Origo kaupir 30 prósenta hlut í DataLab Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 17:41 Starfsfólk Origo og DataLab. Frá vinstri Brynjólfur Borgar Jónsson, Dennis Mattsson, Stella Kristín Hallgrímsdóttir, Inga Steinunn Björgvinsdóttir og Örn þór Alfreðsson. Origo Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt 30% hlut í tæknifyrirtækinu DataLab, sem þróar lausnir sem byggja á gervigreindartækni og veitir ráðgjöf um hagnýtingu slíkra lausna. Fram kemur í tilkynningu frá Origo að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustu á gagnadrifnum og snjöllum lausnum, þar sem fjölbreytt gögn og aðferðir úr smiðju gervigreindar og gagnavísinda séu nýttar. Með þeim megi til að mynda sjálfvirknivæða viðskiptaferla, bæta upplifun notenda, auka sölu, draga úr óvissu, áhættu og kostnaði og auka skilvirkni í rekstri. Illa flokkuð gögn flæki vinnu starfsfólks ,,Gervigreind og nýting gagna úr ólíkum áttum verður sífellt stærri þáttur í rekstri fyrirtækja, þar sem þau geta skipt sköpum í sívaxandi samkeppni. Í raun eru gögn alls staðar, en oft illa flokkuð sem gerir starfsfólki erfiðara um vik að nýta þau bæði til innri og ytri nota,“ segir Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna hjá Origo. „Þess vegna getur gervigreind og gagnavísindi hjálpað okkur að draga fram þær upplýsingar sem máli skipta, bætt reksturinn og aukið samkeppnisfærni fyrirtækja. Við sjáum stóraukinn áhuga viðskiptavina okkar á nýta gagnadrifnar lausnir í sínum rekstri og með kaupum í DataLab, sem við teljum vera leiðandi á sínu sviði, sjáum við fram á að geta komið enn betur til móts við stórbreyttar þarfir markaðarins.“ Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLab, segir að vöxtur í gagnadrifnum lausnum sem byggi á gervigreind, hafi verið afar hraður síðustu ár. „Mörg fyrirtæki reiða sig alfarið orðið á slíkar lausnir til að besta sinn rekstur og efla þjónustu, þar á meðal fjölmörg íslensk fyrirtæki. Engu að síður erum við rétt að hefja vegferð sem byggir á gagnadrifnum lausnum og við í DataLab finnum fyrir sívaxandi áhuga á okkar sérþekkingu. Við bindum miklar vonir við samstarfið við Origo, sem hefur verið leiðandi fyrirtæki í hugbúnaðarþróun og stafrænum lausnum. Bæði félög sjá veruleg samlegðaráhrif með kaupunum og enn öflugara lausnaframboð en áður,“ segir Brynjólfur í tilkynningu. Tækni Gervigreind Upplýsingatækni Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Origo að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustu á gagnadrifnum og snjöllum lausnum, þar sem fjölbreytt gögn og aðferðir úr smiðju gervigreindar og gagnavísinda séu nýttar. Með þeim megi til að mynda sjálfvirknivæða viðskiptaferla, bæta upplifun notenda, auka sölu, draga úr óvissu, áhættu og kostnaði og auka skilvirkni í rekstri. Illa flokkuð gögn flæki vinnu starfsfólks ,,Gervigreind og nýting gagna úr ólíkum áttum verður sífellt stærri þáttur í rekstri fyrirtækja, þar sem þau geta skipt sköpum í sívaxandi samkeppni. Í raun eru gögn alls staðar, en oft illa flokkuð sem gerir starfsfólki erfiðara um vik að nýta þau bæði til innri og ytri nota,“ segir Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna hjá Origo. „Þess vegna getur gervigreind og gagnavísindi hjálpað okkur að draga fram þær upplýsingar sem máli skipta, bætt reksturinn og aukið samkeppnisfærni fyrirtækja. Við sjáum stóraukinn áhuga viðskiptavina okkar á nýta gagnadrifnar lausnir í sínum rekstri og með kaupum í DataLab, sem við teljum vera leiðandi á sínu sviði, sjáum við fram á að geta komið enn betur til móts við stórbreyttar þarfir markaðarins.“ Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi DataLab, segir að vöxtur í gagnadrifnum lausnum sem byggi á gervigreind, hafi verið afar hraður síðustu ár. „Mörg fyrirtæki reiða sig alfarið orðið á slíkar lausnir til að besta sinn rekstur og efla þjónustu, þar á meðal fjölmörg íslensk fyrirtæki. Engu að síður erum við rétt að hefja vegferð sem byggir á gagnadrifnum lausnum og við í DataLab finnum fyrir sívaxandi áhuga á okkar sérþekkingu. Við bindum miklar vonir við samstarfið við Origo, sem hefur verið leiðandi fyrirtæki í hugbúnaðarþróun og stafrænum lausnum. Bæði félög sjá veruleg samlegðaráhrif með kaupunum og enn öflugara lausnaframboð en áður,“ segir Brynjólfur í tilkynningu.
Tækni Gervigreind Upplýsingatækni Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira