrlandi á aðstoð að halda sem er um 20% aukning á einu ári. Á þessum tíu árum hafa sex milljónir barna fæðst í Sýrlandi og í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum. Þau þekkja ekkert nema stríð,“ segir í frétt frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Steinunn segir börnin eiga minningar frá síðustu árum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa – fallnir ástvinir, skólinn sem er ekki lengur til og hættulegur flótti yfir til Evrópu. UNICEF hefur veitt milljónum barna frá Sýrlandi neyðarhjálp síðan stríðið hófst. Það hefði ekki verið hægt án víðtæks stuðnings almennings um allan heim, þar á meðal á Íslandi – bæði frá heimsforeldrum og þeim sem stutt hafa neyðarsöfnun UNICEF. Hægt er að hjálpa með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 krónur) eða með því að styðja hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent