Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 15:48 Hundruð hafa verið ákærð vegna árásarinnar á þinghúsið. Getty/Kent Nishimura Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. Þeir Julian Elie Khater og George Pierra Tanios, eru meðal annars sakaðir um að hafa hafa úðað svokölluðu bjarnaspreyi framan í Sicknick. Bjarnasprey er notað til að fæla birni og virkar á svipaðan hátt og piparúði. Mennirnir, sem sagðir eru vera æskuvinir, eru ekki ákærðir fyrir að valda dauða Sicknick. Dánarorsök hans liggur ekki fyrir enn og dauði hans hefur aldrei verið skilgreindur sem morð. Hann hneig niður eftir árásina og í yfirlýsingu frá lögreglunni á sínnum tíma sagði að hann hefði hlotið meiðsl í átökum við óeirðaseggi. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Sicknick hafi ekki dáið vegna höfuðáverka, eins og haldið hefur verið fram. Niðurstöður krufningar eða efnagreiningar hafa ekki verið gerðar opinberar. Dánarorsök Brian D. Sicknick liggur ekki fyrir.Getty/Demetrius Freeman Khater og Tanios eru einnig ákærðir fyrir að ráðast á annan lögregluþjón með hættulegu vopni og önnur brot vegna árásarinnar á þinghúsið. Samkvæmt Washington Post gætu þeir verið dæmdir í allt að tuttugu ára fangelsi. Alríkislögregla Bandaríkjanna komst á snoðir þeirra Khater og Tanios eftir að myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum. Þá bárust ábendingar frá fólki sem þekkti til þeirra. Khater er 32 ára og býr í Pennsylvaníu en Tanios er 39 ára og býr í Vestur-Virginíu. Báðir ólust upp í New Jerse og hafa þekkst í mörg ár. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði. Fjórir aðrir dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal kona sem var skotin af löggæslumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í sal þinghússins þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Þeir Julian Elie Khater og George Pierra Tanios, eru meðal annars sakaðir um að hafa hafa úðað svokölluðu bjarnaspreyi framan í Sicknick. Bjarnasprey er notað til að fæla birni og virkar á svipaðan hátt og piparúði. Mennirnir, sem sagðir eru vera æskuvinir, eru ekki ákærðir fyrir að valda dauða Sicknick. Dánarorsök hans liggur ekki fyrir enn og dauði hans hefur aldrei verið skilgreindur sem morð. Hann hneig niður eftir árásina og í yfirlýsingu frá lögreglunni á sínnum tíma sagði að hann hefði hlotið meiðsl í átökum við óeirðaseggi. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Sicknick hafi ekki dáið vegna höfuðáverka, eins og haldið hefur verið fram. Niðurstöður krufningar eða efnagreiningar hafa ekki verið gerðar opinberar. Dánarorsök Brian D. Sicknick liggur ekki fyrir.Getty/Demetrius Freeman Khater og Tanios eru einnig ákærðir fyrir að ráðast á annan lögregluþjón með hættulegu vopni og önnur brot vegna árásarinnar á þinghúsið. Samkvæmt Washington Post gætu þeir verið dæmdir í allt að tuttugu ára fangelsi. Alríkislögregla Bandaríkjanna komst á snoðir þeirra Khater og Tanios eftir að myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum. Þá bárust ábendingar frá fólki sem þekkti til þeirra. Khater er 32 ára og býr í Pennsylvaníu en Tanios er 39 ára og býr í Vestur-Virginíu. Báðir ólust upp í New Jerse og hafa þekkst í mörg ár. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði. Fjórir aðrir dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal kona sem var skotin af löggæslumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í sal þinghússins þar sem vopnaðir menn stóðu vörð.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54
Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28
Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02
Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18
Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55