Ríkur maður borgar skatt! Einar A. Brynjólfsson skrifar 15. mars 2021 16:30 Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Einar A. Brynjólfsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun